Bændablaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. júní 1995 Bœndablaðið 5 Lög um fiskeldi í Noregi hafa um alllangt skeið verið í gildi sérstök lög um fiskeldi. I samræmi við það að hið mikla laxeldi Norðmanna, sem hófst fyrir meira en tveimur ára- tugum, er nær alfarið bundið við kvíaeldi í sjó, heyra þessi mál undir sjávarútvegsráðuneytið. Á upphafsárum eldisins fóru laxveið- ar í Noregi einnig að verulegu leyti fram í sjó meðfram ströndum landsins. Nú hefur að mestu leyti verið tekið fyrir sjávarveiðar á laxi. Á síðari árum hefur það einnig gerst að áhugi hefur glæðst fyrir eldi í fersku vatni og þá einnig inn til landsins. Norsku fiskeldislögin ná til allrar þeirrar starfsemi, sem miðar að því að fóðra eða halda fisk eða skeldýr hvort sem er í fersku eða í norsku fiskeldislögun- um eru skýr ákvæði um að enginn má koma upp aðstöðu og starfrækja slíkt eldi nema að hafa til þess leyfí ráðuneytisins. Hvert leyfi er bundið við ákveðið umfang starfseminnar og þarf að sækja um og fá leyfi fyrir hverjum nýjum þætti, stækkun eða aukn- ingu á því umfangi. söltu vatni, sem miðast við að framleiða matfisk, fjölga fiski með klaki og sleppingu svo og til rann- sókna og kennslu á þessum svið- um. Með síðustu breytingum var það svo tekið skýrt fram að lög- in ná einnig til geymslu á lifandi fiskum eða skel- dýrum og þar með einnig ef fiski er sleppt í girðingar eða tjamir í sjó eða fersku vatni t.d. til að selja í þær veiðileyfi. Þá em í lög- unum skýr ákvæði um að enginn má koma upp aðstöðu og starfrækja slíkt eldi nema að hafa til þess leyfi ráðu- neytisins. Hvert leyfi er bundið við ákveðið umfang starfseminnar og þarf að sækja um og fá leyfi fyrir hverjum nýjum þætti, stækk- un eða aukningu á því umfangi. Vegna stóraukins áhuga á eldi í fersku vatni í Noregi hefur nú ver- ið sett niður sérstök fagleg sam- ráðsnefnd með fulltrúum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytum, stjómar- deild umhverfis- mála, mengunar- eftirliti ríkisins og frá hagsmunafélagi fiskeldmanna, til þess að taka saman yfírlit yfir mögu- leika á þessum sviðum og hvað þurfi að varast í sambandi við aukið fiskeldi í fersku vatni og hvaða reglur þurfi að setja. Viðurkennt er að þessum málum hafi hingað til verið gefinn of lítill gaumur og því geti orðið erfitt að að taka á öllum þeim umsóknum sem vænta má að berist á næstunni. Hvað með íslensk lög um fiskeldi Það hvemig staðið hefúr verið að þessum málum í Noregi vekur óneitanlega upp hugsanir um það Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri Takmörkuö kjarnfóðurgjöf Það sem af er tilraunatímanum er munur í afurðum mældum í mjólkurmagni á bilinu 20-25 % NRF kvígunum í vil. Þessi munur hefúr farið jafnt og þétt vaxandi eftir þvi sem á mjaltaskeiðið líður sem er vísbending um miklu meiri getu hjá NRF kvígunum til að taka af skrokknum til mjólkurmyndun- ar. Fóðrunun er eins og áður segir á þann veg að ekki er hægt að tala um miklar afurðir. Efnamagn mjólkur hefur í báðum hópum legið óeðlilega lágt sérlega prótein og er full ástæða til að ætla að þar kunni einhverjir þættir í fóðrun að hafa áhrif en það atriði verður skoðað nánar. Frumutala í mjólk mjög lág Frumutala í mjólk er mjög lág samanborið við íslenskar tölur og ekki teljandi munur á hópum og hefur júgurheilbrigði hjá kúnum verið mjög gott. Tilraunin er ekki það langt komin að niðurstöður um frjósemi liggi fyrir. Tilraunastjórinn taldi samt lítinn mun á fjölda gripa í hópunum sem þegar hefði fest fang. Kýmar eru sæddar með sæði úr nautum af eigin kyni ( íslenskt Framkvæmd tilraunarinnar er mið- uð við "íslenska" fóðmn og er kjamfóðurgjöf takmörkuð. Vem- legur hluti gróffóðursins er feng- inn frá íslandi. Afurðir hjá NRF kvígunum í tilrauninni em langt að baki því sem gerist hjá hliðstæðum gripum á búum í Færeyjum. Dagana 22.-25. apríl fóru með- limir nautgriparæktamefndar til Færeyja ásamt Gunnari Ríkharðs- syni og Þóroddi Sveinssyni. Laug- ardagur og þriðjudagur fóru í ferð- ir að og frá Færeyjum. Á sunnu- degi var ferðast um, haldinn fund- ur með bændum, gripir skoðaðir á tilraunastöðinni og bændur heim- sóttir og á mánudegi vom heimsótt þau tvö bú í Færeyjum sem standa langefst með meðalafúrðir eftir hverja kú og síðari hluti dagsins notaður til mælinga og stigunar á kvígunum í tilrauninni. T.v. er norsk kýr. Það erjón Gíslason sem helditr um háls þeirrar norsku en sá með húfuna er Peter Haar tilraunastjóri búsins með islenska kú. Þarna kemur glöggt fram stœrðar- og útlitsmunur kynjanna. SamanMur ð norskum og íslenskum kúm í Færeyjum Árið 1994 hófst á Royndarstöðin í Færeyjum tilraun með samanburð á NRF kúm og íslenskum kúm. í tilrauninni eru kýr á fyrsta mjólk- urskeiði. NRF kýmar em fengnar úr stofninum sem til staðar er í Færeyjum en full ástæða er til að ætla að hann standi vart að baki stofni í Noregi. Til sæðinga er fyrst og fremst notað sæði úr afkvæmadæmdum nautum frá Noregi og það litla sem á síðustu árum hefur verið notað af sæði úr ungnautum hafa þeir verið ákaflega heppnir með þar sem þau naut sem þar hafa valist til nota hafa síðan reynst mjög vel við afkvæmaprófun í Noregi. Meðal- afurðir kúnna í Færeyjum eru held- ur meiri en hjá kynsystrum þeirra í Noregi. Islensku kýrnar voru fengnar sem óbomar kvígur af Suðurlandi vorið 1994. Þau skil- yrði voru sett að um væri að ræða kvígur undan reyndum nautum. I tilrauninni eru 14 NRF kvígur og 15 íslenskar kvígur. íslensku kvígurnar voru óþekkar! Um flest virðist framkvæmd á til- rauninni hafa tekist mjög vel. Hóp- amir í tilrauninni eru vel sam- bærilegir. Hjá íslensku kvígunum er heldur meiri dreifmg í aldri við fyrsta burð en hjá NRF kvígunum en meðalaldur í hópunum áþekkur. Þess ber að geta að ein af íslensku kvígunum er mjög lélegur og gallaður gripur sem hefur mikil áhrif á meðaltal íslenska hópsins. Fjósið er sniðið fyrir NRF kvígumar og er því mjög rúmt um íslensku kvígumar á básum og ekki hægt að útiloka að það hafi einhver áhrif á umgengni við þær en óneitanlega voru þær kvikar og virkuðu óþekkar í skapi í samanburði við kvígur í fjósum hér á landi. Munur í útliti mjög augljós NRF kvígurnar voru við burð tæp- um 100 kg þyngri en þær íslensku. Hins vegar vakti nokkra furðu okkar að við mælingu á brjóst- ummáli þá vom þær að jafnaði 173,4 sm en þær íslensku 170,1 sm. Munur í útliti er mjög augljós. NRF kvígumar eru miklu lengri gripir, háfættari, bolgrynnri, með sívalari bol og mun holdfylltari gripir. Vegna fóðrunar hafa báðir hópar tekið vemlega af holdum á mjólkurskeiðinu, þegar það er metið á grunni þungatalna grip- anna. Hins vegar vom NRF kvíg- umar nú í útliti mjög vel á sig komnar að okkar mati og hljóta því að hafa verið í ákaflega góðum holdum við upphaf tilraunarinnar. að hér á landi hefur löggjafmn mjög lítið tekið á þessum málum. Við breytingu á lögum um lax- og silungsveiðar sem gerð var á síðasta ári (l.nr. 64/1994) var þó skotið inn sérstökum kafla um fiskeldi og hafbeit sem í sjálfum sér er góðra gjalda verður svo langt sem hann nær. Þó er ekki augljóst hvaða erindi hann á inn í lax- og silungsveiðilöggjöfma nema síður væri þar sem oft getur orðið um hagsmunatog að ræða á milli veiða- og eldis. Þá má benda á að lög um bú- fjárrækt frá 1989 ná í eðli sínu og samkvæmt skilgreiningu í reglu- gerð, einnig til fiskeldis (matfisk- eldis) þó að á það hafi raunar ekki reynt ennþá. Fiskeldi getur óneitanlega haft margvísleg um- hverfisáhrif bæði nær sér og fjær og margvíslegir hagsmunaárekstr- ar eru hugsanlegir á milli þess og annarra aðila. Það hlýtur því að vera full þörf á allítarlegri og vel grundaðri löggjöf um fiskeldi hér á landi. sæði fyrir íslensku kvígumar). Hins vegar var talað um að viss vandamál hefðu verið við að greina beiðsliseinkenni hjá ís- lensku kúnum, þau væm öll miklu ógreinilegri en hjá þeim norsku. Mjaltir vor greinilega miklu jafnari hjá NRF kúnum, samt var ekki fundið neitt teljandi að mis- mjöltum hjá íslensku kúnum. Tals- vert lengri tíma hefur samt tekið að mjólka þær og var það fyrst og fremst rakið til þess hve óstilltar þær væru við mjaltir. Mestur munur í júgur- og spenagerð Báðir hópamir voru metnir sam- kvæmt þeim dómstiga sem notaður er við dóma á kúm hér á landi. Mikill munur var á hópunum. í heildareinkunn fengu NRF kýmar 85,6 stig að meðaltali meðan þær íslensku fengu 80,1 stig. Munurinn er langsamlega mestur í júgur- og spenagerð. Fyrir júgur fengu NRF kýmar 17,5 stig að jafnaði saman- borið við 15,8 og fýrir spena 16,9 samanborið við 15,7 hjá þeim ís- lensku. Spenamælingar voru gerð- ar og var lengd að meðaltali 4,9 sm hjá NRF samaborið við 6,9 sm hjá þeim íslensku (spenalengd hjá mörgum NRF kúnum var þannig að margir íslenskir bændur kvarta yfir of stuttum spenum þegar hliðstætt sést í fjósum hér á landi). Þykkt spena að meðaltali 21 mm hjá NRF samanborið við 24 mm hjá íslensku kúnum. Áður er vikið að mjöltum og skapi en í dónium fengu þær ís- lensku 17,5 að jafnaði fyrir mjaltir samanborið við 17,9 hjá NRF og fyrir skap voru meðaltöl 4,7 hjá NRF og4,2 hjá íslenskum. Nokkra furðu vakti að hlutfall gripa með aukaspena var hærra hjá NRF kúnum ( 36 %) en það var raunar mjög lágt hjá þessum íslensku kúm (27 %). Engar niðurstöður liggja enn fyrir um fóðumotkun fyrir hvom hóp gripanna. Mælingar hafa þar verið gerðar. Mjög áberandi var mikill slæðingur á gróffóðri hjá gripunum. Ekki hafa verið fram- kvæmdar einstaklingsmælingar á gróffóðuráti en glöggar tölur eru fyrir hendi fyrir hópana enda standa kýmar hvor hópur í sinni básaröð og því auðvelt að fram- kvæma hópmælingar á áti hjá kúnum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.