Unga Ísland - 01.06.1927, Blaðsíða 5
UNGA ÍSLAND
45
þá ákaflega margran. Gengur upp alt
fjeð, er konungur hafði gefið honum
til ferðarinnar, en fjelagar hans skild-
ust við hann. Hann reis upp úr sótt-
inni. Tekur síðan upp stafkarls-stig og
biður sjer matar. Auðun var þá koll-
óttur og klæðlaus. Hann kemur aftur
i Danmörk að páskum þangað sem
konungur er þá staddur. En eigi þorði
hann að láta sjá sig í fjölmenni. Var
hann í kirkjuskoti nokkuru laugardag-
inn fyrir páska, og ætlaði helst að finna
kpnung er hann gengi til nóntíða; og
nú er hann sá konunginn og hirðina
fagurlega búna, þorði hann eigi að láta
sjá sig. En er konungur var genginn
til borða, þá fór Auðun og mataðist úti
undir hallarveggnum sem siður er til
pílagríma, meðan þeir hafa eigi kastað
staf og skreppu. Og nú um aftaninn,
er konungur gekk til kveldsöngs, ætlaði
Auðun að hitta hann og svo mikið sem
honum þótti fyrr fyrir um daginn,
þá þorði hann nú miklu síður að láta
konung sjá sig, er þeir voru druknir
hirðmennirnir. Hljóp hann þá þvert í
hraut af veginum að fela sig. Konung-
ur þóttist sjá svip manns og þóttist
finna að eigi hafði frama til að ganga
fram að hitta hann. En er konungur
gekk frá kirkju og öll hirðin var inn
komin í herbergið og öllum var skipað
i sæti, þá sneri konungur út aftur og
niælti stundarhátt, er hann var út kom-
inn: „Ef nokkur er sá maður hjer nær
sem mig grunar, þá gangi hann nú
fram og láti sjá sig“. Þá gekk Auðun
fram og fjell til fóta konungi. Konung-
ur kendi hann að kalla; og er konung-
ur veit hver hann er, tók hann í hönd
honum og bað hann velkominn. „Og
hefir þú mikið skipast", segir hann,
»siðan við sáumst næst, svo að varla
kendi jeg þig“. Leiddi konungur hami
þegar inn í herbergið, en hirðmenn
hlógu að honum, er þeir sáu hann.
Konungur mælti til þeirra: „Eigi þurf-
ið þjer að honum að hlæja, þótt yður
sýnist hann ósællegur að sjá, þvi að
betur hefir hann fyrir sinni sál sjeð
heldur en þjer, og þvi mun guði sýn-
ast ha'nn fagur og fríður. Ljet konung-
ur þá þegar gera honum laug og þjón-
aði honum sjálfur; gaf honum síðan
góð klæði og Ijet gera til hans sem
best. Hrestist hann hrátt er hann var
maður ungur. Var hann þar um hríð.
Auðun kunni vel að hafa sig í fjöl-
menni; var hann maður ótyrrinn, orð-
gætinn og ekki margtalaður. Líkaði öll-
um mönnúm vel við hann. Sveinn kon-
ungur var og hinn blíðasti við hann.
Það var eitt sinn um vorið, er á leið,
að þeir löluðust við. Þá mælti konung-
ur: „Það er satt, Auðun, að jeg hefi
ekki til innt, hvað þjer þykir lil haga,
að jeg launi þjer dýrið. Skal þjer kost-
ur að vera lengi ineð mjer, og mun
jeg gera þig skutilsvein minn .og veita
þjer þar með góða virðing". Auðun
sagði: „Guð þakki yður, herra, ágætt
boð og sóina þann allan, er þjer viljið
til mín leggja, en hitt er mjer í skápi
að fara út til íslands. Konungur sagði:
„Þetta sýnist mjer mjög undarlegt
kjör“. Auðun mælti: „Eigi má jeg það
vita, herra“, segir hann, að jeg sitji
lijer í mikilli sæmd og fullsælu, en
móðir mín troði stafkarlastig úti á
íslandi, þvi að nú er lokið þeirri björg,
er jeg lagði til, áður en jeg fór af ís-
landi“. Konungur sagði: Þetta er vel
talað og góðmannlega og muntu verða
gæfumaður. Sá einn var svo hluturinn,
að mjer mundi eigi mislika, að þú
færir á braut hjeðan, og ver nú með