Foringinn - 01.11.1964, Blaðsíða 4

Foringinn - 01.11.1964, Blaðsíða 4
Góðverkanna götótt flík Erfiðleikar Bólu-Hjálmars byrjuðu snemma, eins og sjá má af kvæði hans um hans fyrstu ferð: Lét mig hanga Hallands-Manga herðadrangann viður sinn. Fold réð banga fiegðan langa fram á stranga húsganginn. Og allt sitt líf átti hann við erfiðleika að etja, suma sjálfskaparvíti og aðra af öðrum toga spunna. En Bólu-Hjálmar, þessi hrjúfa og skap- stóra persóna, var þó undir niðri mjög tilfinninganæmur og oft glöggur á eigin ágalla, eins og glöggt kemur fram í hinu þekkta kvæði hans, Sálarskipið. En allt til síðustu stundar, er honum var „orðið stirt um stef og stílvopn laust í höndum" sveipaði hann um sig skikkju harð- neskjunnar og notaði ,^stílvopnið“ til að ýta frá sér og endurgjalda það, sem honum fannst að gert hefði verið á hlut sinn. En þó kom fyrir að viðkvæmnin náði yfirhöndinni, eins og sjá má í eftirfarandi vísu: Víða til bess vott ég fann, þótt venjist tíðar hinu, að guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. Gimsteinar eru fágætir, sem aðrir eðalsteinar, en þó að lýsingar Bólu-Hjálmars séu oft öfgakenndar, þá hitta þær yfirleitt í mark. En það er einmitt aðalmarkmið skátahreyfingarinnar að reyna að slípa og fága efniviðinn, sem unnið er úr, þannig að hann geisli sem „eðal- steinar". En okkur skátaforingjum er ef til vill hollt að íhuga, hvort við höfum ætíð í huga þann rauða þráð, sem á að vera ívafið í öllu okkar starfi, þ.e.a.s. hjálpsemina og viljarm til að hjálpa til í smáu og stóru, eftir því sem við höfum aðstöðu til. Nálega hvar sem gripið er niður í eitthvað, sem Baden Powell hefur skrifað, þá minnir hann okkur á, hvaða kröfur hann gerir til skátanna í þessum efnum, og í síðasta bréfi hans kemur greinilega fram, hver launin verða, ef kröfurnar eru uppfylltar: „En hina raunverulegu 4 FORINGINN

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.