Til sjávar - 01.06.1999, Blaðsíða 5

Til sjávar - 01.06.1999, Blaðsíða 5
Öryggismál skipa I 1 1 Sjálfvirkur losunar- og sjósetningarbúnaður Fyrirtækin Varðeldur í Kópavogi og Vélaverk- stæðið Þór í Vestmanna- eyjum eru fyrstu aðilamir til að fá viðurkenningu Siglingastofnunar á sjálfvirkan losunar- og sjósetningarbúnað samkvæmt nýjum kröfum. Að baki liggja ótal tilraunir og mikið þróunarstarf. Þó svo að búnaður beggja fyrirtækjanna gegni sama hlutverki er talsverður munur á framleiðslunni. Hér á eftir er leitast við að skýra út þær reglur sem gilda um sjálfvirkan losunar- og sjósetningarbúnað gúmmíbjörgunar- báta. Einnig er gefin lýsing á Sig- mundsbúnaðinum og búnaði Varðelds ehf. á bls. 6. Umfjöllun um Olsen búnaðinn bíður betri tíma eða þar til hann hefur öðlast viðurkenningu stofnunarinnar. Tilraunir gerðar með sjósetningarbúnað Varðelds Hvaða kröfur eru gerðar um búnað? Bátar undir 15 ni • Hafi a.m.k. einn gúmmíbjörgunarbát sem rúmar alla um borð. Vera útbúinn með losunarbúnaði þannig að hægt sé að losa bátinn frá skipinu með einu handtaki á staðnum. • Hafi annað hvort losunarbúnað sem sjálfvirkt losar gúmmíbjörgunarbátinn frá skipinu fyrir áhrif sjávar eða búnað sem getur losað gúmmíbjörgunarbátinn með fjarstýringu. • Skip stærri en 12 m þurfa að hafa bæði sjálfvirkan búnað og fjarstýringu. Skip 15 m og lengri • Hafi losunarbúnað sem jafnframt er sjósetningarbúnaður sem sjósetur bátinn og sjálfvirkt ræsir uppblástur hans. • Hafi á hvorri hlið a.m.k. einn gúmmí- björgunarbát með losunar- og sjósetn- ingarbúnað og skal hvor gúmmíbjörg- unarbátur rúma a.m.k. helming skipverja. • Siglingastofnun getur heimilað að vikið sé frá staðsetningu annars bátsins og kröfu um sjósetningarbúnað í skipum 15- 24 m ef öryggi skipverja er betur tryggt á þann hátt. Skip smíðuð fyrir 1. mars 1988 • Heimilt að hafa þann sjósetningarbúnað sem er um borð og viðurkenndur var skv. eldri reglum urn losunar- og sjósetningar- búnað. • Búnaðurinn þarf hins vegar að uppfylla nýjar kröfur um fyrirkomulag og frágang um borð við fyrstu búnaðarskoðun eftir 1. janúar 2000. Leiðbeiningar Siglingastofnunar um staðsetningu og fyrirkomulag búnaðar Leiðbeiningar 1. Björgunartæki skal staðsetja sem næst vistarverum áhafnar og þar sem áhöfn er við störf. 2. Björgunarför skulu staðsett þannig að hægt sé að sjósetja þau beint frá geymslu- stað. 3. Björgunarför skulu þannig staðsett að ekki sé hætta á að þau verði fyrir skemmdum vegna venjulegrar starfsemi skipsins. Ennfremur skulu gerðar við- eigandi ráðstafanir þannig að ekki skapist hætta vegna opa sem myndast í borð- stokka og handrið vegna staðsetningar björgunarfara. 4. Hvorki stoðir, stög né aðrar hindranir skulu vera í vegi við losun og sjósetningu björgunarbáta. Skal sérstaklega hugað að því, að gúmmíbjörgunarbátur geti ekki lent undir neðri þilförum skips eða skorðast af undir handriðum eða masturs- stögum á leið sinni í sjóinn. Sjósetningarbúnaður og fylgihlutir hans skulu settir upp í samræmi við viður- kenningu búnaðarins. Sjósetningar- búnaður skal staðsettur þannig að hann sé vel aðgengilegur til þjónustu, eftirlits og viðhalds. Ekkert atriði er snýr að upp- setningu eða staðsetningu búnaðarins skal hindra þá virkni búnaðarins að hann geti sjósett gúmmíbjörgunarbátinn þó að skipið hafi allt að 10° stafnhalla á hvorn veginn og allt að 20° slagsíðu til hvorrar hliðar. Ennfremur skal vera hægt að sjó- setja gúmmíbjörunarbátinn með höndum. Ekki skal vera slysahætta af notkun búnaðarins. Búnaður sem er þannig gerður að armar falla yfir gangvegi, og sambærilegur búnaður, skal þannig fyrir komið að ekki stafi hætta af. Lágmarks- hæð frá gangvegi upp í arminn í loka- stöðu skal vera 2,2 metrar. 5

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.