Bændablaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 8
8 Bœndablaðið Miðvikudagur 21. júní 1995 Knapirm á myndinni er Gunnar Örn Isleifsson sem er búsellur i Þýskalandi og hefur starfað mikið að útbreiðslu íslenska heslsins þar í landi. Mynd: Rafn Jónsson, flugmaður og rilsljóri. Aipieg sam- skipH i kyn- bóluni íslenskn hestsins Á síðustu árum hefur þátttaka og áhrif íslendinga í alþjóðlegu sam- starfi varðandi kynbætur íslenskra hrossa aukist hröðum skrefum. Hiklaust má segja að mikil- vægustu áfangamir í þessari þróun hingað til voru annars vegar út- gáfa ritsins Kynbótadómar og sýningar og hins vegar útgáfa for- ritsins Einka-Fengur. Búnaðarfélag Islands gaf Kyn- bótadóma og sýningar út árið 1992, ritið inniheldur stigunar- kvarða og allar reglur varðandi dóma og sýningar hrossa í kyn- bótadómi og er gefið út á tveimur tungumálum auk íslensku; á ensku og þýsku. Rit þetta var kynnt um leið og það kom út á alþjóðlegri ráðstefnu um kynbótastarf og kyn- bótastefnu í ræktun íslenskra hrossa og hefur fengið mikla al- þjóðlega útbreiðslu. Þegar hefur ein þjóð, Norðmenn, tekið ís- lenska dómkerfið upp alveg óbreytt en aðrar sniðið dóma á hrossum af íslensku bergi brotnu að meira eða minna leyti að ís- lenska kerfinu. Nýlega fóru Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur og Guð- mundur Sigurðsson héraðsráðu- nautur í Borgarfirði í dómsferð til Noregs og Þýskalands. í Noregi voru dæmd rétt tæp 110 hross ýmist fædd hér á landi eða erlendis og þá flest í Noregi. Það var ekki aðeins að íslenskar dómareglur giltu í Noregi heldur var Fengur notaður til útreiknings og útgáfu á sýningarstað með notkun ferðatölvu og -prentara og em nú norsku dómamir hluti af gagnasafni Fengs. I Þýskalandi vom dæmd um 35 hross og öll nema eitt fædd hér á landi. Fengur var notaður þar á sama hátt og í Noregi. Megin tilgangur ferðarinnar til Þýskalands var sá að sjá út hvort þar væm kynbótahross sem næðu þátt- tökurétti íyrir íslands hönd á heims- leikunum íyrir íslensk hross sem fara munu fram í Sviss dagana 1. til 6. ágúst í sumar. Líklegt er að tvö til þijú hross sem þar vom sýnd nái inn í sveitina þegar hún verðar endan- lega valin að loknum héraðs- sýningunum í vor. í kynbótasveit íslands á heimsleikunum verða fjögur hross; tveir stóðhestar og tvær hryssur og verður eitt hross af hvoru kyni í yngri flokki sem kallaður er erlendis og eru fimm og sex vetra hross og annað í eldri fiokki, þ.e. sjö vetra og eldri. Greint verður frá vali sveitarinnar hér í Bændablaðinu þegar þar að kemur. Ferðaþjónusta á Hólum í Hjaltadal Draumastaður hverrar fjölshyldu! Hið aldagamla orðtak “Heim að Hólum” ber þess vitni að Hólar hafa ávallt verið vinsælir heim að sækja. Skipulögð ferðaþjónusta hefur verið starfrækt að Hólum undanfarin ár og þúsundir ferða- manna hafa átt þar lengri eða skemmri dvöl. Hóladómkirkja, sem byggð var 1763, er helsta að- dráttarafl innlendra sem erlendra ferðamanna en að Hólum er einnig að finna margvíslega afþreyingu s.s. hestaleigu, veiði, sund, merkt- ar gönguleiðir og ýmsa menning- arviðburði. Fjölbreyttir gistimögu- leikar eru í boði allt frá friðsælu og fögru tjaldstæði upp í orlofshús með öllum húsbúnaði. Galdra-Loftur þekktasti nemandi Hólaskóla? Hólar í Hjaltadal voru um aldarað- ir helsta valda- og menntasetur Norðurlands. Hér var biskupsstóll í sjö aldir eða frá 1106-1802, á sama tíma var einnig starfræktur latínuskóli og er Galdra-Loftur nafnkunnastur þeirra sem hér hafa stundað nám. Hóladómkirkja er fimmta kirkjan sem risið hefur að Hólum eftir að þeir urðu biskups- setur. Þrátt fyrir að hún sé jafn- framt minnsta kirkjan sem hér hef- ur staðið er hún glæsilegur minnis- varði hins mikla veldis og ríki- dæmis Hólastaðar fyrr á öldum. í kirkjunni er að finna marga foma dýrgripi og ber þar hæst hina ein- stæðu altarisbrík Jóns Arasonar en hún var gerð í Þýskalandi um 1500. Umfangsmiklar viðgerðir fóru fram á kirkjunni árin 1987- 1989 og hún færð í upprunalegt horf. Hægt er að fá leiðsögn um kirkjuna á hverjum degi yfir sum- artímann. Bændaskóli var stofnaður hér árið 1882 og hefur starfað óslitið síðan. Skólinn er kjölfesta starf- seminnar að Hólum og síðasta ára- tuginn hefur mikið uppbygging- arstarf verið unnið á staðnum og fjölmargar nýjar íbúðir risið. Góð aðstaða fyrir ferðamenn I skólahúsi Bændaskólans eru 15 gistiherbergi og svefnpokapláss í kennslustofum. Að auki eru á staðnum tvennskonar orlofsíbúðir: átta manna og fjögurra manna hús. Húsin eru búin öllum nauðsyn- legum húsbúnaði og henta mjög vel fyrir fjölskyldufólk. Skjólgott og friðsælt tjaldstæði er í miðjum Hólaskógi og þar er einnig þvottaaðstaða og snyrting- ar. Tjaldstæðið skiptist í mörg lítil svæði þannig að fólk á auðvelt með að vera út af fyrir sig í litlum skógarrjóðrum kæri það sig um. Skemmtilegar gönguleiðir liggja af tjaldsvæðinu heim að Hólastað. Veitingasala er rekin í tengslum við upplýsingaþjónustu Hólastaðar en einnig er hægt að fá morgunverð með gistingunni. Tveir matsalir eru í skólahúsinu, sá stærri tekur 75 manns en sá minni 30-40. Hópar geta því auðveldlega pantað máltíðir og ef áhugi er fyrir hendi er hægt að panta sérrétti eins og nýslátraða bleikju, sumarslátrað Hólalamb o.fl. Bæklingur um Söguslóð Við skólann er sundlaug (18 xlO), nuddpottur og gufubað. Sund- laugin er grunn og fremur heit þannig að hún hentar vel fyrir fjöl- skyldufólk. Mikið er af góðum gönguleiðum í nágrenni Hóla. Ein þeirra er Söguslóðin sem er merkt gönguleið um Hóla og sögustaði þeirra. Gerður hefur verið bæklingur um Söguslóðina þar sem veittar eru upplýsingar um hvem póst á leiðinni. Þeir sem em léttir upp á fótinn geta gengið upp í Gvendarskál sem er í miðri Hóla- byrðu (fjallinu fyrir ofan Hóla- stað). Sú ganga tekur um tvo tíma en útsýn úr skálinni er fögur á björtum degi. Einnig er hægt að njóta útiverunnar á fyrirhafnar- minni hátt því á Hólum er rekin hestaleiga og boðið er upp á marg- víslega reiðtúra um nágrennið. Reiðkennsla verður einnig í boði fyrir þá sem em skemmra á veg komnir í hestaíþróttinni. Áhuga- samir veiðimenn geta keypt veiði- leyfi í Hjaltadalsá en einnig hefur fiski verið sleppt í litla tjöm skammt frá Hólum og er hún til- valinn veiðistaður fyrir alla Qöl- skylduna. Messur, fyrirlestrar og tónleikahald verða í boði fyrir þá sem heldur kjósa andlega af- þreyingu þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi við veru að Hólum. Hólar í Hjaltadal eru trúlega draumastaður fjölskyldunnar. Þar er annáluð veðursœld, sundlaugin er opin alla daga, tjaldstæði er friðsælt og gott og hægt aö leigja sumarhús eða gista í herbergi eða fá svefnpokapláss í skólastofu. Veitingasala er á Hólum, hœgt að fá leiðsögn um Hóladómkirkju og unnendur stangveiði geta rennt fyrir fisk. A staðnum er hestaleiga og reiðkennsla. Fjölbreyttar gönguleiðir eru í nágrenninu. Myndatexti J: Orlofshúsabyggóin að Hólum stœkkar stöðugl. Mynd: Valgeir Bjarnason Af erlendum vettvangi MEIRA KJÖTÁT MEÐ BÆTTUM KJÖRUM Bandarísk hagfræðistofnun, CFGI, heldur því fram að stóraukin kjöt- neysla í heiminum tengist bættum efnahag ljölmennra þjóða sem hingað til hafa aðeins haft efni á að leggja sér grænmeti til munns. Efnaleg uppsveifla hjá millistétt- um í Asíu og Suður-Ameríku eyk- ur markaðsmöguleika vestrænna kjötframleiðenda í þessum heims- hlutum. Þannig er þess skammt að bíða að gamalgróið kjötút- flutningsland eins og Brasilía eigi fullt í fangi með að anna innan- landsmarkaði og austur í Kína vex kjötmarkaðurinn um þrjár milljón- ir tonna á ári hverju. HOLLEAIDIIilGAR DJÚPRISTIR UM OF Hollenskir bændur verða að láta af þeim háttum sínum að rista meira en 25 sentimetra djúp plógför í Móður Jörð. Þetta er álit sér- fræðinga á sviði jarðræktar við landbúnaðarháskólann í Wag- eningen í Hollandi. Djúpar pæling- ar kreijast óþarflega mikillar orku og raska samsetningu og jafnvægi jarðvegsins. Sé grynnra á plógn- um tekið, leiðir það til minni út- fellinga næringarefna og lífræn efni og lífverur þrífast betur í efstu moldarlögunum. Tímaritið "Boderderij" hermir að sérfræðingamir mæli með allt að 15 sentimetra djúpum plóg- förum til að bylta jarðveginum án óheppilegra afleiðinga. Lyljagjöf og húsdýraeldi eru mál sem lítt eða ekki hafa komið upp á borð íslenskra kjötframleiðenda. Uti í Evrópu eru þessi mál hins vegar í brennidepli; í Danmörku voru þau til að mynda mjög til um- ræðu á liðnu hausti, jafnt í blöðum sem í Ijósvakamiðlum. Sérstaklega hefur Dönum orðið starsýnt á svínaræktina, enda eru þeir af- kastamiklir á því sviði og danskt svínakjöt hefur getió sér góðs orðstírs á erlendum mörkuðum. Einn þeirra sem orð hafa lagt í belg er danski búfræðingurinn og ritstjórinn Jörgen From. I desemberhefti blaðs síns, "HYO- LOGISK", fjallar From um lyfja- notkun í svínabúum og hvetur landa sína til varkámi í þeim efn- um. Hann vísar til hinnar miklu athygli sem lyfjanotkun á svínabú- um hefur vakið, og segir fulla ástæðu fyrir svínaræktendur til að taka hana alvarlega. From segir, að vilji þeir varðveita orðspor danskrar svínakjötsframleiðslu, jafnt á innanlandsmarkaði sem er- lendis, sé þeim tryggara að sjá til þess að ekki korni fram ummerki lyfjagjafa í kjötinu. Nauðsyn beri til að framleiðendur setjist á rök- stóla með fulltrúum neytenda og fái skýr viðmiðunarmörk hinnar síðamefndu um lyfjamagn í kjöti. Einkum beri að fá á hreint hvaða kröfum neytenda er ekki fullnægt við núverandi aðstæður. From segir í grein sinni að framleiðendur verði að kunna að greina á milli þess að hirða um dýrin, svo þau líði ekki kvalir að óþörfu, og hins að dæla í þau lyfjum í annarlegum tilgangi. Mörkin kunna stundum að vera óljós, segir Jörgen From, en allir ættu þó að geta temprað lyfjagjöf áður en hún verður að hreinu framleiðsluferli. I framhaldi af þessum hug- leiðingum vekur From máls á fleiri spumingum sem hann varpar til landa sinna í röðum svína- ræktenda. Eigum við að mæla áfram með notkun ristagólfa í stíur? Eigum við að láta gyltur á seinni hluta meðgöngu ganga óheftar? Væri ekki ráð að huga nánar að aðbúnaði við fráfæmr? Slíkar og þvílíkar spumingar vakna í framhaldi deilna um lyfja- gjöf og svínarækt framtíðarinnar, segir Jörgen From hinn danski. (Þýtt úr Hyologisk Nr. 1/janúar 1995)

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.