Unga Ísland - 01.03.1935, Síða 8

Unga Ísland - 01.03.1935, Síða 8
34 UNGA ISLANI) Perlufesti drottningarinnar. Niðurlag. Svo bar það við í konungsgarði, að ungu drottningunni fæddist sveinbarn. Það vakti mikínn fögnuð meðal allra lands- manna. Og enn leið eitt ár. — En þá var líka gleðin úti. Dauði og hörmungar steðjuðu að lands- mönnum. Fjölda fátækra og snauðra manna bar að hallargarði. Konunginum var mjög ant um að veita hinu snauða fólki einhverja úrlausn. Sér- staklega tók hirðfólkið eftir því, að hinn ungi konungur og móðir hans sýndu mikla hluttekningu, og oft sáust þau fella tár. — En unga drottningin grét ekki, og það kom jafnvel fyrir að drottn- ingin hló tryllingslegum hlátri, að hinni sárustu eymd. — En enginn gat samt skilið þær tilfinningar, sem unga drottn- ingin bar í brjósti. Fólkið fór að tala illa um hana. Það sagði að hún væri tilfinn- ingalaus norn, og smám saman barst þessi orðrómur til eyrna konungs. Hann varð mjög óttasleginn yfir þeim helkulda, sem virtist hafa gagntekið hug konu sinnar. Eftir nokkurn tíma, varð konungur sjálfur fyrir þeirri sorg að missa móður sína. — Hann varð svo gagntekinn af sorg út af móðurmissinum, að hann gat naumast horfið úr herberginu, þar sem lík móður hans stóð uppi. En unga drottningin fekkst ekki til að líta þangað inn. Hún vissi sem var, að hún mundi ekki geta grátið, og sorg hennar mundi brjótast út í hamstola hlátri. Að síðustu varð hún þó að fara þang- að inn, kvöldið áður en átti að jarðsetja gömlu konuna. En þegar Stella gekk fram að kistunni horfði konungurinn á hana rannsakandi augnaráði,' þar sem hún stóð með stirnað, fölt andlit, og feldi ekki tár. »Sorg mín og þegna minna virðist ekki koma þér við«, sagði hann. Þá fekk sorgin og angistin fyrst fullt vald yfir hinni ógæfusömu drottningu, og tilfinningar hennar brutust út í vilt- um tröllslegum hlátri. »Burt!« hrópaði konungurinn, »ég þoli ekki að sjá þig framar«. Stella hlýddi manni sínum. Hún hent- ist upp í herbergið sitt, gekk þar ör- vingluð fram og til baka og sleit af öll- um kröftum í hálsbandið sitt fagra, sem hún hafði keypt svo dýru verði. Þannig leið lángur tími, að konung- urinn þoldi ekki að sjá drottninguna. Hún Ieið meira en nokkurn gat grunað, en bar þó harm sinn í hljóði. Að lokum tók konungurinn ungu drottn- inguna í sátt á ný. Þá kom það fyrir í konungsgarði, að litli prinsinn veiktist hættulega, og lækn- ar urðu mjög hræddir um líf hans. Eitt kvöld, er foreldrar hans sátu hjá honum, þekkti hann þau ekki og svar- aði þeim ekki er þau töluðu til hans. »Guð hjálpi okkur«, sagði faðir hans, »ég held að hann sé að deyja«. Þá gleymdi Stella að dylja tilfinning- ar sinar, en hló hinum sama óeðlilega hlátri, sem fyr. Konungurinn þ'aut á fætur, nú var hann viss um að drottningin væri haldin illum anda. »Út héðan«, sagði hann. Hann skip- aði vörðunum að færa Stellu burt úr höllinni, og skipaði varðmönnunum að deyða hana, ef hún vogaði sér að láta sjá sig framar í nánd við höllina.

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.