Bændablaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 6
6
Bœndablaðið
Miðvikudagur 13. nóvember 1996
íslenskir landbúnaðarmenn í Ameríku
íslenskir ráðunautar kynna sér landbúnað í Bandaríkjunum
Nýlega fór 18 manna hópur ráðunauta, kennara og rann-
sóknamanna í náms- og kvnnisferð til fíandaríkjanna til
að fræðast um ýmsa þætti sem snerta nautgriparækt í
Bandaríkjunum. Ferðin var farin að frumkvæði Hags-
munafélags héraðsráðunauta. Farið var í heimsóknir á
kúabú, tilraunastöðvar og leiðbeiningamiðstöðvar. Auk
þess var farið á landbúnaðarsýninguna World Dairv Expo
í Madison í Wisconsin.
I Bændablaöinu munu á næstunni birtast nokkrir pistlar
um ferðina og fer sá fvrsti hér á eftir. Itarleg frásögn mun
síðan birtast í Nautgriparæktinni.
Síðastliðið ár var mun
minni komuppskera í
Bandaríkjunum en undan-
farin ár. Jafnframt höfðu
þurrkar í ýmsum fylkjum
Bandaríkjanna valdið
mörgum bændum erfið-
leikum, meðal annars kúa-
bændum. Þetta olli því m.a.
að allmargir kúabændur
drógu úr framleiðslu með
því að farga gripum eða
hættu jafnvel alveg búskap.
Þessar aðstæður hafa leitt til
þess að heildarframleiðsla mjólkur
hefur minnkað en eftirspum er
svipuð og áður. Þetta heftir ýtt á
verðhækkun til þeirra kúabænda
sem eru nú í framleiðslu, samhliða
hækkaði komverö síðastliðinn
vetur, sem smám saman leiðir til
verðhækkana á afurðum.
Greinilegt er að verð á mjólk er
nokkuð mismunandi eftir fylkjum
og innan fylkja. Algengt verð til
bænda virtist vera 23 til 25 krónur
á mjólkurlíter. Verulegur munur
virðist vera á verði mjólkur til
neytenda, bæði milli verslana og
væntanlega einnig fylkja. Allt frá
því að vera svipað og er hér á landi
niður í 40 til 45 kr/1. Athygli vöktu
ummæli eins starfsmanns í mjólk-
urbúi sem við komum í, að verð á
lífrænni mjólk væri tvöfalt hærra
og jafnvel enn hærra en á hefð-
bundinni mjólk.
Kúabúin fara stækkandi og í
Wisconsinfylki var okkur sagt að
meðalbústærðin væri nú 55 til 60
kýr en samt sem áður eru mörg bú-
in með 100 til 700 kýr. Algeng nyt
á búi er frá 8.000 til 10.000 lítrar á
kú á ári. Kynið Holstein er ráðandi
á þessu svæði, svartskjöldóttar og
mun stærri en íslenskar kýr.
Beit er mjög lítið notuð en oft
fóðrað á heilfóðri, blöndu af maís-
votheyi, sojabaunum, maís o.fl.
Með hækkandi komverði hafa
menn farið að skoða möguleika á
að nota beitina í auknum mæli.
Vió einstaklmgstilraunir í lausa-
göngufjósi ber hver kýr örmerki og
kemst hún bara ú einum stað aö
fóðurgangi.________________________
Heimsókn á kúabú
með 1.350 mjólkurkýr
Farið var í heimsóknir á nokk-
ur kúabú sem flest voru með 100
til 300 kýr og yfirleitt rekin sem
fjölskyldubú en öll þó með ein-
hverju aðkeyptu vinnuafli. Einnig
heimsóttum við kúabú með um
1.350 kúm. Það bú er rekið af
tveimur bræðrum og þremur son-
um þeirra en alls vinna á búinu að
jafnaði 25 til 30 manns. Fram-
leiðslan á ári er um 12 milljónir
lítra og til að átta sig betur á
stærðinni þá þyrfti eingöngu 8 til 9
slík bú til að sinna íslenska
markaðnum.
Kúnum er skipt upp í fóðrunar-
flokka, oft 90 til 100 kýr í hverjum
og fóðrað á heilfóðri að mestu
leyti. Mjólkað er á tveimur vöktum
í 34 tækja mjaltabás og eru tveir
starfsmenn sem vinna í mjalta-
básnum hverju sinni. Fyrstu 4 til 5
mánuðina eftir burð eru kýmar
mjólkaðar þrisvar á sólarhring. í
þessari heimsókn sem og í öðrum
heimsóknum á minni bú vakti það
athygli hversu lítil vinna var lögð í
undirbúning fyrir mjaltir, einnig að
vinnubrögð við mjaltir voru allt
önnur en við eigum að venjast hér
á landi, t.d. að við ásetningu
mjaltatækja var lítt sinnt því hvort
mjaltatækin drægju loft en aftakan
var sjálfvirk. Þá var hormónið
oxytocin notað við mjaltir ef þörf
var á til að örva niðurstreymi
mjólkur úr júgri.
Frumutala,
hvað er nú þaó ?
Athygli vakti að bændur sem
við heimsóttum virtust ekki hafa
miklar áhyggjur af gæðamálum
eins og frumutölu. Algeng fmmu-
tala á þeim búum sem við heim-
sóttum var á bilinu 150 til 250
þúsund frumur í ml. Oneitanlega
vakti þetta athygli okkar því, eins
og áður kom fram, em vinnubrögð
við mjaltir og daglegt eftirlit ekki í
samræmi við það sem við þekkjum
í íslenskum ljósum.
Hormónanotkun í
mjólkurframleiðslunni
A flestum búunum sem komið
var á, voru notuð hormón til að
auka framleiðsluna hjá kúnum.
Það hormón sem notað er heitir
BST (Bovine somatotrophin hor-
mone) og er yfirleitt notað þannig
að kýmar em sprautaðar hálfs-
mánaðarlega frá 60 dögum eftir
burð þar til líður að geldstöðu.
Áhrif hormónsins er meiri fram-
leiðsla og aukið át. Þessi hormóna-
notkun er leyfð í Bandaríkjunum
þar sem ekki hefur verið hægt að
greina, enn sem komið er, óheppi-
leg áhrif þessarar notkunar í af-
urðum. Greinilegt er að menn eru
enn að prófa sig áfram með notkun
þessa hormóns, m.a. kom fram hjá
einum bónda að hann vildi að
kýmar væru búnar að festa fang
áður en hann byrjar að sprauta
kýmar.
Samanburður við
íslenskar aðstæður
Eftir að hafa kynnst örlítið að-
stæðum mjólkurframleiðenda í
Wisconsin er fróðlegt að bera
saman aðstæður við íslenska fram-
leiðslu. Erfitt var að átta sig á
heildarafkomu mjólkurframleið-
Erfitt er að ímynda sér að
hægt sé að keppa við svona
framleiðslu Jyrir hinn
íslenska kúabónda, bœði með
tilliti til magns, verðs og
aðfanga. Jafnframt hlýtur
svona framleiðsla að vekja
spurningar um siðferðileg
gildi og dýravernd. Er
réttlætanlegt að notkun þau
hjálparejhi sem greinilega
eru algeng í eldinu í USA ?
Tilgangurinn er vœntanlega
að geta boðið vöru á sem
lægstu verði en ekki verið líta
á hvernig nautasteikin er
tilkomin
enda í Wisconsin en þó er
greinilegt að menn leita allra leiða
til að ná meiri framleiðslu á hvern
grip, m.a. með notkun hormóna
enda eru engar framleiðslutak-
markanir á mjólk. Búin eru flest
mun stærri en við eigum að venjast
og daglegt eftirlit með gripum tak-
markað.
í máli rannsóknamanna sem
við hittum í ferðinni kom m.a.
fram að auknar kröfur eru gerðar
um meðferð og nýtingu á búfjár-
áburði. Þetta mun að einhverju
leyti koma fram í auknum kostnaði
fyrir bændur. Einnig kom fram að
ef hækkanir verða áffam á
komverði þá verði samkeppnis-
A eldisstöð fyrír lömb skammt frá Fort Collins t Colorado. Þar eru 55 þúsund lömb á fóðrum og trukkar notaðir við gjaftr.