Til sjávar - 01.09.2002, Blaðsíða 15

Til sjávar - 01.09.2002, Blaðsíða 15
Reglugerð 247/2000 n E Slysavarnir í höfnum rið hönnun og endurbætur hafnarmann- virkja skal gert ráð fyrir uppsetningu öryggisbúnaðar og að mann- virki séu almennt þannig hönnuð að þeim sem um hafnir fara sé sem minnst hætta búin. Eldri mannvirki skulu sérstaklega yfirfarin og þau færð til þess vegar sem reglur um slysavamir í höfnum nr. 247/2000 kveða á um á gildistíma hafna- áætlunar til ársins 2004. Siglingastofnun hefur gert tillögu til samgönguráðuneytisins um minni háttar breytingar á reglugerðinni þar sem tekið er mið af reynslu síðustu ára. Björgunarbúnaður Á hverju aðskildu hafnarsvæði, en þá er átt við að ijarlægð til næstu viðlegu sé meiri en 200 m mælt eftir eðlilegri gönguleið, skulu vera a.m.k. tveir bjarghringir, tveir krókstjakar a.m.k. 6 m langir og tvö björgunamet. Stjakar skulu málaðir rauðgulri (appelsínugulri) endurskinsmálningu. Björgunartæki þessi skulu geymd á greinilega merktum, aðgengilegum og upplýstum stöðum. Lýsing Á hafnarsvæðum skal lýsingu þannig háttað að vinnu- og umferðaröryggi sé í hámarki. Lýsing á virkum vinnu- svæðum, t.d. þar sem ferming og afferming fer fram, skal vera með lágmarksljósstyrk 20 lux að meðaltali. Lýsing á öðmm vinnusvæðum, t.d. gámasvæðum, skal vera með lágmarks- ljósstyrk 10 lux að meðaltali og ljósstyrkur öryggislýsingar annars staðar á hafnar- svæðinu skal vera 5 lux að meðaltali. Lýsingu skal mæla þar sem vinna fer fram í þeim fleti (lárétt eða lóðrétt) sem unnið er á. Ef einstök tilvik krefjast meiri lýsingar en fastir ljósgjafar veita má notast við tímabundna viðbótarlýsingu, t.d. frá skipum. Ljósum skal þannig fyrirkomið að lýsing trufli ekki sjófarendur. Bjölluskápur Á hverju hafharsvæði skal vera a.m.k. einn bjölluskápur tengdur lögreglu, slökkviliði eða hafnarskrifstofú eða öðmm þeim aðila sem kveðja má til ef slys ber að höndum. Við bjölluskáp skal vera blátt leiðbein- ingarljós og merking líkt og á brunaboða. Bryggjukantar Á hafnarsvæðum þar sem akfært er að sjó og fyrir verða bryggjur þar sem dýpi verður meira en 1,5 m á flóði eða brattir kantar skulu gerðir minnst 20 cm háir kantbitar svo öflugir að þeir láti ekki undan ákeyrslu. Bryggjukantamir skulu málaðir í áberandi ljósgulum (sítrónu- gulum) lit. Merkingar Allur öryggisbúnaður hafna skal merktur á samræmdan hátt. Þannig skulu bryggju- kantar vera málaðir í ljósgulum lit (sítrónugulum) og stigar í rauðgulum lit (appelsínugulum). Hindranir skulu málaðar með svörtum og gulum röndum. Málningin skal vera endurskinsmálning. Endurskinsmerki, sem sett eru upp til frekara öryggis, beri sama lit. Kranar Löndunarkranar og hafnakranar skulu vera skráðir lögum samkvæmt og skal um búnað þeirra og notkun fara eftir fyrir- mælum Vinnueftirlits ríkisins. Umferð Umferð um hafnarsvæði skal skipulögð þannig að sem minnst slysahætta stafi af henni fýrir þá sem þar vinna. Ökuleiðir skulu vera nægjanlega breiðar og greið- færar og gönguleiðir yfir þær greinilega merktar. Við op og gryfjur sem eru dýpri en 50 cm skal vera 100 cm hátt handrið með hnélista í 50 cm hæð. Vörur skal ekki geyma á hafnarbakka nær brún sjávarmegin en 2 m. Stigar Bryggjur skulu búnar vel færum stigum. Þeir skulu ná 1,5 m niður fyrir stór- straumsfjöruborð, vera með auðveldri uppgöngu yfir bryggjukant og málaðir með rauðgulri endurskinsmálningu. Ljós skal vera efst í hverjum stiga nema á flotbryggjum. Til viðmiðunar er sett sú vísiregla að hámarksbil milli stiga á nýjum bryggjum sé 15 m. Stiga skal staðsetja eins og heppilegast er talið með tilliti til öryggis. Fiotbryggjur Á flotbryggjum skulu stigamir ná 1,0 m niður fyrir sjávarborð. Einn stigi skal vera á viðlegubás en bil milli stiga þó ekki yfir 8 m. Ekki er krafa um ljós í stigum á flot- bryggjum. Hafnarstjórn Hafharstjóm ber skylda til að sjá um að starfsmenn hennar hafi hlotið lágmarks- þjálfun í notkun þeirra björgunar- og öryggistækja sem em á hafnarsvæðinu. Eftirlit og úttekt Hafnarstjóm skal skipuleggja innra eftirlit með öllum þáttum reglugerðar nr. 247/2000. Tíðni innra eftirlits skal vera nægilegt miðað við aðstæður og skipulagt í samráði við Siglingastofnun Islands. Starfsmenn Siglingastofnunar skulu sannreyna virkni innra eftirlits hverrar hafnar einu sinni á ári eða oftar ef þörf þykir. 15

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.