Foringinn - 01.11.1964, Blaðsíða 14

Foringinn - 01.11.1964, Blaðsíða 14
Hátíðafundur Ljósálfa Dagskrár fyrir hátíðafundi eða aðr- ar skemmtanir hljóta ávallt að verða eins mismunandi og foringjarnir eru margir. Þess vegna er ekki gott að koma með neinar ákveðnar tillögur um uppbyggingu dagskrár. Eftirfarandi er aðeins til þess að minna á og gefa nokkur ráð, sem gott er að hafa í huga. — Ljósálfaforingj- ar ættu alltaf að undirbúa dagskrá og hátíðafundina í heild í samráði við ljósálfana. — Ef gestum er boðið og veitingar hafðar um hönd, þá þarf einn hópurinn að sjá um að dúka borðið smekklega, annar hópurinn sér um að skreyta borðið og útbúa borð- skraut. Þriðji hópurinn gengur um beina og sá fjórði þvær upp. — Ef mikið er um dýrðir og margt gesta, þá þarf að fá aukahjálp og er þá gott að geta komið sér vel við nokkrar skátastúlkur í deildinni og fá hjálp við t. d. framreiðslu og uppþvott. Gott að hafa í huga: að undirbúa í tíma, að fá aukahjálp, að ljósálfarnir sjálfir hafa oft margar góðar hugmyndir um dagskráratriði, Framh. á bls. 13. 14 FORINGWN

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.