Unga Ísland - 01.03.1935, Blaðsíða 9
UNGA ÍSLAND
35
Nú var Stella orðin ein úti í skógi,
heimilislaus og hrakin frá manninum sín-
um og deyjandi barni sínu.
Hrædd hljóp hún þar til hún var yf-
irbuguð af þreytu. En sorgin braust nú
hindrunarlaust út í viltum hlátri. Þannig
reikaði hún um þar til hún hneig niður.
Allt í einu stóð gamla tröllkonan yfir
henni. »Það er hvergi friður fyrir þér,
hættu þessum vilta hamslausa hlátri«,
sagði hún og steytti hnefann framan í
hana.
Þegar Stella þekkti kerlingu, vaknaði
ný von í brjósti hennar, og hún bað
innilega:
»Gefðu mér tár mín aftur, þá skal ég
láta þig i friði«. — »Gefðu mér tárin
mín aftur, svo ég geti grátið yfir deyj-
andi barninu mínu«.
»Það get ég ekki«, svaraði gamla
nornin.
»En ef einhver grætur þin vegna, þeg-
ar þú hlærð, þá munt þú losna úr á-
lögunum«.
Kerling kvaðst nú skyldi ljá henni
huliðshjálm, svo að henni tækist að kom-
ast inn í höllina á ný, án þess að eftir
henni yrði tekið.
Stella þáði það, og þar með skildu
þær. Þegar Stella kom heim að höllinni
sá hana enginn, svo að hún gat gengið
þar um óhindruð.
Loksins komst hún inn í herbergið,
þar sem sonur hennar lá.
Konungurinn sat og vakti einn yfir
drengnum sínum.
Móðirin beygði sig yfir hið veika barn.
Hún kysti kinn sonar síns, og hvíslaði
nafn hans.
Hún hlustaði eftir hjartaslaginu, en
heyrði ekkert.
Hann er víst dáinn, hugsaði hún, og
hún gleymdi öllu fyrir sorg sinni, og
hló hátt, án þess að gæta sin 'nið mninsta.
En huliðshjálmurinn féll af henni, og
konungurinn stóð nú upp og starði á
hana.
Konungurinn sá hvernig varir hennar
titruðu, eins og hún vildi gráta. Hann
sá hvernig hún titraði af angist, meðan
að hún hló þessum hamstola tryllta hlátri.
Þá fann konungurinn hversu sár sorg
var fólgin í hlátrinum.
„Stella“, sagði hann undur lágt. Hún
hrökk við af hræðslu og ætlaði að forða
sér, en nam staðar, því þá mætti hún
kærleik og samúð í augnaráði hans.
Nú var það konungurinn, sem grét
hennar vegna.
»Fyrirgefðu mér«, sagði hann, og tók
hönd hennar og kysti hana.
Nú kastaði drottningin sér á ný yfir
vöggu drengsins síns.
Hnútur perlufestarinnar losnaði, og
allar perlurnar hrundu niður yfir andlit
litla drengsins og urðu að tárum eins
og þær áður höfðu verið.
En litli drengurinn vaknaði af dauða-
dvalanum, og leit stórum spyrjandi aug-
um til móður sinnar.
»Mamma«, sagði hann. Batinn var sýni-
legur. — Nú þekkti hann móður sína.
Veistu.
1. Hvað marga silkiorma þarf til að fram-
leiða 1 kg. af silki?
2. Hve lengi geislar sólarinnar eru á leið til
jarðarinnar?
3. Hve mikið hár mannsins vex að jafnaði á
mánuði hverjum?
4. Hvar stærsta blóm heimsins vex?
5. Hve mörg augu engisprettan hefir?
Svör á bls. 44.