Neytendablaðið

Tölublað

Neytendablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 2
2 — NEYTENDABLAÐIÐ Cræðamat nema mannlegt, að menn taki hið útlenda fram yfir hið heima- tilbúna, — það er alltaf einhver ljómi yfir því, sem komið er langt að. Við nánari kynni hverf- ur þá slíkur ljómi oftast, og gæðamat ætli að minnsta kosti að geta forðað alvarlegum von- brigðum. Sé samanburðurinn við hina erlendu vöru óhagstæður hinni íslenzku, gæti gæðamats- stofnunin gefið mikilvægar leið- beiningar um endurbætur, — sem síðan yrði skilyrði fyrir viður- kenningu hennar. Vísir til innlends gceðamats. munasjónamiði neytendans, og ef til vill væri hægt að ná ennþá skjótari og engu veigaminni ár- angri með því að endurskoða þá þjónustu, sem okkur er seld, en með því að rannsaka vörurnar. Við krefjumst þess, að vörurnar. komi að fullum eða tilætluðum notum fyrir kaupandann, og hið sama hlýtur að gilda uin þjón- ustuna. Þjónustan er fyrir neyt- andann. í hverju vöruverði er innifal- in meiri og minni greiðsla fyr- ir þjónustu, m. a. fyrir dreif- ingu hennar og afgreiðslu. Sem dæmi um þjónustu frá ein- stökum aðiljum mætti nefna fataþvott og hreinsun. Auk vandamálsins um afgreiðslutím- ann, sem er hið sama og hvað verzlanir snertir og hliðstæðar stofnanir, er ljóst, að neytendur þyrftu að hafa hönd í bagga, þegar samdar eru reglur um á- byrgð í þessum efnum. Það er beinlínis furðulegt, að sú regla skuli geta gilt nokkurs staðar, að meðferð manna á hlutum annara sé á ábyrgð eigandans. Það er ekki verið að lilífa taugum neyt- endans. Þessi regla gildir ótrú- lega víða hjá okkur, og liún er a.m.k. ekki til að tryggja beztu meðferð. Munu þeir vera fáir, sem ekki hafa einhverja sorgar- sögu að segja af eigin reynslu í þessum efnum. Sumir liafa skað- azt um hundruði króna í eitt og sama skiptið. mjög stór. Er enginn vafi á því, að það fé bæri ríkulegan ávöxt. Þá þyrftu NeytendasamtÖkin og að sjálfsögðu að eiga fulltrúa í stjórn sjálfstæðrar gæðamats- stofnunar. Munu þau leggja mjög ríka áherzlu á, að þessum mál- um verði þannig skipað, að neyt- endur megi vel við una. En við kaupum fleira en vörur - einnig margs konar þjónustu. Hagsmunir neytenda eru engan veginn bundnir við gæði þeirra vara, sem þeir kaupa, heldur engu síður við þá þjónustu, sem þeir greiða fullu verði. Við kaupum vörur og þjónustu, hvort tveggja fyllir þarfir okkar, og á því er enginn eðlismunur. Lítum snöggvast á þjónustuna frá hags- „Þetta er ekki tilbúið, þér verðið að koma seinna." valdið fjárhagslegu tjóni og allt- af óþægindum og aukafyrirhöfn neytandans. Og sums staðar er kæruleysið og tillitsleysið svo mikið, að venjulegum mannasið- um í samtölum ókunnugra er meira og minna sleppt. En það Það hafa margir sagt og munu segja, að gæðamat sé tvíeggjað vopn í höndum neytenda og auk þess illframkvæmanlegt. En helztu rökin fyrir gæðamati eru þessi: Sökum fjölbreytni þeirra vara, sem nú á dögum eru á boð- stólunum, hinnar flóknu sam- setningar þeirra og lokuöu. um- buSa, er sérþekking óhjákvœmi- leg til uö geta valifi sem réttasl. Þar af leiSandi er gœSamat nauS- synlegt til lei'ðbeiningar fyrir þá, sem skortir sérþekkingu, það er allan almenning, og raunar fyr- ir alla neytendur, því að menn hafa ekki sérþekkingu. nema á takmörkuðu sviði. Það sýnir vel, bvað sú regla er skammgóð, að neytendur eigi að þreifa sig áfram og læra af reynslunni, að jafnvel þótt þeir kynntust hlut og hétu, að kaupa hann aldrei aftur, er alls ekki þar með sagt, að þeir geri það ekki óafvitandi. Sami hlutur, lít- ið eða ekkert breyttur, getur birzt aftur á markaðnum, undir nýju nafni, nýju merki og í nýj- um umbúðum. Það er ekkert leyndarmál, að mörg fvrirtæki hafa fjölda vörumerkja og verða á svo til sömu vörunni. Verð- munurinn liggur stundum ein- ungis í vörumerkinu. Þarna höf- um við fyrir framan okkur marga hluti, mismunandi merki, og um- búðir og verð og fyrirtæki. Við erum neytendurnir, sem eigum að velja og hafna, og vandinn er ekki lítill. En ef við vissum, að það er nákvæmlega hið sama í öllum pökkunum, og að sami maðurinn eða mennirnir eigi öll fyrirtækin og öll merkin, þetta sé allt upp úr sömu tunnunni, fvnd- ist okkur þá ekki, að það væri verið að leika sér að okkur? Vör- urnar verða æ leyndardómsfyllri, eftir því sem tæknin eykst. Því meiri sem hún verður, þeim mun meiri þörf er neytandanum á leið- beiningum, á gæðamati. Meðan ekkert gæðamat er til, er neytandinn leiksoppur þeirra, sem vilja leika sér að honum. Það er svo auðvelt að leika á ein- feldning, en það er ójafn leikur, það er illa gert. Þess vegna geta margir ekki fengið sig til þess nema þeir þekki ekki þann, sem þeir leika á. Neytandinn er ein- feldningur gagnvart framleið- andanum, hann er einfeldningur í búðinni. Hann veit sveimér ekki, hvort hann á að hrökkva eða stökkva. Hann heyrir hvísl- að: „Hoppaðu bara, það er allt í Iagi.“ Og hann hoppar! En það var ekkert allt í lagi. Fyrr eða síðar verður að taka upp gæðamat, og því fyrr því betra, svo að við getum notið þeirra beinu kjarabóta og þess aukna öryggis í daglegum við- skiptum, sem það skapar okkur. Það þarf enginn að hafa áhyggj- ur af því, að þeir hlutir verði metnir, sem ekki er hægt að meta hlutlaust. Það eru svo óteljandi margar vörur á markaðnum, sem hægt er að rannsaka vísindalega og meta eftir notkunaigildi þeirra, að það ætti ekki að vera nein hætta á því, að slík stofnun, sem þyrfti að setja á fót í þessum tilgangi, teygði starfsemi sír,a út fyrir svið hins framkvæmanlega. ÞaS má fœra rök að því, uð gœðamat sé brýnni þjóðhagsleg nauðsyn fyrir lund okkar, en flest önnur. Við gœðametum allt, sem við flytjum út, en ekkert af því, sem við fáum í slaðinn. En ef við fengjum betri vörur, jafngilti það hærra verði á úlflutningi okkar. Sumir segja, að við höfum ekki efni á gæðamati, en hitt er sönnu nær, að við höfum ekki efni á að vcra án þess. Ennþá flvtjum við inn í landið gífurlega mikið af fullunnum iðnaðarvörum. Ef við fáum útlenda menn til að vinna fyrir okkur erlendis, þá ætti það að vera sjálfsögð krafa landsmanna, að það yrði tryggt að eins miklu leyti og nokkur föng eru á, að ekki sé keypt fyr- ir dýrmætan erlendan gjaldeyri annað en fyrsta flokks vinna og efni. Innflytjendurnir fara eðli- lega eftir sölumöguleikunum á markaðnum hérlendis, og oft geta }>eir ekki . þekkl til hlítar þær vörur, ,sem þeir kaupa, þótt þeir velji þær persónulega. I því efni eru þeir oft ekkert betur settir en hinir íslenzku kaupendur, ]>egar varan skartar hér á markaðnum, — falleg og lokkandi, livað sem nytseminni síðan líður. íslenzk gæðamatstofnun a*lti að sjálfsögðu að hafa náið samband við hliðstæðar stofnanir erlendis. Það myndi stórum auðvelda henni starfið að geta bvggt á þeirri reynslu, sem þegar er feng- in, enda eru margar vörur, sem hér eru á boðstólum, einmitt frá löndum, þar sem gæðamatsstofn- anir eru starfandi. Það væri að minnsta kosti rétt að girða fyrir það, að þær vörur, sem vegna gæðamatsins verða óseljanlegar Mjólkurverkfallið 1935. Sem dæmi vil ég nefna þá einstæða ósvinnu, er okkur Reyk- vískum húsmæðrum var sýnd 1935, er hin nýju mjólkurlög- gjöf var þvinguð inn á okkur með öllum sínum göllum og kostum eflaust líka. Þrjú til fjögur þúsund húsmæður, sendu undirrituð mótmæli til Alþingis og gerðu verkfall í 6—7 daga í mótmælaskyni, við að tekin var af þeim barnamjólkin, sem fyrir baráltu mæðra, lækna og ýmsra sérfróðra manna, var með ærnum tilkostnaði komin á markaðinn og fékkst við gott verð, og send inn á þau heimili, er þess óskuðu. Þessi mjólk var af öllum talin afburðagóð og stórl framfara- og menningarsjior fyrir vöxt og við- gang hvítvoðungsins. Húsmæð- urnar fengu dóm fyrir að sýna einbeittan vilja og neita mjólk- urkaupum, og neitunarvald neytendanna var gjört að póli- tísku bitbeini milli stjórnmála- flokkanna. Dómur var svo kveð- inn upp yfir húsmæðrum, og þrjár konur látnar sæta fimm ára skilyrðisbundnum dómi. Ég held því, að hvergi á Norður- á heimsmarkaðnum, leiti ekki hingað fyrir svokallað hagstætt verð. Það er auðskilið mál, að gæðamat myndi fljótt borga sig, ef það gæti gefið mikilsverðar leiðbeiningar varðandi ráðstöfun gjaldeyristekna jijóðarinnar. Þá myndi gæðamat einnig geta kom- ið að góðu haldi við að skera úr um gæði sambærilegrar innlendr- ar og erlendrar vöru. Það er ekki Ákveðið hefur verið að koma á fót Iðnaðarmálastofnun hér- lendis, og tekur hún til starfa 1. ágúst n.k., eins og nýlega hefur verið skýrt frá í blöðum. Hlut- verk hennar á að vera þríþætt, og er það talið annað í röðinni, að hún eigi að vera bækistöð fyr- ir gæðamat iðnaðarvara. Veitti alþingi 200 000 kr. til starfrækslu stofnunarinnar. Neytendasamtökin fagna því, að þessi stofnun muni senn taka til starfa, og þau muríu styðja liana eftir mætti og stuðla að því, að lienni verði veitt viðun- andi starfsskilyrði og lil hennar veitt nægilegt fé til þess, að hún geti gegnt hlutverki sínu sem bezt. Sérstaklega munu þau fylgjast með gæðamati stofnun- arinnar, því sem snýr beint að neytendum, en augljóst er, að gæðamatsstofnunin ætti að verða algerlega sjálfstæð stofnun, jafn- mikilvægu hlutverki og hún hef- ur að gegna. Verður því að skoða þessa ráðstöfun sem vísi til henn- ar, enda þyrfti miklu rneira en 200 000 kr. til Iðnaðarmálastofn- unarinnar, þótt hún ætti ein- göngu að liafa á hendi gæðamat, hvað þá þríþætt hlutverk og öll löndunum væri hægt að bjóða neytendum slíka málaafgreiðslu, eins og oft liefur verið og er gjört á okkar litla, kæra, Islandi. Þjóðfélaginu væri því án efa mikill hagur í þvi, að neytendur með samtökum sínum gætu girt fyrir, að ósóminn endurtaki sig. Oft minnist ég, að húsmæður hafa átalið ýmsar vörur, er boðnar hafa verið og talið þær lítt sölu- liæfar. Lausnin hefur venjulega verið góð orð, en varan seld á- fram þeim, er ininni þekkingu hafa haft á gæðamati. Það er því einmitt þetta fólk, er þjóðfélagið í tvöfaldri mcrkingu þarf að leggja fram þjónustu við. Hvað er hægt að spara þessu fólki, ef hægt er að tryggja, að fyllsta tillit sé tekið til neytenda almennt, þegar settar eru reglur eða teknar ákvarðanir, sem snerta daglegt líf og afkomu heildar- innar. Að öryggi neytendaonna í viðskijitum sé hvarvetna tryggt eftir mætti með leiðbeiningum, upplýsingum og ódýrri réttar- þjónustu. Ef rétt er að farið með stofnun neytendasamtaka, tel ég, að ekki einungis Reykjavík heldur öl 1 Þá virðist það einnig svo, sem það sé einkamál þess, sem tekur að sér verk, hvort hann heldur loforð sitt um að liafa hlutinn tilbúinn á settum tíma eða ekki. Þó geta slík svik, — sem jafn- gilda hreinum vörusvikum, — þjóðin í heild megi fagna þeim framkvæmdum. Neytendaráð danskra húsmœðra. 1946 og 1950 heimsótti ég í Danmörku Neytendaráð danskra húsmæðra, en að stofnun þess stóðu öll húsmæðrafélög og kven- félagasambönd Danmerkur. Ég ræddi við formann ráðsins Kar- en Braae, og taldi hún, að skiln- ingur danska ríkisins færi ört vaxandi, og þeir ráðherrar, er með Neytendaráðið færu, teldu reynsluna sýna, að peningar, er lagðir væru árlega til húsmæðra- samlakanna í landinu, liafi þegar borið ríkulegan ávöxt. Danska Neytendaráðið hefur á að ski|>a fræguni vísindamönn- um, konum og körlum, læknum, húsmæðrakennurum, húsmæðrum og margskonar félagsfróðu fólki. í gegnum stofnunina fer flest nú orðið, smátt og stórt, sem kemur á markaðinn, allt frá teskeiðum upp í þvottavélar, og er hver hlutur reyndur og ga:ðametinn, og sagt t.d. um, ef eitthvað þyk- ir betur henta til hægðarauka kaujiendunum eða sé hejipilegri fyrir framleiðendur. Námskeið fyrir húsmæður eru haldin á allskonar matarræði. vöruvöndun og hagkvæmum inn- kaujium á mat og efnum til fata, að ógleymdu lagi og lögup til- búins fatnaðar á hörn ogr full- orðna. Ótal margt fleira hefur danska Neytendaráðið lagt á gjörva hönd sem ekki er tími til að lelja, en þetta, sem stiklað hefur verið á, snýr allt að húsmæðrunuin og heimilunum, enda vitum við að flestir peningar fara í gegnum hendur húsmæðranna, og hvaða fjármálaráðherra getur betur bú- ið í haginn fyrir trygga afkomu þjóðarheildarinnar, en vel upp- lýstar mæður, er með elju, dugn- aði og þekkingu ávaxta dyggi- lega sitt pund. Neytendasamtök rekin á þjóðfélagslega réttum grundvelli hljóta því alltaf að vera stór trygging í rétta átt og eiga tvímælalaust trygga og bjarta framtíð. Ég vil því vona, að með mætti félagssamtaka og þroska ein- staklingsins megi neytendasam- tökum auðnast að vinna að al- mennings heill og tryggari og betri" lífsafkomu ekki eiiiungis Reykvíkinga, heldur og allra landsins barna, því þá er hinu rétta maiki nað. Jónínn Guðmundsd. AÐSTAÐA HUSMÆÐRANNA Framh. af 1 .síðu.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1953)
https://timarit.is/issue/357099

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1953)

Aðgerðir: