Til sjávar - 01.04.1999, Blaðsíða 1

Til sjávar - 01.04.1999, Blaðsíða 1
1 Rannsóknir í líkanstöð 2 Ráðgjöf erlendis 3 Hafnabóta- sjóður 1999 4 íslenski skipastóllinn 5 Vopnafjarð- arhöfn 6 Undir kostn- aðaráætlun 7 Fjölbreytt flóra Líkantilraunir á Vopnafjarðarhöfn Náið samstarf með heimamönnum Mynd úr líkanstöð Siglingastotnunar - Vopnafjarðarhöfn Eitt af stœrstu verkefnum á hafna- áœtlun 1999-2002 er bygging loðnu- löndunarbryggju ásamt skjólgarði og dýpkun á Vopnafirði. Tilraunum i likanstöð Siglingastofnunar er ný- lega lokið og niðurstaða liggur fyrir. Líkantilraunir fyrir Vopnafjarð- arhöfn hófust síðastliðið sumar og hafa staðið með nokkrum hléum allt fram í apríl 1999. Margar tillögur hafa verið reyndar á þessum tíma. Sú tillaga sem mest hefur verið unnið út frá og endanlegar niðurstöður byggja á er gerð löndunarbryggju með skjólgarði frá svonefndri Síldar- bryggju yfir í Friðarsker og í átt að Asgarði með viðlegu með landi (sjá teikningu bls. 5). Aðrar tillögur sem hafa verið reyndar er gerð lönd- unarbryggju sunnan Síldarbryggju og með aðkomu sunnan frá, innan Skiphólma. Að síðustu var tillaga um viðlegukant austan og norðan smábátahafnarinnar. Mikill fjöldi gesta komið í þessari vinnu hefur verið mjög náið samstarf með heimamönnum eins og alltaf þegar líkantilraunir á hafnar- mannvirkjum standa yfir. Að sögn Baldurs Bjartmarssonar, verkfræð- ings hjá Siglingastofnun, hafa Vopnfirðingar verið mjög áhuga- samir um þessar rannsóknir. Margir hafa komið við í Kópavoginum ýmist gagngert eða þegar þeir hafa átt leið um. Margir sérfræðingar hafa verið kallaðir til ráðgjafar, t.d. skipstjóri á togara Vopnfirðinga sem og skipstjórar á strandferðaskipum. Fulltrúar í hafnarstjórn og hrepps- nefnd hafa sömuleiðis komið og gefið góð ráð. Fyrir utan heimsóknir heima- manna hafa vel á þriðja þúsund Islendingar litið líkanið augum. í nóvember 1998 var opið hús hjá stofnuninni og þar mættu hátt í 2000 manns auk fjölda annarra gesta sem hafa komið til stofnunarinnar í kynnisferðir. Niðurstöður kynntar í febrúar sl. fóru fulltrúar Siglinga- stofnunar til Vopnafjarðar til að kynna stöðu mála í rannsóknum. Haldnir voru fundir með hafnarstjóm og hreppsnefnd. Auk þess var haldinn almennur borgarafundur sem var mjög vel sóttur. A þessum fundurn kom skýrt fram að meðal áhugasamra Vopnfirðinga voru mjög ólíkar hugmyndir uppi um lausnir. Líkantilraunum var haldið áfram í kjölfarið og frekari athuganir gerðar. Af niðurstöðum þeirra athugana hefur stofnunin ákveðið að leggja til að farið verði í ákveðna útfærslu af tillögu sem fjallað er um hér að framan. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd yrði um 360 m.kr. og ljóst að hafnaáætlun 1999-2002 gerir ekki ráð fyrir svo umfangsmikilli framkvæmd enda er tillaga um skjólgarð frá Miðhólma ekki í upphaflegri áætlun. Vopnaíjarðar- hreppur mun leitast við í framhaldinu við að fá breytingar á áætluninni við næstu endurskoðun og þannig tryggja að þessi lausn geti orðið að veruleika. Fyrsti hluti verksins, dýpkun hafnarinnar, hefur verið boðinn út. Sjá nánar bls. 5 Nýskráningum fjölgar Rekstur Siglingastofnunar 1998 Ef fram heldur sem horfir mun nýskráðum skipum og bátum fjölga verulega á þessu ári samanborið við fyrri ár. bls. 4 Velta Siglingastofnunar 1998 nam 422 m.kr. Þar af voru tekjur stofnunarinnar 123 m.kr. og framlag á fjárlögum var 296 m.kr. bls. 3

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.