Unga Ísland - 01.03.1935, Blaðsíða 13

Unga Ísland - 01.03.1935, Blaðsíða 13
UNGA ISLA'ND 39 líkami Hjálmars hvílist eða sefur, vinnum við svo hægt og rólega að við hvilumst nægilega. (Annar sendill kemur inn). Sendillinn: Hjálmar er að hlaupa upp stiga. Meira blóð. Fljótar, fljótar. (Hjartslátturinn eykst mjög. Vöðvarnir verða að taka á öllu sínu að hafa við). Svona, svona þetta nægir. Hægið á ykkur. Liður ykkur vel vöðvar. Karlvöðuinn: Við erum þreytt. Liklega eftir kappleikinn i gærkveldi. Hjálmar var allt af á hlaupum og við höfðum varla við, að dæla nógu fljótt. Sendillinn: Heilinn bað mig áð spyrja um líðan ykkar. Hann hefir áhyggjur. Það er eitthvað, sem ekki er eins og það á að vera. Kvenvöðvinn: Hjálmar er þó ekki að veikjast? Hann hefir vonandi ekki smitast af neinum sjúkdómi? £ Sendillinn: Við vonum að svo sé ekki. Það er bara eitthvað í hálsinum. Kverkarnar eru aumar og kirtlarnir að bólgna. Sendið þið sérstaka her- deild þangað upp eftir. Það riður á að bæta úr þessum vandræðum sem fyrst. Vöðvarnir: Já, já. Við skulum annast það. (Sendill- inn fer). Karlvöðvinn: Bólgnir eitlar. Ekki er mér um það. (Gestur- inn hlær). Kvenvöðvinn: Þetta er nlls ekki hlægilegt. Gesturinn (hæðnislega): Eg var að hlægja að sérstöku herdeildinni. Eins og þið hafið nokkrum her- deildum á að skipa. Karlvöðvinn: Jú, það höfum við vissulega. Gesturinn (hissa): Hafið þið herlið? Kvenvöðvinn: Fleiri miljónir af hermönnum. Gesturinn: Miljónir. Hvar eru þær? Kvenvöðvinn: Hér í blóðinu. Hermennirnir eru hvítublóð- kornin. Þau eru allt af reiðu búin að berjast við sýkla, hvar sem er í líkamanuin. Gesturinn (hræddur): Já, en þeir sigra ekki allt af, gera þeir það? Karlvöðvinn: Nei, því miður vinna þeir ekki allt af. Stund- um sigra sýklarnir. Líkamanum batnar ekki. — (hressilegri) En mjög oft, afar oft eru það sýkl- arnir sem »liggja í því« og eru drepnir. Gesturinn (mjög hræddur): Koma þessir hermenn ykkar nokkurn tíma hingað inn? Kvenvöðvinn: Jú, jú þeir fara allstaðar, þar sem blóðið fer, því þeir eru i blóðinu. Sendillinn (kemur inn mæðulega): Ég hefi illar fréttir að flytja. Það er difteri— barnaveiki — sem að Hjálmari gengur. Vöðvarnir (skelfdir): Barnaveiki! — difteri! Kvennvöðvinn: Er það áreiðanlegt? Sendillinn: Já, gráhvít skán er komin í hálsinn, kverk- arnar eru aumar og Hjálmar á bágt með að kyngja. Læknirinn segir, að ef Hjálmar hefði verið bólusettur gegn barnaveiki þá hefði þetta ekki getað komið fyrir. Gesturinn (fyrirlitlega): Bólusettur gegn barnveiki. Hvaða < gagn ætli það hefði gert? Karlvöðvinn: Ef hann hefði verið bólusettur, hefði hann alls ekki getað veikst af barnaveiki. Hvítublóð- kornin hefðu þá verið viðbúin, að veita árás þessari viðnám. Sýklarnir hefðu ekki getað neitt

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.