Til sjávar - 01.09.2002, Blaðsíða 1

Til sjávar - 01.09.2002, Blaðsíða 1
3.-4. tbl. 6 árg. september 2002 Fréttabréf S i g I i n g a s tof n u n a r 1 Öryggisvika sjómanna Alþjóðasiglingadagurinn á ísland Öryggisvika sjómanna 3-4 Æfingar um borð í skipum Dagana 26. september til 3. októ- ber 2002 verður haldin öryggis- vika sjómanna í tengslum við ár- legan alþjóðasiglingadag Alþjóða- siglingamálastofnunarinnar, ÍMO. 5-6 Áætlun um æfingar 7-8 Eldvarnir í skipum Að undirbúningi öryggis- vikunnar standa sam- gönguráðuneyti, Siglinga- stofnun Islands, Slysavarnaskóli sjómanna, Landhelgisgæsla Islands, Samband íslenskra kaup- skipaútgerða, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Lands- samband smábátaeiganda, Farmanna- og fiskimannasamband Islands, Vélstjórafélag Islands, Sjómannasamband Islands og Reykjavíkurhöfn. Æfingar og slysavarnir I öryggisvikunni verður megin- áherslan lögð á æfingar og slysavarnir um borð í skipum. Öryggisdagur sjómanna verður haldinn laugardaginn 28. sept- ember og verður þá ýmislegt um að vera við Reykjavíkurhöíh. Þriðjudaginn 1. októberkl. 13:00 verða haldnar æfingar um borð i öllum íslenskum skipum. Starfs- menn Slysavamaskóla sjómanna munu leiðbeina um æfingar í öryggisvikunni. Búið er að útbúa gátlista íýrir áhafnir skipa um æfingar og er honum dreift með fréttabréfinu, sjá bls. 5 til 6. Ráðstefna Vikunni lýkur svo með ráðstefnu, sem haldinn verður fimmtudaginn 3. október, um aukið öryggi sjófarenda. Til ráðstefnunnar er boðið þeim aðilum sem að öryggismálum sjómanna koma á einn eða annan hátt. A dagskránni verða Ijöhnörg erindi um öryggismál sjómanna. Siglingastofnun Islands vill hvetja sjómenn, útgerðarmenn og alla þá sem láta sig varða öryggis- mál sjófarenda til að taka virkan þátt í dagskrá vikunnar, en hún verður nánar auglýst á heimasíðu Siglingastoftiunar. 9-10 Fallhætta í skipum 11-12 Nýliða- fræðsla 13-14 Öryggi við hífingar Úr bæklingunum Nýliðafræðsla og Æfingar um borð í skipum. 15 Sjómenn! Munið æfinguna 1. október kl. 13:00! Slysavarnir í höfnum Blaðið er að þessu sinni helgað öryggismálum öryggismál sem gefnir eru út í tengslum við lang- sjófarenda. Með blaðinu fylgja fræðslubæklingar um tímaáætlun í öryggsmálum sjófarenda 2001-2003.

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.