Til sjávar - 01.06.1999, Blaðsíða 1

Til sjávar - 01.06.1999, Blaðsíða 1
1 Viðurkenndur búnaður Losunar- og sjósetningarbúnaður Búnaðinn um borð! - sjómenn/útgerðarmenn, gerið ráðstafanir strax 2 El Grillo bauja 3 Spjallið 4 Evrópskt GPS kerfi? 5 Kröfur um búnað 6 Sigmund og Varðeldur 6 Starfsum- hverfi til sjós Um langt árabil liefur það verið kappsmál þeirra sem vinna að öryggismálum sjómanna að íslensk skip séu búin vönduðum og öruggum losunar- og sjósetn- ingarbúnaði gúmmíbjörgunar- báta. Nú loks hillir undir það að þessi búnaður komist um borð eftir áralanga baráttu. Forsaga málsins er löng og verður ekki öll rakin í þessu fréttabréfi en mikið hefur verið rætt og ritað um málefnið á undanförnum árum. Nýjar reglur um að losunar- og sjósetningarbúnaður skuli vera um borð í skipunt eiga að taka gildi um næstu áramót eftir áralangt hlé. I dag hafa tvær gerðir sjósetn- ingarbúnaðar öðlast viðurkenn- ingu eftir að hafa farið í gegnum vfðtækt prófunarferli: Sigmund og Varðeldur. Siglingastofnun hvetur sjó- menn og útgerðarmenn til að gera ráðstafanir strax og koma búnað- inum um borð. Starfshópur skipaður Þáttaskil urðu árið 1996 þegar þáverandi samgönguráðherra, Halldór Blöndal, skipaði starfshóp um málið. Hlutverk hans var að skila álitsgerð m.a. um þær kröfur, sem gera þarf til þessa búnaðar og hvernig hægt væri að framfylgja þeim. I skýrslu starfshópsins var lagt til að nokkrum ákvæðum í þáverandi reglum, sem snúa að Tilraunir gerðar með Sigmundsbúnað losunar- og sjósetningarbúnaði, yrði breytt. Jafnframt var lagt til að viðurkenningarkröfum Sigl- ingastofnunar yrði breytt. í maí 1997 var síðan gefin út reglugerð (337/1997) í samræmi við tillögur starfshópsins. Að þessu búnu vann Siglingastofnun í samvinnu við þriggja manna undirnefnd fyrr- greinds starfshóps að skilgrein- ingu á prófunaraðferðinni. Síðar sama ár var óskað eftir því að Iðntæknistofnun Islands endurskoðaði prófunarferlið, þannig að hægt yrði að viður- kenna losunar- og sjósetningar- búnað í samræmi við nýjar reglur. Prófunaraðferð skilgreind I júlí 1998 sendi Siglingastofnun út þær prófunar- og viðurkenning- arkröfur sem stofnunin gerir til losunar- og sjósetningarbúnaðar gúmmíbjörgunarbáta íslenskra skipa. Framleiðendum var þá þegar gerð grein fyrir að þeir þyrftu að fá vottun á búnað sinn og að Iðntæknistofnun gæti annast það verkefni. Þrjú fyrirtæki í prófunarferli Þrjú íslensk fyrirtæki hafa fram til þessa tekið þátt í prófunarferlinu. Þessi fyrirtæki eru Varðeldur í Kópavogi, Vélaverkstæðið Þór (Sigmund) í Vestmannaeyjum og Olsen í Keflavík. Búnaður Varðelds og Sig- munds hefur nú þegar fengið viðurkenningu Siglingastofnunar og búist er við að Olsen búnaður- inn öðlist viðurkenningu síðar á þessu ári. Sjá nánar bls. 5 Hugarfarsbreyting sjómanna Hugarfarsbreyting sjómanna er stærsta breytingin sem orðið hefur á undanfömum áratugum í öryggismálum sjómanna, segir Sigmar Þór. bls. 3 Galileo og GPS ESB tekur ákvörðun í júní um hvort farið verði í rekstur á gervihnattakerfi I samkeppni við bandaríska GPS kerfíð. bls. 4

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.