Unga Ísland - 01.06.1927, Síða 3
UNGA ISLAND
43
Maður hjet Auðun, íslenskur og
vestfirskur að ætt. Hann var maður
fjelítill og að góðu kendur. Auðun
fór utan á einu sumri vestur þar i
fjörðunum með norrænum inanni, er
Þórir hjet, og með umráði Þorsteins,
búanda góðs, er Þórir hafði þegið vist
af um veturinn. Auðun var og þar og
starfaði fyrir honuin Þóri, og þá þessi
laun af honum: utanferðina og hans
umsjá. En er Auðun fór utan, lagði
hann mestan hluta fjár þess, er hann
átti, fyrir móður sína, og var kveðið á
þriggja vetra björg. Og nú fara þeir
út hjeðan og ferst þeim vel og tóku
Noreg, og var Auðun veturinn ei'tir með
Þóri stýrimanni. Hann átti bú á Mæri.
Og um smnarið eftir fara þeir út til
Grænlands og voru þar vetur annan.
Þess er við getið, að Auðun kaupir þar
bjarndýri eitt, vel vanið. Gaf hann þar
við alt það, er hann átti í fjemunuin.
Var dýr það hin mesta gersimi þess
kyns. Á næsta sumri eftir fóru þeir
aftur til Noregs og urðu vel reiðfara.
Þórir stýrimaður fór þá til bús síns, en
Auðun fjekk sjer far austur til Víkur
og hafði dýr sitt með sjer. En er hann
kom til Ósló gekk hann á land með
dýr sitt og leitaðist um herbergi, meðan
hann dveldist þar; ætlaði síðan suður
til Danmerkur og gefa Sveini konungi
dýrið. En þá var sem mestur agi með
þeim Haraldi konungi og Sveini. Har-
aldur konungur var þar í hænum, og
var honum skjótt sagt, að þar væri
kominn íslenskur maður af Grænlandi
með allspakt bjarndýr. Konungur sendi
þegar eftir Auðuni. Hann kom fyr-
ir konung og kvaddi hann vel. Kon-
ungur tók vel kveðju hans og mælti:
>»Áttu bjarndýr það, er mikil ger-
simi er?“ Hann sagði, að svo var.
Konungur mælti: „Viltu selja oss
dýrið við slíku verði sem þú keypt-
ir?“ „Eigi vil jeg það, herra“, seg-
ir Auðun. „Viltu“, segir konungur, „að
jeg gefi þjer fyrir tvö verð slík og mun
það rjettara, ef þú gafst þar við alla
eigu þína“. „Eigi vil jeg það herra“,
sagði hann. „Viltu gefa mjer þá?“ seg-
ir konungur. „Það vil jeg eigi“, segir
íslendingur. Konungur mælti: „Hvað
viltu þá af gera?“ Auðun svarar: „Það,
sem jeg hefi áður ætlað: fara suður til
Danmerkur og gefa Sveini konungi“.
Haraldur konungur mælti: „Hvort er
heldur, að þú ert maður svo ófróður,
að þú hefir eigi heyrt getið ófriðar
þess, sem hjer er milli landa, eða ætl-
ar þú giftu þína svo mikla, að þú mun-
ir ná að færa Sveini konungi gersimi,
er aðrir fá eigi komist klaklaust, þó
að nauðsyn eigi til ?“ Auðun svarar:
„Herra, það er nú á yðar valdi, en
engu játta jeg öðru en jeg hefi nú
sagt og áður ætlað“. Þá mælti kon-
ungur: „Hví mun eigi það ráð, að þú
farir sem þjer líkar; en það vil jeg til
skilja, að þú komir til mín, þá er þú
fer aftur, og segir mjer, hvernig Sveinn
konungur launar dýrið; kann vera, að
þú sjert gæfumaður“. „Því vil jeg heita
yður“, segir Auðun. Fór hann þá og
fjekk sjer far suður til Danmerkur.
En er hann kom þar, þá var uppi hver
penningur, sá er hann átti. Varð hann
þá að biðja matar bæði fyrir sig og
fyrir dýrið. Hann kom þá til ár-
manns Sveins konungs, þess er Áki
hjet. Auðun bað hann vista nokkurra
fyrir sig og dýrið, það er hann ætlaði
að gefa Sveini konungi. Áki svarar:
„Selja mun jeg þjer vistir, ef þú vilt“.
„Jeg hefi nú ekki til fyrir að gefa“,
sagði Auðun, „en jeg vildi þó gjarna