Unga Ísland - 01.09.1929, Side 11

Unga Ísland - 01.09.1929, Side 11
UNGA ISLAND 75 Þrátt fyrir það kom ekkert svar. Hún stóð upp forviða og gekk til Bjargar, sem var hnigin niður í skot- inu. „Barnið mitt“, hrópaði hún, er hún snerti hönd liennar. „Þú ert köld eins og ís. Þú verður að fara strax í rúm- ið“. Hún afklæddi hana i snatri, neri hendur hennar og fætur og kom henni i rúmið. Iiún liitaði mjólk, en Björg drakk lítið eitt. Alla nóttina lá Björg með hita og óráði. Um morg- uninn, þegar læknirinn kom, gaf hann enga von. Það var mjög svæsin lungnabólga.---------- Dagar liöu. Björg var milli lífs og dauða. Katrinu furðaði mjög á að dóttur hennar skyldi verða svona kalt i hlýju kápunni. En þegar hún aðgætti, fann hún hvergi kápuna. Heimilisfólkið á Norðurgarði sat að kvöldverði. „Það er sagt að Björg, dóttir Katr- ínai', sje mjög veik“, mælti Elin hús- freyja. „Eftir þvi sem sagt er, er ekki mikil von um bata. Fyrir nokkrum dögum varð Björg skyndilega veik í skólanum. Hún kom heim nær dauða en lifi. Katrínu þótti það undarlegt, því einmitt þennan sama dag hafði Björg mjög þykka og hlýja kápu; en það er kynlegast, að hún finnur hvergi kápuna“. Pjetur var að horða í makindum, en þegar hann heyrði þetta, varð hann blóðrauður i andliti og hætti að borða. „Já, og Katrín er sögð mjög fátæk“, sagði húsfreyja. „Hm, það er ekki ólíklegt“, svaraði húsbóndinn kuldalega, „en hún var víst ekki nauðbygð til þess að ganga að eiga Eirík“. Elínu var litið á Pjetur, og þótti liátterni hans i meira lagi einkenni- legt, svo að lnin gleymdi að svara manni sínum. Hann gaf sig á tal við vinnumann sinn og endaði svo sam- lalið um Katrínu og Björgu. Hún var ekki í vafa um að Pjetur bjó vf- ir einhverju, og þegar liann bauð góða nótt, óvanalega snemma, gerði liún sjer erindi inn i svefnherhergi Pjeturs. Hann ljet sem hann svæfi, þegar móðir hans settist á rúmstokk- inn. En þegar hún strauk enni lians, reis hann upp grátandi, því þrátt fyrir alt var Pjetur besti drengur. „Pjetur“, mælti móðir hans blíð- lega, „það er eitthvað sem gengur að þjer; segðu mjer nú alt, sem þú hefir dulið fyrir mjer“. „Mamma“, sagði hann, „það er mjer að kenna, að Björg er veik“. — Svo sagði hann henni upp alla sög- una, hvernig liann hefði strítt Björgu i skólanum og fengið fjelaga sina til þess líka. „En, mamma, sagði liann, og reyndi að lialda niðri i sjer grátin- um. „Daginn sem Björg varð veik, hafði hún enga kápu, og þú segir að móðir hennar liafi fengið lienni hana; það skil jeg ekki“. Móðir hans ásakaði liann liógvær- lega fyrir það, að hafa strítt fátækri stúlku. Að síðustu mælti hún: „Við skulum vona að Björgu batni, svo að þú getir bætt fyrir það, sem þú liefir illa gert. En.jeg fer á morgun með ýmsa muni lil Katrínar“. Dagarnir liðu. Björg var fárveik, en loks var þrautin búin og henni fór að batna, til hinnar mestu undrunar

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.