Bændablaðið - 13.11.1996, Side 1

Bændablaðið - 13.11.1996, Side 1
19. tölublað 2. árgangur Miðvikudagur 13. nóvember 1996 ISSN 1025-5621 Andrés Jóhannsson, yfirkjötmatsmaður, hefur hannað og látið smíða sérstakan mæli til mælinga á þykkt fitu utan á rifbeini sláturdýra. Mælirinn er smíðaður hjá Stálsmiðju Bjarna Harðarsonar á Flúðum og var hann reyndur nokkuð til mælinga á lambaskrokkum í nýlega afstaðinni sláturtíð. Mælirinn er þeim eiginleikum búinn að unnt er að tengja hann við tölvu sem skráir niðurstöður mælinganna jafnóðum og eiga mælingarnar því ekki að tefja vinnsluferii í afurðastöðvum. Tildrög þess að Andrés fór að velta þessum mæli fyrir sér er að hafinn er undirbúningur að endurskoðun á reglum um mat á dilkakjöti. í flestum nágrannaríkjum hefur kjötmatskerfi Evrópusambandsins verið tekið upp eða er verið að gera það. Matskerfi ESB byggir á tvöföldu mati; annars vegar vaxtariagi og holdfyllingu en hins vegar fitustigi. í matskerfmu eru fimm vaxtarflokkar en sjö fituflokkar. Andrés segir að flokkunarkerfi af þeirri gerð sé líklegra til að ná fram betri markmiðum með kjötmatinu og skila bændum betri upplýsingum þótt um færri flokka verði að ræða. Andrés haföi áður hannað fitumæli sem notaður hefur verið á undanfömum árum en hinn nýi mælir er mun fullkomnari og búinn rafeindabúnaði til tölvutengingar. Nánar verður sagt ffá kjötmæli Andrésar og undirbúningi að nýjum kjötmatsreglum í Bændablaðinu á næstunni.A meðfylgjandi mynd má sjá Andrés Jóhannsson með nýja kjötmælinn. Rfkisvaldið sker niður framlðg fil land- búnaðar Niðurskurður á fjárfram- lögum ríkisvaldsins til kyn- bótastöðva og búfjárræktar- félaga kom til umræðu á síðasta stjórnarfundi BÍ og lýstu fundarmenn áhyggjum sínum af fyrirhuguðum að- gerðum. Niðurskurðurinn sem fjárlagafrumvarpið boð- ar er tæpar 12 milljónir króna til kynbótastöðva og 12,5 til búfjárræktarfélaga. Á þessu ári fengu kynbótastöðvarnar 34,8 milljónir og búfjár- ræktarfélögin 42,5. Liðurinn kynbótastöðvar í íjár- lagafrumvarpinu felur annars vegar í sér ræktunarstöðvar eins og nauta- stöðina á Hvanneyri og nauta- uppeldsstöðina í Þorleifskoti. Auk þess fékk stóðhestastöðin hluta af þessu fé sem og hrossaræktarbúið á Hólum í Hjaltadal og sauðfjár- sæðingarstöðvamar. Að öðru leyti er um að ræða niðurskurð á fram- lögum til sæðinga, þ.e. launahlut frjótækna. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri BÍ, sagði að gengi þessi hugmynd fram mundu allir ofangreindir liðir verða fyrir einhverri skerðingu. “Alvarlegast er ef niðurskurðurinn bitnar mikið á sæðingunum,” sagði Sigurgeir. Búfjárræktarframlög ganga til búfjárræktarfélaga og í sumum til- fellum búnaðarsambanda. “Það er alveg ljóst að ræktunarstarfsemin úti í héruðunum mun líða eitthvað við þennan niðurskurð ef hann gengur fram,” sagði Sigurgeir. Loðdýraræktin í uppsveiflu - vaxandi eftirspurn eftir skinnum Á fundi sínum í síðustu viku samþykkti ríkisstjórnin að fallast á tillögur starfs- hóps sem fjallaði um eflingu loðdýra- ræktarinnar. Hópurinn var, á vegum landbúnaðarráðuneytisins. í framhaldi af samþykkt ríkisstjórnarinnar beindi landbúnaðarráðherra því til stjórnar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins að sjóðurinn, ásamt Byggðastofnun, veiti þeim sem hefja loðdýrarækt á ný í eldri húsum, hliðstæðan stuðning og veittur hefur verið að undanförnu. Jafnframt er því beint til stjórnar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins að sjóðurinn veiti áfram fé til fræðslu, rannsókna og kyn- bóta í greininni. Starfshópurinn var sammála um að vegna hagstæðra markaðsskilyrða fyrir loð- dýraafurðir á alþjóðamarkaði sé nú lag að hefja skipulega uppbyggingu í loðdýrarækt að nýju. Vaxandi eftirspum eftir loðvömm má einkum rekja til efnahagsuppgangs í Austur-Asíu, þar sem Suður-Kórea og Kína eru orðnir stórir kaupendur, auk breytinga sem orðið hafa í Sovétríkjunum fyrrverandi en þar voru stórir framleiðendur á loðvömm á árum áður. I álitinu segir að markaðsspár geri því ráð fyrir nokkuð stöðugri eftirspum næstu árin. Ekki er gert ráð fyrir að framboð aukist jafn mikið í helstu framleiðslulöndum og í síðustu uppsveiflu. Þá em innri að- stæður mun ákjósanlegri nú en áður þar sem á liðnum ámm hefur safnast upp þekking og reynsla í greininni, auk þess sem náðst hafa betri tök á fóðurgerð sem er undirstaða þess að greinin dafni eðlilega og afkoma sé við- unandi miðað við markaðsskilyrði á hverjum tíma. Jafnffamt hefur safnast upp reynsla og verkþekking við skinnaverkun þannig að ís- lensk loðvara er fyllilega samkeppnisfær að gæðum við það sem gerist hjá sam- keppnisaðilum. Þá em efnahagsskilyrði í landinu mun hagstæðari nú en þau vom á fyrri hluta síðasta áratugar þegar upp- bygging í greininni stóð sem hæst. Starfshópurinn gerði eftirfarandi tillögur til landbúnaðarráðherra um aðgerðir til eflingar búgreininni: * Unnið verði að því að taka í notkun eldri loðdýrahús þar sem áhugi og aðstæður em fyrir hendi. Leitað verði eftir þvi að Byggðastofnun og Framleiðnisjóður land- búnaðarins veiti bændum hliðstæðan stuðning í þessu sambandi og stofnunin hefúr gert að undanfömu. * Þeir sem nú reka loðdýrabú eigi að- gang að lánafyrirgreiðslu til að stækka og endumýja bú sín. * Byggðastofnun verði falið að velja svæði á landinu þar sem gert verði stað- bundið átak til eflingar loðdýraræktar og kannaðar nýjar leiðir varðandi rekstrarform. * Leitað verði eftir því að Stofnlána- deild landbúnaðarins taki að nýju upp lán til loðdýraræktar með veðum í loðdýrahúsum og tilheyrandi búnaði, jafnt til ein- staklinga sem hlutafélaga. Lánshlutfall verði sambærilegt og áður var. * Loðdýrabændur fái nauðsynlega fyrirgreiðslu í formi afurðalána. * Skipulega verði unnið að fræðslu, rannsóknum og kynbótun, m.a. með inn- flutningi lífdýra. Enn fremur verði unnið að því að treysta gmnn fóðurgerðar með þekkingaröflun, fræðslu og eflingu innlendr- ar fagþekkingar í loðdýrarækt. Leitað verði eftir því að Framleiðnisjóður landbúnaðarins veiti stuðning til þessara þátta. * Til þess að auðvelda loðdýrabændum að mæta verðsveiflum á markaðnum verði einstökum bændum heimilað að stofna markaðsjöfnunaireikning" í erlendri mynt við Seðlabanka íslands eða viðskiptabanka og /eða að fymingarreglum vegna fjár- festinga í loðdýrarækt verði breytt á þann veg að afskriftum megi haga með tilliti til rekstrafkomu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.