Unga Ísland - 01.06.1927, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.06.1927, Blaðsíða 16
UNGA ÍSLAND 5fi A’ar hann víst að elta einhvern smáfugl- inn. Jeg lilaðist um. Jú, það stóð heima. Smyrillinn var Ijeint uppi yfir mjer að elta litinn fugl í mesta vígahug. Það var auðsjeð að litli smælinginn var að upp- gel'ast á flóttanum, en grimdarseggur- inn sótti því ákafar að honum. Jeg horfði ineð tárin i angunum á þessar aðfarir, alveg höggdofa. Bara að litli fuglinn kæinist undan! Ekki þyrfti hann annað en leita hælis hjá mjer, því ekki myndi. smyrillinn ráðast á mig þó hann sje griin mur. „Elsku litli fuglinn minn, komdu til mín. Jeg skal verja þig fyrir óhræsis. vonda smyrlinum", sagði jeg með grát- stafinn í kverkunum. Það var eins og hlessaður litli fugl- inn skildi mig, því að rjett í því að smyr- illinn ætlaði að slá hann vjek hann sjer undan högginu og flaug heint í fangið á injer. Smyrillinn komst auðsjáanlega í vont skap út aí þvi að verða svona skyndi- lega af bráð sinni, Hann gargaði og ljet öllum illum látum, en mjer stóð alveg á sama hvernig hann hamaðist. „Þú átt ekki betra skilið, ótætið þitt“, sagði jeg og hjelt af stað heimleiðis til þess að sýna iolkinu litla fuglinn, sem leitað hafði sjer hælis í fangi minu. En smyrillinn flaug í hurt, til þess að leita sjer að annari bráð. Öllum þótti litli fuglinn minn fallegur, en lengi var tvísýnt um Iíf hans. Smátt og smíjtt hr&Stist hann samt, og um kvöldið fór jeg út með hann og slepti honúm. „Farðu vel, litli fuglinn minn“, sagði jeg að skilnaði, „og varaðu þig á vonda smyrlinum“. Litli fúgjinn leit á mig þakklætisaug- um að mjer fanst. Svo flaug hann ljetti- lega úr höndum mjer og tísti ánægju- lega þegar hann fann að hann var aftur orðinn frjáls. Jeg horí'ði á eftir honum þangáð til hann hvarl’ eilthvað út í blá- inn. Svo fór jeg inn og háttaði, ánægð yf- ir þvi, að mjer hafði tekist að bjarga litlum einstæðing úr óvinahöndum. Af því að jeg er svo lítil enn þá og kann ekki að skrifa, bað jeg Sigurjón bróður minn að skrifa þessa litlu frá- sögn fyrir mig og stíla hana. Svo ætla jeg að biðja hann að senda Unga íslandi hana, og jeg hlakka til að láta lesa hana fyrir mig þegar hún kemur í blaðinu. Guðrún K. Jónsdóttir. 0 Til kaupenda Unga íslands. Þar sem jeg jíeri ráð fyrir, a'ð þetla verði siðasta blaðið af U. Isl., sein jeg annast uin, vil jeg nqta tækifærið og þakka fjölmargar vin- samlegar kveðjur og hlýleg ummæli, sem blað- inu hafa borist víðsvegar af landinu. ,!eg hefi lcoinist að raun um, að U. fsl. á marga góða og tryggá lesendur, en }>vi miður verð jeg að játa, að hlaðið hefir verið miklu ver úr garði gert en jeg hefði kosið, og valda |ivi ýmsar ástæð- ur, sem Jiarflaust er að rekja lijer. — Jeg liafði lofað Steingr. Arasyni að sjá um ritstjórn U. fsl. ]>ar til hann kæmi úr Ameríkuför sinni, en liann bjóst við að koma í mai-mánuði. Nú liefir férðaáætlunin breyst, svo að hann er ó- kominn enn. Jeg vænti Jiess ]ió, að hann verði lcominn nógu snemma til að sjá um útkomu næsta lilaðs, Jiví að jeg er og verð fyrst um sinn hundinn við önnur störf, sem taka tima miiin allan. — Jeg þakka öllum, sem greitt hafa götu U. fsl. þennan tíma, sem jeg liefi verið •starfsmaður þess, og óska lescndum þess og vinum allrar hlessunar í framtíðinni. Með kærri Icveðju. Finnur Sigmundsson. UNGA ÍSLAND kemur út einu sinni í mánuði. Verð árg. kr. 2.50. Gjalddagi 1. apríl. Ritstjóri: Finnur Sigmundsson cand. phil. Utaná- skrift: Pósthóif 715. Afgreiðsla hjá Sveinabókbandinu, Laugaveg 17, pósthólf 327. Prentsmiðjan Gutenherg.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.