Til sjávar - 01.04.1999, Blaðsíða 5

Til sjávar - 01.04.1999, Blaðsíða 5
Niðurstöður iíkantilrauna Ný loðnulöndunarbryggja á Vopnafirði Hér að neðan er lýst þeim tilraunum sem gerðar voru í líkanstöðinni. Megintillagan Löndunarbryggja með skjólgarði frá svo- nefndri Síldarbryggju yflr í Friðarsker og í átt að Ásgarði með viðlegu með landinu. Ölduhreyfing við viðlegukant var mæld og borin saman við mælingar á hreyfíngu við Asgarð og reyndust þær svipaðar. Jafnframt kom fram að með 60 m styttingu á garðinum jókst hreyfing verulega. Þá voru reyndar ýmsar útfærslur á ytri skjólgörðum til að ná Tvær legur viölegukants Unnið hefur verið með tvær legur viðlegu- kants í þessari útfærslu, fyrst innan á garði og síðar við loðnuverksmiðjuna. Báðar útfærslumar uppfylla kröfur um kyrrð í viðlegu og löndun, en þó er hreyfmg togara meiri en við Asgarð Síðari útfærslan hefur ýmsa kosti fram yfir hina, eins og meiri nálægð við verksmiðju, betra svigrúm fyrir aðkomu og brottför skipa og þá eru rýmri möguleikar á að lengja kantinn í síðari tillögunni. Skjólgarðar samkvæmt þessum útfærslum hafa það umfram aðrar tillögur að auka öryggi í innsiglingu inn á bæði hafnar- svæðin. En innsiglingin til Vopnafjarðar er með erfiðustu innsiglingum á landinu. Með um 50 m löngum garði frá Miðhólma nær samsíða innsiglingalínunni náðist mun meiri kyrrð bæði í Friðarskershöfn og í norður- hluta hafnarinnar. Einnig náðist fram gott skjól og ölduhæð varð mun minni í innsta hluta innsiglingarinnar, sem er annar erfiðasti hluti leiðarinnar inn að höfn. Skjólið sem garðurinn veitir eykur því öryggi við aðkomu að hafnarsvæðunum og gerir kleift að stytta Friðarskersgarðinn án þess að hreyfing í viðlegu þar fari yfir / l skjóli fyrir viðlegukant milli Síldarbryggju og Miðbryggju. Það sem helst var fundið að þessari tillögu voru þrengsli við að sigla að og frá nýja viðlegukantinum. Einnig höfðu menn áhyggjur af því að skjólgarðurinn þrengdi að siglingu skipa inn að Ásgarði. í framhaldi af þessu voru fengnir skipstjórar togara og strandferðaskipa til að meta siglingu um höfnina. Niðurstaða þeirrar vinnu var að nauðsynlegt væri að snúa enda garðsins inn og stytta garðinn um 17-18 metra. Með snúningi garðsins var endi hans mitt á milli Miðhólma og Miðbryggju og þannig náðist stærsti mögulegi snúningsradíus. Að mati skipstjóra strandferðaskipanna er hægt að taka höfnina eftir þessa breytingu á allt að 80 m löngu skipi. þeir veita algjört skjól fyrir suðvestan vindi og öldu. Ófullnægjandi kyrrð Kannað var hvernig myndi reynast að dýpka rennu í -7,5 m með aðkomu sunnan frá, innan Skiphólma, og snúningssvæði við bryggju. Bryggja var staðsett sunnan við og utan á Síldarbryggju. Þessar tillögur uppfylltu ekki kröfur um kyrrð við kant. Prófanir á ýmsum skjólgörðum skiluðu heldur ekki árangri. Einnig voru athuguð áhrif lokunar milli garðaenda innan Miðhólma á hreyfingar togara við Ásgarð og reyndust þær minnka. Mælingar á hreyfmgum við viðlegukant austan og norðan smábátahafnar skiluðu ekki viðunandi niðurstöðum. Niðurstaöa fæst I síðasta hluta tilraunanna var leitað leiða til að auka kyrrð í norðurhluta hafnarinnar og mörk. Með þessum framkvæmdum fá stærri skip meira svigrúm við komu og brottför. Tillaga Siglingastofnunar Siglingastofnun mælir með því að megintillagan sem getið er hér að framan að viðbættum stuttum skjólgarði frá Miðhólma sé valin. Þeir þættir sem mæla með þessari tillögu eru gott skjól í viðlegu við verk- smiðju með skipshreyfingar innan marka, möguleikar á lengingu viðlegukants og betri nýtingu Miðbryggju. Enn fremur næst skýling á innri hluta innsiglingar og aukin kyrrð í norðurhöfn. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd væri um það bil 360 m.kr. Aðrar tillögur Lagt er til að endi skjólgarðs verði lýstur upp og einnig Ásgarður á móti garðenda. Til að auðvelda skipum siglingu að og frá höfninni er lagt til að sett verði upp upplýsingakerfi fyrir veður og sjólag. 5

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.