Bændablaðið - 13.11.1996, Side 4

Bændablaðið - 13.11.1996, Side 4
4 Bœndablaðið Miðvikudagur 13. nóvember 1996 Baendoblaðiðl Útgefandi: Bændasamtök íslands Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík Sími 5630300 Bréfasími 562 3058 Kennitala: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Beinn sími ritstjóra: 563 0375 Netfang: ath@bi.bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Haukur Halldórsson Bændablaöið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins. Það er prentaö í 7000 eintökum og fara 6.719 (miðað við 15. október 1996) eintök i dreifingu hjá Pósti og síma. Bændablaðinu er dreift fritt til þeirra er búa utan þéttbýlis. Prentun: Dagsprent ISSN 1025-5621 Ritstjórnargrein Víti til vamaðar Lengi hafa íslendingar leitað nýrra tækifæra í Vesturheimi. Fyrstu heim- ildir um vetsturfarir er för Leifs Eiríks- sonar og manna hans. Stórfelldir bú- ferlaflutningar vestur um haf áttu sér stað fyrir síðustu aldamót þegar fjöldi íslendinga sá þar fram á betra líf. Síðan hafa vesturfarir íslendinga að miklu leyti verið famar til náms og þekkingaröflunar og sér þeirrar þekkingar víða stað í atvinnulífi okkar. Frá einni slíkri för er greint hér í Bændablaðinu þar sem hópur bú- vísindamanna fór til að kynna sér naut- griparækt í miðfylkjum Bandaríkjanna. Vonandi verður sumt af þeirri þekkingu sem aflað var í förinni fremur notað sem víti til vamaðar en til eftir- breytni í landbúnaði okkar. Lýsingar á hormónanotkun við mjólkurframleiðslu og hvemig framleiðsla nautakjöts byggist á samþjöppun gripa í gróðurlaus hólf, þar sem fúkalyf verða að vera hluti daglegs fóðurs og vaxtarhraði og fóðumýting byggir á hormónagjöf, em ógnvekjandi. A hinum alþjóðlega markaði fyrir búvömr er tekist á um notkun hjálparefna við framleiðsluna, bæði lyfja og hormóna. Einnig er hart tekist á um hvort leyfa eigi að breyta erfðaeiginleikum jurta og dýra með því að taka burt gen eða bæta þeim inn í litninga á rannsóknarstofum. I Evrópu óttast menn ófyrirséðar en óheillavænlegar af- leiðingar af að grípa inn í lífkerfi jarðar, en í Banda- ríkjunum er meira horft á hagkvæmnina hér og nú. Vissulega hefur framfarasókn manna löngum birst í því að temja náttúmna. Þar hefur bæði tekist vel til og illa og mistök orðið sífellt meira áberandi eins og umræða um mengun og náttúruvemd sýnir. Hér er því full ástæða til að láta vafann koma varkárninni til góða. Bæði framleiðendur og neytendur landbúnaðarvara hérlendis hljóta að spyrja sig hvaða áhrif bandarískir framleiðsluhættir gætu haft á líf og heilsu þjóðarinnar og hvemig koma megi í veg fyrir að þeir verði teknir upp hérlendis. Sá fróðleikur um framleiðsluaðferðir sem vestur- faramir fluttu heim með sér varpar ljósi á vandamál sem við verður að bregðast og sýnir að enn getum við sótt reynslu til Vesturheims þó að með öðrum formerkjum sé en oft áður. get svarað fyrir mig: Já, það er frekar óþægilegt að vera eina kon- an á fundum. En lærdómsríkt. Fer ekki nánar út í það. Þá er bara að fjölmenna, konur! Hvemig skyldi einum karli líka það ár eftir ár að vera eini karlinn í félagsskap með konum? Það væri trúlega í góðu lagi. Ef ég þekki konur rétt, myndu þær við fyrsta tækifæri velja karlinn til forystu. Er það ekki magnað? Hvað er að ykkur, stelpur? Haldiði virkilega að karlamir séu eitthvað sjálfsagðir leiðtogar? Það eru mörg spurningarmerki í þessum greinarstúf mínum. Ég vildi óska að “dreifbýliskonur” nenntu að lesa þessar línur og svara þessum spumingum hver með sjálfri sér. Bændablaðið rausnarlegt... Ef konur í bændastétt telja ekki að búnaðarfélögin séu réttur vett- vangur fyrir þær og þeirra skoðan- ir, þá ættu þær kannske að stofna sín eigin félög og sambönd. Ég er þó ekki hlynnt því. En við eigum að hætta að vera steinþegjandi undirmálsfólk, sem þarf á sérstökum degi að halda til að muna eftir eigin tilvist. Það er engin fötlun að vera kona, hvorki í dreifbýli, né annars staðar. Mér fannst það afar rausnar- legt af Bændablaðinu okkar að helga eitt tölublað sérstaklega konum. Ég gerði það mér til gamans að telja saman blaðsíðum- ar sem eru um eða eftir konur. Mér telst til að þær séu u.þ.b. 4 af alls 16. Af 24 ljósmyndum eru 7 af konum. Ætli það sé ekki vel viðunandi miðað við hversu ósýni- Þegar ég fletti Bændablaðinu á dögun- um, komst ég að því mér til nokkurrar furðu, að það var helgað konum í dreifbýli. Eins og segir í myndatexta á forsíðu: Vegna þess að útgáfudag blaðsins ber uppá 15. október, sem er af al- þjóðasamtökum búvöru- framleiðenda helgaður konum í dreifbýli. Jæja! Því miður missti ég alveg af þessum merkisdegi og fann hreint ekkert fyrir því að ég væri neitt merkilegri þann dag en alla aðra daga. Óheyranlegt undirmálsfólk? Póstþjónustan í dreifbýlinu sá til þess að mér barst ekki umrætt blað fyrr en 18. október, dagurinn þar með löngu liðinn. Samt hefði þessi fregn eflaust átt að gleðja mitt dreifbýliskonuhjarta. Það var öðru nær. Ég varð bæði reið og leið. Það fyrsta sem mér kom í hug var: Eru konur í dreifbýli svo ósýnilegt, óheyranlegt undirmáls- fólk, að það þurfi náðarsamlegast að úthluta þeim sérstökum degi svo þær gleymist ekki alveg? Þurfa þær ef til vill sjálfar á svona degi að halda svo þær muni eftir eigin tilveru? Það skyldi ekki vera. Hvað um alla aðra daga ársins? Eru þeir tileinkaðir körlum? Ekki hef ég nú heyrt þess getið. Eru kannski allir dagar þeirra? Ætli ekki það og þótti engum mikið. Sigriður Steinþórsdóttir, höfundur greinarinnar, býr í Mýrdalnum Hugleiðing vegna alþjóðadags kvenna í dreifbýli Ð* afstdptaleysl kvenna ef lil vlll MMysi? sátu fundi og þing og réðu ráðum? Hvers vegna eru konur svo tregar til starfa í bændasam- tökum? Hafa þær kannski ekki fengið neina hvatningu heimafyrir til að ganga í búnaðarfé- lögin og sækja fundi? Eru þær bara best geymdar heima? Eða kjósa þær það sjálfar? Eg er dálítið smeyk um að það sé mergur- inn málsins, að ein- hverra hluta vegna kjósi þær að sitja heima. Getur verið að “Það eru ekki konur sem hafa mótað stefnuna, eða stefnulevsið í íslenskum landbúnaði._____Þær hafa setið heima og ekki einu sinni tekið þátt í að velja fulltrúa í framlínuna.” segir Sigríður Stein- þórsdóttir í grein sinni. “Það eru karlar sem sitja fundi hreppabúnaðarfélaganna. landshlutasam- bandanna og Búnaðarþing.______Og klúðra flestu. Ekki er hægt að kenna konum í bændastétt um klúðrið. Eða hvað. Er afskiptalevsi þeirra ekki ábvrgðarlevsi?” Konur hafa ekki mótað stefnuna - eða stefnuleysið í landbúnaðinum Það fer ekki mikið fyrir konum í bændastétt á íslandi. Ekki vilja þær eða nenna að starfa í samtök- um bænda. Það er helst í Vopna- firði, sem konur láta eitthvað að sér kveða á þeim vettvangi. Húrra fyrir þeim! Það eru ekki konur sem hafa mótað stefnuna, eða stefnuleysið í íslenskum landbúnaði. Þær hafa setið heima og ekki einu sinni tekið þátt í að velja fúlltrúa í fram- línuna. Það eru karlar sem sitja fundi hreppabúnaðarfélaganna, landshlutasambandanna og Búnaðarþing. Og klúðra flestu. Ekki er hægt að kenna konum í bændastétt um klúðrið. Eða hvað. Er afskiptaleysi þeirra ekki ábyrgðarleysi? Áttu þær kannski að láta til sín taka í hagsmunasam- tökum stéttarinnar, gera eitthvað sjálfar í stað þess að vera heima og mjólka beljumar á meðan karlamir þær hafi ekki áhuga? Svari nú hver fyrir sig. Eða treysta þær körlunum miklu betur en sjálfum sér til að sjá sem best fyrir öllu? Gæti verið. Karlinn valinn til forystu? Finnst konum ef til vill óþægilegt að koma til starfa í svona gamalgrónum karlaklúbbum eins og flest búnaðarfélög em? Ég legar við emm. Ég ætla svo ekki að pirrast meira út í sveitakonur í bili. Ég vona að þær taki sig á, komi úr fel- um, drífí sig í búnaðarfélögin og geri þar skurk. Það veitir ekki af að rétta strákunum hjálparhönd. Með bestu kveðjum til allra kvenna í bændastétt. Sigrídur Steinþórsdóttir - kona i dreifbýli.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.