Unga Ísland - 01.06.1927, Page 4
44
UNGA fSLAND
koina því til Ieiðar að færa konungi
dýrið, því að það er skaði, ef svo góð-
ur gripur deyr fyrir mjer“. Áki mælti:
„Þið þurfið enn miklar vistir, áður þið
komið til konungs fundar. Jeg mun
gera þjer þann kost, að jeg ipun fæða
ykkur báða þar til; en þar á móti vil
jeg eiga hálft dýrið, og máttu á það
líta, að dýrið mun deyja fyrir þjer,
þar sem þið þurfið vistir miklar, en
fje er farið, og er búið við, að þú
hafir þá ekki dýrsins, ef það sveltur
til bana fyrir þjer“. Auðuni þótti þessi
kostur þungur, en sá þó eigi annað fyr-
ir liggja likara þar sem þá var kom-
ið. Urðu þeir á það sáttir, að hann
seldi Áka hálft dýrið með því skil-
orði, að þeir skyldi þá þegar báðir fara
á konungsfund og skal hann virða
hvorltveggja: vistir þær, er Áki fjekk
honum, og dýrið, en Áki bæta Auðuni
svo mikið sem vert er, ef konungi
þætti betra hálft dýrið. Þeir fóru báð-
ir samt, þar lil er þeir fundu Svein
konung, og stóðu fyrir borðinu. Kon-
ungur fagnaði vel Áka ármanni og í-
hugaði, hver þessi maður mundi vera,
er hann kendi eigi, og mælti síðan til
Auðunar: „Hver ertu?“ sagði hann.
Hann svaraði: „Jeg er íslenskur mað-
ur, herra, og kominn utan af Græn-
landi, og nú af Noregi, og ætlaði jeg
að færa yður bjarndýr þetta. Keypti
jeg það á Grænlandi allri eigu minni;
og nú er þó á orðið mikið fyrir mjer:
jeg á nú hálft eitt dýrið", sagði kon-
ungi síðan, hversu farið hafði með
þeim Áka ánnanni hans. Konungur
mælti: „Er það satt Áki, er hann seg-
ir?“ „Satt er það“, segir Áki. Ivonung-
ur mælti: „Og þótti þjer það til liggja,
þar sem jeg setti þig mikinn mann og
fjekk þjer inikið ljen, að tefja það og
tálma, að útlendur maður og mjer ó-
kunnur gerðist til að l'æra mjer ger-
simi, og gaf þar til alla eigu sína, og
vorir hinir mestu óvinir sáu það að
ráði, að láta hann fara í friði? Hygg
að þá, hversu ósannlegt það var þinn-
ar handar slíkt að gera, og er það von-
legt, að margt og mikið skilji ykkur
Harald konung, er hann gaf honum
frið. Nú væri það maklegt, að þú ljet-
ir eigi að eins alla eigu þína, heldur
og lífið með. En jeg mun nú eigi láta
drepa þig að sinni. En braut skaltu
fara þegar úr landinu og koma aldrei
aftur síðan mjer í augsýn. En þjer, ís-
lendingur, kann jeg slíka þöklt sem þú
gæfir mjer alt dýrið, og því öllu betur
sem vist sú er verð, er Áki seldi þjer,
er hann átti að gefa, og ver hjer með
mjer“. Auðun þakkaði konungi orð sín
og boð og var þar uin hríð. En Áki
fór á brott ófeginn, og týndi miklu
góðu fyrir það, er hann ágirntist það,
er honum heyrði ekki til.
Auðun var litla stund með Sveini
konungi, áður hann sagði sig fýsast á
brott. Ivonungur . svarar honum heldur
seint: „Hvað viltu þá“, segir hann,
ef þú vilt eigi með oss vera?“ Hann
sagði: „Suður vil jeg ganga til Róms“.
„Ef þú vildir eigi svo gott ráð taka“,
sagði konungur, „þá mundi mjer fyrir
þykja, er þú fýsist á hrott hjeðan, en
nú skal þetta með engu móti tálina“-
Og nú gaf konúngur honum silfur mjög
mikið, og skipaði til um ferðir lians og
kom honum í föruneyti með öðruni
Rómferlum, og bað hann vitja sín, þá
er hann kæmi aftur. Nú fór hann ferð-
ar sinnar uns hann kemur suður í
Rómaborg, og er hann hefir þar dval-
ið sem hann tíðir, þá fer hann aftur.
Tekur hann þá sótt mikla; gerir hann