Unga Ísland - 01.03.1935, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.03.1935, Blaðsíða 5
UNGA ÍSLAND 31 Landið sem beið. Eftir Sigurð Einarsson III. Svona liðu árin. Landið hlaut aldrei þann fögnuð, sem það hafði dreymt um við tilkomu mannanna. Það gerði sér ýmislegt í hugarlund um það leyti, sem menn tóku nýju trúna, sem átti að gera menn friðsamari. »Hver veit, nema svo kunni að fara, að þá farí þeir loksins að hjálpa mér«, hugsaði landið. En þetta reyndust hin mestu vonbrigði. Nýja kirkj- an, sém kom í stað ásatrúarinnar, hafði ekki minnsta huga á því að bæta land- ið. En hún hafði mesta yndi af því að eignast það, safna auði með því að sölsa undir sig sem flestar jarðir, en ekki með því að gera þær betri og byggilegri. Og smám saman sá landið, að kirkjan var enginn vinur þess. Hún var öllu fremur óvinur. Hún kenndi mönnum ekkert, sem til þess þurfti að gera landið að besta landi í heimi. Hún dró dug úr öðrum, með því að leggja á þá svo þungar kvaðir, að þeir gátu ekki risið undir. En landið er þolinmótt. Það getur beðið öldum saman eftir framtakssömum mönnum. Og landið beið. Skógarnir eydd- ust, eldgos eyddu fögur héruð, ár brutu niður fagra velli og engjar. Túngarðarn- ir hrundu og stóru túnin á gömlu höfð- ingjabæjunum gengu saman. Fólkið varð fátækt, huglítið og úrræðalaust. Það fór að missa trúna á landinu, af því að það var orðið svo lélegt. En nú vitið þið, af hverju það var orðið svo lélegt. Enginn hafði haft vit eða dugnað til þess að hjálpa því til að verða gott land í öll þessi ár. Og mikilmenni þjóðarinnar, sem svo eru stundum kölluð, skildu aldrei neitt í því, hvernig á þessu stóð. Þeir héldu, að eymd fólksins stafaði af því, að það væri óhlýðið guði og kónginum, og prentuðu handa því guðsorðabækur og biblíukjarna. En það hjálpaði ekk- ert. Það var af því, að fólkið var ekki óvinir guðs, heldur óvinir landsins, sem það átti að elska og bæta. Nú líður og bíður. Landið var í raun og veru orðið alveg kærulaust. Því stóð á sama um mennina, þetta voru svodd- an dauðans bjálfar og aumingjar, og þar á ofan farnir að lasta landið. En svo var það einn góðan veðurdag árið 1711, að óvenjulega vel lá á land- inu. Það vissi ekkert, af hverju það var. En það gat ekki að sér gert, það lá bara svona óvenjulega vel á því. Það skyggnd- ist um allar byggðir sínar og dali og strendur til þess að átta sig á, af hverju þetta gæti stafað. En það fann ekkert merkilegt, nema þá helst það, að hjá prestinum í Kelduhverfi í Norður-Þing- eyjarsýslu, séra Magnúsi Einarssyni, hafði fæðst drengsnáði. Og einhvernveg- inn fannst landinu, að því mundi stafa eitthvað óvenjulega gott af þessum dreng. Drengurinn var skírður og nefnd- ur Skúli. Skúli litli var langt frá því að vera það, sem kallað er gott barn, og alveg ólíkur drengjunum, sem sagt er frá í æfintýrum, að hafi verið afskaplega góð- ir og orðið stórríkir á endanum fyrir bragðið. Skúli litli var ákaflega óþægur og uppivöðslumikill, og það svo mjög, að faðir hans treystist ekki til að hafa hann heima. Hann var ógegninn og þrár og svaraði fullum hálsi. Honum var sagt, að hann yrði að fara til afa síns, þegar hann var tíu ára, og foreldrar hans bjuggust við, að honum þætti mjög sárt að fara að heiman frá pabba og mömmu, eins og stendur i sögunum um góðu

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.