Unga Ísland - 01.06.1927, Qupperneq 15
UNGA ÍSLAND
55
Mamma þagnaði, því Páll kom inn
rjett í þessu.
„Þú mátt eiga hana Sóley, Helgi“, sagði
hann, „með því skilyrði, að þú hættir
alveg að stríða mjer. Viltu ganga að
þvi?“
Jeg játaði, en hjelt saint áfram að
skæla.
„Svona er Páll góður“, sagði mamma.
„Þakkaðu honum nú fyrir".
Jeg gerði það og fór að þurka af mjer
skælurnar.
„Jæja, drengir mínir“, sagði mamma.
„Farið þið nú til rjettarinnar og skemt-
ið ykkur við að skoða fjeð. Þú skalt
jal'nan vera stiltur, Helgi minn, og haga
þjer vel, svo að þú fáir ekki alla upp á
móti þjer. Þú, PáJl minn, hefir altaf ver-
ið góður drengur, en jeg ætla að eins að
minna þig á, að þjer mun jafnan verða
fyrir bestu að láta ekki aðra breyta á-
formum þínum ef þú veist að þín eru
betri í alla staði. Farið þið nú og verið
báðir góðir drengir".
Jeg var ekki sjerlega upplitsdjarfur
þegar við Páll komum til rjettarinnar.
En vinnumennirnir sáu hvað mjer leið
og skiftu sjer ekkert af mjer. Páll sýndi
mjer Sóley. Hún var orðin ljómandi
falleg ær, kolótt á höfði og fótum, en
drifhvít á lagðinn. Fjóla Páls var mjög
lik henni.
Áður en langt leið var jeg kominn í
gott skap og ljek við hvern minn fingur.
Við Páll vorum á rjettinni þar til hætt
var að draga, en þá var orðið svo dimt,
að ekki sást lengur til. Enn var nokkuð
ef heimilisfjenu ódregið og var frestað
til næsta dags að draga það sem eftir var.
Það vildi líða "mjer úr minni að jeg
mátti ekki stríða Páli. Mjer varð það á
strax næsta dag, en þá sagði Páll: „Jeg
á víst að eiga Sóley!“ Þá þagnaði jeg
undir eins, og þessi orð hrifu jafnan
eftir það þegar jeg gleymdi loforði minu.
Jeg stiltist nú smátt og smátt með aldr-
inum og varð miklu gætnari og vinsælli
en áður. Þetta atvik, þó smávægilegt væri,
varð mjer til ómetanlegrar blessunar“.
Nú þagnaði afi og börnin þökkuðu
honum fyrir söguna, jafnvel fullorðna
fólkið Ijet líka i Ijós ánægju sína. Þessi
litla bernskuminning, sem afi rifjaði
upp, varð til þess að eyða skammdegis-
drunganum, sem yfir fólkinu hvildi. —
Allir voru komnir í gott skap.
S. ./.
❖
Litli fuglinn.
Það var í ágúst í sumar sem leið. Jeg
var uppi á Ullarkletti, þar sem jeg geymi
hornin mín, seinni part dagsins. Jeg
var að byggja rjett fyrir fjenað minn,
því ekki dr gott að geta hvergi rekið
fjeð inn þegar það kemur af fjöllunum,
feitt og fallegt.
Alt i einu hrökk jeg við og leit upp.
Hvaða óttalegt garg var þetta? Það
hlaut að vera vondur fugl, sem orgaði
svona grimdarlega. Auðvitað var það ó-
hræsis smyrillinn, sem er svo vondur, að
hann drepur litlu fuglana og etur þá. Nú