Til sjávar - 01.09.2002, Blaðsíða 16

Til sjávar - 01.09.2002, Blaðsíða 16
Vitar á íslandi fæst í mörgum bóka- verslunum. Auk þess er hægt að panta bókina hjá útgefanda og fá hana senda í pósti, síminn er 560 0000. Verð kr. 7.650 með vsk. Útgáfa og dreifing: SIGLINGASTOFNUN Vesturvör 2, 200 Kópavogi, sími 560 0000 Vitar á fslandi Þann 1. desember 1878 var íslenska skammdegismyrkrið í fyrsta sinn rofið af vitaljósi þegar tekinn var í notkun landsins fyrsti viti á Valahnúk á Reykjanesi. Vitalýsing var forsenda þess að hægt væri að halda uppi siglingum til (slands að vetrarlagi og um langt skeið voru vitarnir meðal mikilvægustu leiðsögutækja sjófarenda. Bókin Vitar á íslandi er menningarsögulegt rit um sögu og þróun vitamála á íslandi og í henni er að finna fjölda mynda og teikninga auk umfjöllunar um alla íslenska vita. Allt frá því fyrsta íslenska vitaljósið var tendrað hafa Ijós vitanna klofið nætursortann og vitageislar vísað sjófarendum örugga leið. Ljós vitanna hafa mörgu sjómannslífi borgið og bygging og reksturvita og annarra leiðsögumannvirkja hefureflt öryggi sjófarenda meira en flest annað. íslandi er saga íslensku vitaþjónustunnar rakin frá upphafi, fjallað um vitaskipin og þátt vitavarðanna, breytileg vitatækni er skýrð og skilgreind og hér er fjallað um byggingarlist íslenskra vita og tengsl byggingarstíls þeirra við strauma og stefnur í byggingarlist á hverjum tíma.

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.