Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 12
DVD-geisladiskaspilarar skýrir? Kvartað var undan lélegum og villandi leið- beiningabæklingum frá Pioneer og Philips. • Macrovision-afritunarlás getur haft truflandi áhrif á suma skjávarpa. Peninganna virði? Margir spilaranna fengu ekki nema meðaleinkunn eða það- an af lægri fyrir þægindi í notkun. Þeir tveir sem fengu hæstu einkunnir hjá test (frá Denon og Sony) eru í dýrari kantinum. Eftirgreindir eigin- leikar geta komið sér vel fyrir suma en gera spilarann óþarf- lega dýrari fyrir aðra sem nota þá aldrei: • Hægspilun afturábak (oft er ekki hægt að spila CD- mynddiska afturábak). • Juðari (jog-shuttle) fyrir ná- kvæmari hrað- eða hæg- spólun í mynd eða ramma fyrir ramma. • Margir hraðar á spilun í mynd, geta verið frá 1-5. • Odýrara er að hafa eitt scart- tengi en tvö gefa meiri gæði og möguleika. • Ódýrara er að hafa faststillt hljóðtengi út (Line-Out) en stillanlegt gefur fleiri möguleika. • Heymartól fylgja þremur spilaranna í gæðakönnun- um. Þau er óþarfi fyrir flesta og mörgum þykir óþægilegt að nota þau lengi í senn. • 96 kflóriða hljóð (96Khz Audio) er nýjasta endurbót- in á hljómflutningi DVD- spilara. Venjulegur CD- geisladiskur skilar 48 kflóriðum og sama tíðni var í upphafi notuð á DVD- diskum en núna er sem sé hægt að tvöfalda upplýs- ingamagnið og það með skýrleikann en það kostar sitt. • CBR-lesarar fyrir MPEG2 eru með fasta bitatíðni (constant bit rate). Mynd- skeið með miklum hraða eða myndbreytingum verða mun stöðugri og öruggari með VBR, breytilegri bita- tíðni (variable bit rate) en þetta er dýrara. 12 Panasonic DVD-A 160E • Misjafnt er hve miklar upp- lýsingar birtast á skjá á spil- aranum. Þeir dýrari geta sýnt heildarspilunartíma disks, fjölda efnisþátta á honum, heiti eða númer efnisþáttar eða lags og hve lengi hefur verið spilað í klst., mín. og sek. Fyrir marga notendur skiptir þetta litlu eða engu máli. • Notandinn getur oft ráðið því hvemig hann vill horfa á hvaða bíómynd, hvaða neðanmálstexta hann vill, hvaða myndhlutfall o.s.frv. í stað þess að að þurfa að stilla þetta hverju sinni hafa sumir mikið minni og geta geymt val (preferences) notandans á stillingum á allt að 30 diskum, mynd- hlutfall, hljómflutningsað- ferð, stillingar o.s.frv. Siðgæðiseftirlit A mörgum spilurum er mögu- leiki á „foreldrastjórn" (par- ental controls) sem stillir tæk- ið sjálfkrafa eftir kóðum á DVD-diskum sem breyta út- gáfum myndefnis. Á DVD- diskum frá Bandaríkjunum getur verið um að velja þá sex flokka sem bíómyndum er raðað í (G, PG, PG-13, R, NC-17 og X, - þar sem G er „fyrir alla aldurshópa" og X ,,varhugaverðast“). Aðrir still- ingamöguleikar kunna að vera á diskum eftir uppruna- löndum. Unnt er að kóða DVD- diska þannig að ekki sé hægt að nota þá nema í spilurum með foreldrastjórn. Suma spilara má stilla þannig að þeir spili aðeins myndir sem leyfðar eru öllum aldurshóp- um. Þetta geta þeir ekki • Venjulegir DVD-spilarar geta ekki notað DVD- tölvudiska með upplýs- ingagögnum. Til þess þarf DVD-tölvudrif. • Þeir geta heldur ekki notað DVD-hljómdiska sem nú eru að koma á markaðinn. Til þess þarf sérstaka DVD-hljómdiskaspilara. Nýjar kynslóðir DVD-spil- ara munu þó geta spilað bæði mynd- og hljóm- diska. • Enginn DVD-spilaranna í könnun test jafnaðist á við góðan CD-spilara hvað stýringar og fjölhæfni í tónlistarspilun varðar, það vantaði styrkmæla, blönd- un tóna, upplýsingar á skjá o.fl. Sumir DVD-spilarar eru líka áberandi seinni á sér þegar ýtt er á stýri- hnappa. • DVD-spilarar geta oft ekki spilað diska ef þeir eru að- eins lítils háttar skemmdir eða gallaðir. CD-spilarar eru ekki eins viðkvæmir gagnvart slíku. • Ekki er hægt að spila DVD-diska í CD-spilurum. Tengingar DVD-spilara á helst að tengja með scart-tengi við sjón- varpstæki en slflcan búnað hafa nú nær öll nýleg tæki. Eigi að tengja víðómahá- talara við spilarana er yfirleitt skynsamlegast og stundum nauðsynlegt að nota magnara í stað þess að tengja þá beint. Annars verður bakgrunns- hljóð of mikið og hæstu tónar heyrast ekki. Úttökin (line- out) reyndust í könnuninni í mörgum tilvikum ekki full- nægjandi, t.d. í spilurunum frá Denon, Panasonic, Pion- eer og Sony (525). DVD-spilarar geta verið með mun fleiri mynd- og hljóðtengi en dýr hágæða- myndbandstæki. Væntanlegur kaupandi þarf að gera upp við sig hvort honum hentar að greiða hærra verð vegna þeirra. Bæði á spilurum og diskum eru upplýsingar um hvaða hljómtæknistaðal þeir bjóða upp á. Odýrast: Notandi sem tengir DVD-spilara beint við sjónvarpstæki og notar hátal- ara þess þarf engin aukatengi og getur látið sér ódýrarasta spilarann nægja. Milliverð: Meiri hljóm- gæði fást með því að tengja DVD-spilara við magnara og hljómtækjasamstæðu. Magn- arinn þarf þá að geta lesið merki fyrir Dolby Digital (DD5.1, AC-3), MPEG 2 og jafnvel DTS, fyrir sex hátal- ara Dýrast: Besta hljóðið fæst ef í spilaranum er DTS-lesari (DTS-decoderr). Hvað um CD-diska? DVD-spilarar leika líka hljóð og myndir af venjulegum CD- geisladiskum (sem nú eru út- breiddastir fyrir tónlist). Allir spilaramir í könnun test skil- uðu tónlist af slíkum diskum með ágætum. CD-diskar geta rúmað 15-30 mínútur af kvik- myndaefni. CD-afrit sem neytendur búa til (brenna) sjálfír valda hins vegar vandamálum. Til að lesa CD-R-afritsdiska NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 2000

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.