Bændablaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 21. júní 1995 Bœndablaðið 9 Áskorun tekið í 3. tölublaði Bændablaðsins fékk ég áskorun frá Rögnvaldi Ólafs- syni í Flugumýrarhvammi um að "gera grein fyrir hvemig niður- greiðslur hafa brenglað verð- lagningu einstakra gæðaflokka." Sjálfsagt er Rögnvaldur að minna á yfirlit sem ég tók saman og lagði fram á stjómarfundi Stéttarsam- bandsins sáluga til stuðnings við ítrekaðir athugasemdir mínar við meðferð aukaniðurgreiðslna og síðar verðskerðingarfjár. Rétt er því að þessi samantekt, svo langt sem hún nær, sé birt fleirum til fróðleiks. Stuðst er við heimildir í Árbók landbúnaðarins 1992. (Sjá töflu og ramma með helstu niður- stöðum neðar á síðunni). Því miður er ekki hægt að fá upp hvemig Samstarfshópur um sölu á lambakjöti hefur notað á einstaka verðflokka þann hluta verðskerðingarfjár sem farið hefur í niðurgreiðslur fyrir innlendan ur verið hamrað á því af ýmsum aðil- um að auka þurfi verðmun á flokk- um dilkakjöts, feitari flokkum í óhag, og jafnvel verðflokka einnig eftir stærð skrokka, stærri föllum í óhag. Seljanlegasta kjöt- ið sé DIA "tvistur" og "sexa" og þoli þá væntanlega hækkað verð á móti því sem beri að lækka annað kjöt í verðum. Þessar raddir hafa komið frá ýmsum vinnslu- og söluaðilum ásamt ýmsum "ráð- gjöfum" og "markaðsmönnum" kjötgeirans sem ýmsir vildu geta talið marktæka. Birkir Friðbertsson Birkihlíð Fæðudeild RALA, sem hlut- laus og vandaður aðili, hefur þó ítrekað bent á að samkvæmt rann- sóknum er framleiðni á vinnslu- stigi almennt meiri í DIB og DIC en DIA og meiri í stærri skrokkum óháð fitu, ef miðað er við gildandi verðmun í heildsölu og án afslátta. Það er ekki óeðlilegt að kjöt- vinnslur vilji fá heppilegt kjöt á sem lægstu verði en fulltrúar þeirra geta vart talist hlut- lausir ráðgjafar í þessu efni og því óþarfi að ganga út frá því að svo sé. Allir geta hins vegar verið sam- mála um að markaðurinn eigi að ráða verðmun einstakra flokka og skipan í flokka. Til þess að svo geti orðið er t. d. nauðsynlegt að hver verðflokkur fái að njóta þess verðskerðing- arfjár sem af þeim er dregið. Ekki getur talist undarlegt þó Lambakjöt á lágmarksverði - (aukaniðurgreiðsia). Sala '89-'90 Skráð Aukagr. á kg í kr. Tilb.tími. Heildsöluv. Niðurgr.verð Dl* 326.785 kg 66.25 mars - ág. 290.60 224.35 DIA 703.815- 66.25 n 279.80 213.55 DIA8&4 390.970 - +57.70 júlí - ág. - 279.80 155.85 5.og 6. 442.273 - 30.00 mars - ág. 240.90 210.90 208.54 178.54 Samtals kr.104.104.409.00 Sala '90 -'91 Dl* 242.380 - 73.25 febr.- ág. 320.00 246.75 DIA 650.166- 69.86 ii 307.00 237.14 DIB 574.384 60.00 mars - ág. 282.00 222.00 Samtals kr. 99.891.680.00 Sala '91 -'92 Dl* 185.955- 90.97 sept - 9.ág. 351.00 260.03 DIA 908.610- 96.01 ii 337.00 240.09 DIA Veith 3.979 - 120.72 febr. - maí 337.00 216.28 DIA Framp 119.243- 31.00 júní - 9.ág. Ekki skráð DIB 684.594 - 33.85 okt..-9.ág. 308.00 274.15 DIC 29.105- 31.00 febr. -ágúst 279.00 248.00 Að auki 683.652 - á allt 40.00 10.-31./ágúst Dl* 240.90 DIA 226.90 DIB 243.00 DIC 214.00 Samtals kr.159.745.591.00 (TekiðskalframaöheildsöluverðallraflokkahækkaðiumSkr. 1.12.91) markað. Á "minnisblaði" frá stjóm stéttarsambandsins til samstarfs- hópsins segir m.a. "...söluskráning kjöts á lækkuðum verðum þarf að vera tengd flokkum þess kjöts sem nýtur verðskerðingarfjár. Ef mögu- legt á að vera að nýta verðþol hvers verðílokks og þreifa á hvert er mögulegt heildsöluverð þeirra hvers fyrir sig þá er það vanhugsuð aðferð að nota verðskerðingarfé frá einum verðflokki til að niður- greiða annan, og enn verra að vita ekki í hvaða mæli slíkt hefur verið gert. Með slíkum vinnubrögðum verður aldrei séð hver væri eðlileg- ur verðmunur einstakra flokka i verðlagsgrundvel I i." Hér er það undirstrikað að skilaboð frá markaðinum um eðli- legan verðmun gæðaflokka hafa ekki getað komið fram vegna inn- grips markaðstruflandi aðgerða þeirra aðila sem hafa haft með höndum aukaniðurgreiðslur og síðar verðskerðingarfé. Önnur helsta ástæða fyrir framangreindum athugasemdum var ekki síst sú að í allmörg ár hef- Helstu niðurstöður á tilboðstímanum: '89 -'90 DIB og DIC, engin niðurgreiðsla, né á annað kjöt í 3. og 4.verðflokki. 5. verðfl. seldur á tilboðstíma á líku verði og DIA. 6. verðfl. mun dýrari en DIA átta og fjarki. '90 -'91 DIB, mánuði styttra á tilboði en DI*og DIA og naut minnstrar aukaniðurgreiðslu. Stjaman mest niðurgreidd. DIC, engin niðurgreiðsla og því orðinn dýrari en stjaman. '91 -'92 DIB, mánuði styttra á tilboði en DI* og DIA, og aukaniðurgreiðsla u.þ.b. 1/3 af niðurgreiðslu DIA. DIB því orðinn mun dýrari en stjaman og miklu dýrari en DIA. DIC, fimm mánuðum styttra á til- boði en DI* og DIA og rúmlega þrefalt minni niðurgreiðsla og því mun dýrari en DIA. að stærri skrokkar og feitari verði eftir í lok verðlagsárs þegar mest af niðurgreiðslufé fer í verð- lækkanir á því kjöti sem "markaðs- mennimir" telja stöðugt að standi best undir skráðu verði eða þoli hækkun. "Bestu kaupin" eru vafa- laust skýrt dæmi um þetta ráðslag fyrr og síðar. Síðustu orð á fyrmefndu minnisblaði til Samstarfshóps um sölu á lambakjöti voru þessi: "Trú- legt er að ef að vænleiki dilka eykst almennt og hlutfall stærri skrokka hækkar gæti það leitt til verðlækkunar á þeim til fram- leiðenda. Fyrst verður þó að taka tillit til þess að í dag greiða þeir niður sláturkostnað og vinnslu þeirra minni. Eins er ef fituflokkun verður hlutfallslega óhagstæðari vegna aukins vænleika gæti það af markaðsástæðum leitt til aukins verðmunar í grundvelli. Að óbreyttu eru hins vegar engar sjáanlegar ástæður til að auka verðmun í verðlagsgrundvelli milli einstakra flokka dilkakjöts." Birkihlíð, föstudaginn langa 1995. Jp Kverneland PLÓGAR Kverneland plógurinn hefur unnið 20 heimsmeistarakeppnir í plægingum. Við bjóðum öll jarðvinnslutæki frá Kverneland, svo sem: Allar stærðir af plógum frá 2 til 12 skera. Leitið nánari upplýsinga. Ingvar Helgason hf. Vélasala Sævarhöfða 2, sími 525 8000 Spennugjafar fýrír rafmagnsgirðingar frá Speedrite Agri-systems, Nýja-Sjálandi Stofnað 1938 SM 20000 - Spennugjafi Hentar til notkunar viö erfiðar aðstæður. Getur viðhaldið hárri spennu á löngum girðingum, jafnvel þó um sé að ræða einhverja útleiðslu, t.d. af völdum gróðurs. Dugir fyrir 180 km af vír (hámark). Orkugjafi: 230 V - 240 V (25W) Eiginleikar; *Hámarks slagorka 18,2 J ‘Hámarks hleðsluorka 26,0 J Verð með vsk. 43.576 Verð án vsk. 35.000 SM 9800 - Spennugjafi Hentartil notkunar á löngum girðingum og getur viðhaldið hárri spennu viö mikið álag. Dugir fyrir 95 km af vír (hámark). Orkugjafi: 230 V - 240 V (15W) Eiginleikar: Hámarks slagorka 9,4 J Hámarks hleðsluorka 14,0 J Verð með vsk. 30.502 Verð án vsk. 24.500 Sameiginlegir eiginleikar SM 20000 og SM 9800 *Þrjú Ijósmerki sem sýna stöðu spennugjafans. *Tengi fyrir háa og lága spennu á girðingu. *Hannaö meö auðvelda viðgerðarþjónustu I huga. 'Fylgir alþjóðlegum öryggisreglum og inniheldur öryggisrás til að koma I veg fyrir yfirspennu. *Truflunarvöm fyrir útvörp. *12 mánaða ábyrgð. Spennugjafar af gerðinni SM 20000 hafa verið í notkun hér á landi og hafa þeir reynst mjög vel. AN 45- Spennugjafi tii skárabeitar (rafhlöðuknúinn) Orkugjafi: 4 x 1,5 innbyggðar alkaline rafhlöður eða 12 V rafgeymir. Straumnotkun: 10 mA hámark, 5 mA lágmark. Eiginleikar: ‘Hámarks slagorka.04 J *Hámarks hleðsluorka .048 J * I sterku veðurþolnu hylki. *Hengdur á raf- girðingarvír eða - borða. ‘Virkar með hálf- tómum rafhlöðum. *Há og lág slagtiðni. *Tilvalinn fýrir hestamenn á ferðalögum. Verð með vsk. 6.325 Verð án vsk. 5.080 Stafrænn spennumælir *Mjög nákvæmur spennimælirtil að fylgjast með ástandi rafgiröingar. 'Knúinn 9 V rafhlöðu sem endist í 12-18 mánuði. *Þjáll og þægilegur í notkun og fer vel ( vasa. ‘Stafrænn og með stöðugum aflestri frá 100-10.000 V. ’Sjálfvirkur rofi. *Hengdur á girðingu og jarðtengdur. Verðmeðvsk. 4.357 Verð án vsk. 3.500 Umboðsaðili á íslandi Lambeyrar Dalabyggð 371 Búðardalur Sími: 434 1220 Fax:434 1278 Einar Ólafsson Daði Einarsson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.