Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.2000, Page 2

Neytendablaðið - 01.02.2000, Page 2
Leiðari Lög um innheimtustarfsemi sem fyrst Fyrir nokkrum árum fengu Neytendasamtökin til um- sagnar erindi frá Samkeppn- isstofnun. Þar var spurt um álit Neytendasamtakanna á því hvort banna ætti Lög- mannafélagi íslands aö gefa út leiðbeinandi veröskrá um útselda þjónustu lögmanna. Ástæöan fyrir þessu var sú aö verðlagning á þjónustu lögmanna var frjáls og því þótti óeðlilegt aö þeir notuöu sameiginlega veröskrá, enda eru slíkar veröskrár aö mati margra til þess fallnar aö halda verðlagi uppi og hindra samkeppni. í umsögn sinni féllust Neytendasamtökin á aö eðli- legt væri aö banna útgáfu leiðbeinandi veröskrár, og tóku undir þaö sjónarmiö aö eðlilegt væri aö lögmenn kepptu sín á milli í veröi. Þó var á þaö bent aö um inn- heimtustarfsemi þyrftu aö gilda sérstakar reglur. Ástæöan er ofur einföld: Þaö er ekki skuldarans aö velja hver innheimtir skuld sem hann hefur ekki staðið í skil- um meö, þaö gerir eigandi skuldarviöurkenningarinnar. Neytendasamtökin töldu í svari sínu nauðsynlegt aö setja lög um innheimtustarf- semi þar sem meöal annars væru ákvæöi um hámark á þá þóknun sem innheimtu- aðilar mega taka. Nú hefur viðskiptaráð- herra í þrígang lagt fram á al- þingi stjórnarfrumvarp um innheimtustarfsemi. Frum- varpiö hefur þó ekki enn ver- iö afgreitt og því miður hefur viðskiptaráðherra ekki lagt þetta frumvarp fram á yfir- standandi þingi. Neytenda- samtökin telja meö öllu óá- sættanlegt aö slíkt frumvarp skuli ekki lagt fram og af- greitt. Meö frumvarpinu er einungis veriö aö reyna aö tryggja rétt lítilmagnans í ís- lensku þjóöfélagi. Meö því aö afgreiða ekki frumvarp um slíkt réttlætismál sem er hér til umræöu eru alþingis- menn aö láta innheimtuaðila vita aö þeir geti gert eins og þeim sýnist. Þingmenn eru einfald- lega aö veita inn- heimtu- mönnunum veiðileyfi á þá einstak- linga sem oftar en ekki mega sín minnst. Neytendasamtökin hafa ítrekaö bent á aö í flestum nágrannalanda okkar, þar á meöal alstaðar annarstaöar á Noröurlöndum, hefur lög- gjafarvaldið taliö eöilegt aö setja skýrar reglur um inn- heimtustarfsemi og jafnframt sett þak á innheimtuþóknun. Viö búum aö mörgu leyti viö svipaöa löggjöf og frændur okkar Danir og þar er aö sjálfsögöu búiö aö setja slík lög. Auk þess aö setja þak á þóknunina eru slík lög nauö- synleg til aö ákvaröa ákveönar reglur um þaö ferli sem fer í gang þegar skuld- ari getur ekki staöiö viö skuldbindingar sínar. Þetta er eölilegt, enda er oft mikið í húfi fyrir skuldarann, jafnvel íbúö hans aö veði. Því þarf löggjafinn aö veita inn- heimtuaöilum nauðsynlegt aöhald meö því aö setja ákveðnar reglur sem þeir veröa aö fara eftir. Neyt- endasamtökin telja þaö meö öllu ótækt aö innheimtulög- menn geti staðið í vegi fyrir því aö sett séu lög um þetta efni. Oft hefur veriö bent á aö þrýstihópar hafi talsvert aö segja þegar veriö er aö ganga frá ýmsum reglum. Neytendur eru dreiföur hópur og því auðveldara fyrir þing- menn aö hunsa réttlætismál þeirra. Því verður þó ekki trú- aö aö óreyndu aö fámennur þrýstihópur innheimtulög- manna geti hindraö aö frum- varp til laga um innheimtu- starfsemi veröi aö lögum. Neytendasamtökin hvetja hinn nýja viðskiptaráðherra, Valgeröi Sverrisdóttur, til aö leggja þetta frumvarp fram sem allra fyrst. Jafnframt þarf aö tryggja aö alþingi afgreiöi frumvarpiö á sem skemmst- um tíma. Ef viðskiptaráð- herra treystir sér ekki til aö tryggja framgang þessa máls ber honum sem æösta manni samkeppnismála aö sjá til þess aö samkeppnisyf- irvöld setji reglur þar sem ákveöiö þak er sett á inn- heimtuþóknun. Allt annaö er óásættanlegt og til vansa, bæöi fyrir löggjafar- og fram- kvæmdavaldiö. Jóhannes Gunnarsson Efnisyfirlit Frá kvörtunar- þjónustunni 3 í stuttu máli 5 Verð - gæði: Mikill hljómur í litlu samstæðunum 9 DVD - mynd- geislaspilar 10 Litlar myndavélar með fastri linsu 18 Höfundaréttur og hugbúnaður 15 Umhverfismálin: Svanurinn óþekktur á íslandi 16 Rætt við umhverfis- ráðherra um kynningu á svaninum 16 Mikill verðmunur á filmum og framköllun 22 Neytendasamtökin skipta um aðsetur 24 Tímarit Neytendasamtakanna, Síðumúla 13,108 Reykjavík, s. 545 1200. Netfang: ns@ns.is Veffang: http://www.ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson. Umbrot: Blaðasmiðjan. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Pökkun: Bjarkarás. Upplag: 20.000. Blaðiö er sent öllum félags- mönnum í Neytendasamtökunum. Ársáskrift kostar 2.800 krónur og gerist viðkomandi þá um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að vitna í Neytendablaðiö í öðrum fjölmiölum sé heimildar getið, óheimilt er þó aö birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og viö sölu, nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Neytendablaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. 2 NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 2000

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.