Unga Ísland - 01.03.1935, Qupperneq 7

Unga Ísland - 01.03.1935, Qupperneq 7
UNGA ÍSLAND 33 r i Pétur litli og úrið Eftir L. Pantelejew. (Þýtt ettir dönsku og sænsku utg.). iriðT^ Framh. Um kvöldið var fundur í skólanum. Þar átti að kjósa umsjónarmann fyrir skólann, Áður en kosningin fór fram, 'byrjaði Mironof að halda ræðu fyrir minni Péturs. „Hann er rétti maðurinn“ hrópaði hann. „Þið munið hversu vel honum fór verkstjórnin úr hendi, þegar við vorum að koma eldiviðnum fyrir inni í kjallaranum“. Afleiðingin af þessu var sú, að Pétur var kosinn í einu hljóði. Hann var nú eiginlega ekki við þessu búinn. — Vissi ekki hvort honum líkaði betur eða ver, en fyrst þeir endilega vildu þetta, varð svo að vera. Pétri var nú fenginn lykill að skáp. Honum var fenginn minnisbók í vasann og við hana hékk blýantur á snúru, og þar að auki fékk hann hvítan slopp. í honum átti hann að vera, þegar hann átti að afhenta félögum sínum sápuna og eldiviðinn. Brátt fékk Pétur nóg að gera. Nýi starfinn átti í rauninni vel við hann. Hann gerði alla hluti eftir bestu sam- visku. Honum bar að sjá um upphitun hússins. „Blessaðir drengir verið ekki sparir á spýturnar“, sagði hann, og aldrei fyr hafði verið eins vel kynt í Klara Zetkin barnahælinu. Enn var Pétur í 2. bekk, og ekki meira en rétt staut læs. Pétur langaði mjög mikið til að kom- ast upp í G bekk. Þar vissi hann að drengirnir lærðu ýmislegt, sem hann langaði til að læra. í þessum bekk var Miranof. Dag nokkurn sagði hann: „Heyrðu Miranof, ég vil fara upp í þinn bekk, ég hefi nú sjálfur reynt að lesa ofurlítið í ykkar námsgreinum. Vilt þú ekki hjálpa mér, svo að ég verði fluttur upp í bekkinn". Miranof tók þessu vel, og þeir unnu nú kappsamlega að þessu marki, og um áramót var Pétur fluttur í bekk félaga síns. Þar var hann með jafnöldrum sínum og þar naut hann sín betur. Dag nokkurn, er drengirnir i bekknum voru í gönguför, mættu þeir Kudejar Hann var illa til reika, kaldur og ræfils- legur og gat naumast staðið á fótunum. Drengirnir þustu að karlinum og snjó- kúlurnar dundu yfir hann. Pétur gekk til hliðar, faldi sig á bak við tré. Hann vildi ógjarnan láta Kudejar sjá sig. En nú var honum líka nóg boðið. Þetta gat hann ekki þolað. Hann hentist fram úr fylgsni sínu og hrópaði: „Hættið þessu. Látið þið aumingjann í friði“. Drengirnir hættu, en Kudejar, sem þegar í stað þekkti Pétur, hrópaði til hans byrstri röddu: »Nú, svo það ert þú þorparinn þinn, þú sem tókst úrið mitt. Skammastu þín ekki fyrir að hafa stolið úri af fátækum manni, þegar hann gat enga björg sér veitt. Pétur var hvumsa. Hann gekk lengi þegjandi og niðurlútur. í raun og veru var þetta satt, hann hafði tekið úrið af fátækum drykkjuræfli. En hversvegna sveið honum það nú? Því gat hann einhvernveginn alls ekki gert sér grein fyrir. Framh,

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.