Bændablaðið - 13.11.1996, Qupperneq 8
8
Bœndablaðið
Miðvikudagur 13. nóvember 1996
Framleiðslustjórn á mjólk í Ontariofylki í Kanada
M fylki í Kanada er
sjðlfstæð eining og úheimitl eð
flyfla kvöta ð milli beirra
Öll mjólkurframleiðsla í Kanada er
undir framleiðslustjórn. Hvert jylki er sjálf-
stœð eining og óheimilt að flytja kvóta milli
þeirra. Þó að reglur séu svipaðar eru þœr
ekki eins í öllum fylkjum. Hér verður ein-
ungis minnst á þær reglur sem gilda í
Ontario fylki.
Kvótinn er byggður á fitumagni eða kg
af smjöri. Þessu verður vœntanlega breytt
innan tíðar.
Dœmi: 10.000 kg kvóti er = 256.000
Itr.
Kvótinn er eign félags kúabœnda í
þessu jýlki.
Kvóta má ekki lána né leigja.
Mjólk má ekki leggja inn til annarra
en mjólkursamlaga.
Kvóta má breyta hjá bœndum en þá
hlutfallslega jafnt á alla.
Kvótaárið er 1. ágúst til 31.júli.
Kvótaárinu er skipt í tvennt, 1, ágúst til
31.jan. og l.feb. til 31.júli. Leggja þarf inn
45 % af kvótanum á hvoru tímabili. Aó
öðrum kosti verður kvótinn skertur tíma-
bundið. Bœndur tala oft um dagskvóta. Ef
ársframleiðslan nœr ekki 90 % af kvóta er
hann skertur um það magn. Bóndinn má
selja ónotaðan kvóta, ef hann sér fram á
skerðingu.
Við jarðakaup fylgja 85% af kvótanum.
Mjólkurframleiðslu verður að halda áfram
nœstu 24 mánuði án verulegra breytinga á
viðkomandi jörð. Nýr eigandi má þó selja
25% afkvótanum á þessum tíma. Kvótaeign
kaupanda, sem lögð er til þessarar eignar,
er undanþegin þessum ákvæðum. Margar
reglur gilda um flutning milli hlutafélaga
eða sameignarfélaga. Einnig eru í gildi
ýmsar minniháttar reglur, t.d. að í upphafi
kvótaárs mega ekki vera meira en fjórar
mjaltir í tanki.
Kvótasala
Sala og kaup geta farið fram á;
1. Kvótamarkaði
2. Innan fjölskyldu
3. Jarðasölu
4. Samruna eininga með stofnun
annarra rekstrarforma.
Sala á ónotuðum kvóta getur farið fram i
síðasta lagi á uppboði 7. júlí, til þess að
taka gildi 1. júlí. Lágmarksmagn er 100 kg
eða 2560 Itr.
Við kvótasölu er tekið 15 % af kvótanum
i varasjóð. Kvótinn er annars vegar seldur
sem notaður eða ónotaður kvóti.
Framleiðendur þurfa samþykki fyrir
kaup á kvóta, þegar kvótakaupin eru yfir
50. 000 kg eða 1.282.000 Itr. síðan við hverja
aukningu um 25.000 kg eða 641.000 Itr.
Kvótamarkaður
Hann er undir stjórn félags kúabœnda.
Sala fer fram 11 mánuði ársins.
1. ónotaður kvóti sept. - júlí
2. notaður kvóti okt. -júlí.
Enginn kvótamarkaður er í ágúst.
Kvótamarkaðurinn er tilboðsmarkaður.
Öll tilboð um sölu eða kaup verða að fara
fram um simaþjónustukerfi. Símarödd spyr
6 spurninga. Síðan eru svörin lesin fyrir við-
komandi aðila. Að hámarki eru 10 tilboð
leyfð í einu simtali. Önnur leið til að gera
tilboð í kvóta er ekki leyfð.
í tilboði skal tilgreint verð á kg. Öll til-
boð skulu gerð fyrir kl. 11.30 sjöunda dag
hvers mánaðar. Sendi bóndi tilboð fyrr get-
ur hann breytt tilboði. Hann þarf að geyma
tilboðsnúmer. Hvert tilboð kostar um 600
kr. með símaþjónustu.
Tilkynning um það hvort kaup eða sala
fórfram eða ekki er send bréflega.
Framleiðandi má gera mörg tilboð með
mismunandi verði og magni. Ymsar tak-
markanir eru, t.d. að ekki má bjóða til sölu
og gera tilboð um kaup í sama mánuði.
Framleiðandi fær greitt fyrir kvóta mánuði
síðar eða um svipað leyti og mjólkin er
greidd. Kaupandi kvóta skal greiða með
órvisun eða með peningum fyrir mjólkurinn-
legg. Ef eitt mánaðarinnlegg nœgir ekki eru
reiknaðir 2%> vextir á mánuði. Þetta gildir
ekki um stórar sölur, þá þarf bankaábyrgð.
Notaður kvóti verður virkur 1. nœsta
mánaðar en ónotaður 1. viðkomandi mánað-
ar. Þannig verður að kaupa ónotaðan kvóta
í síðasta lagi 7. júlí til þess að fá greitt fyrir
umframmjólk. Þó að gert sé tilboð er ekki
víst að kaup náist, þar sem það ræðst af til-
boðsverði og verðkröfu seljanda. Kvóta-
markaðurinn hefur heimild til að hafna
kauptilboði, ef það er ekki í neinum
tengslum við framleiðslugetu býlisins. Þetta
mun vœntanlega vera sett til að hindra
kvótabrask, þ.e. að kaupa þegar verð er lágt
en að selja þegar verð er hátt.
Nýir framieiðendur
Nýr framleiðandi þarf að hafa fram-
leiðsluleyfi og vottaóa aðstöðu fyrir fram-
leiðslu á mjólk fyrir gæðaflokk A. Hann þarf
einnig viðurkennda framleiðsluaðstöðu Fé-
lags kúabænda, t.d. mjólkurtankur verður að
vera fyrir hendi fyrir tveggja daga mjólk og
margt fleira.
Hann verður að byrja framleiðslu 90
dögum eftir kaup á kvóta o.fl.
Verð á notuðum kvóta er um 50 kr. á Itr.
en verð til bænda um 35 kr. á Itr. Þetta eru
ekki mjög nákvæmar tölur. Enginn virðis-
aukaskattur er á matvœlum í Kanada.
Ketill A. Hannesson
Dagana 8. til 11. september sl.
var haldin í Aberystwyth í Wales
ráðstefna rannsóknamanna á sviði
votheysgerðar og votheysfóðrunar.
Þar voru kynntar niðurstöður
ýmissa rannsókna á þessu sviði. í
þessari grein verður sagt frá
nokkru af því sem þar bar fyrir
augu og eyru.
Ellefta ráðstefnan
Ráðstefnur af þessu tagi hafa
nú verið haldnar um liðlega aldar-
fjórðungs skeið. í fyrstu voru þær
aðeins ætlaðar votheysfræðingum
á Bretlandseyjum til þess að sam-
ræma votheysrannsóknir og
skiptast á niðurstöðum og kynna
þær. Með árunum hafa fúlltrúar
annarra landa bæst í hópinn. Ráð-
stefnan í Wales var sú fjöl-
mennasta til þessa. Hana sátu nær
250 manns frá 27 þjóðum auk
þeirra er Bretlandseyjar byggja,
allt frá Bandaríkjunum austur um
til Kóreu og Japan. Flutt voru yfir-
litserindi og erindi um einstök
rannsóknaverkefni auk þess sem
niðurstöður voru kynntar á tugum
veggspjalda. Þá gafst ráðstefnu-
gestum góður tími til óformlegra
samræðna. Farin var kynnisferð
um nágrannasveitir og litið á
búskap veilskra bænda.
Votheysgerðin vex
í flestum löndum hefur vot-
heysgerð farið vaxandi á undan-
fomum árum samkvæmt rækilegu
yfirliti sem kynnt var i upphafi
ráðstefnunnar. Þurrheysgerð er á
undanhaldi. Þó rúllubaggaverkun
færist víða í vöxt má segja að ís-
lendingar séu efst í töflu hvað
varðar hlutdeild rúllanna við
verkun á grasi. Hvergi er hún jafh-
mikil að tiltölu. Þá er það sérkenni
á íslenskri rúlluverkun að við for-
þurrkum heyið til muna meira en
nágrannar okkar gera. Helst eru
það Svíar og Þjóðverjar sem
nálgast okkur í því efni. Þykir
ýmsum skrítið að á þessari vætu-
sömu smáeyju í Norðurhöfúm
skuli menn stunda forþurrkun í svo
ríkum mæli. Sennilega njótum við
þar langrar hefðar fyrir hey-
þurrkun, ríkulegs vinds og auð-
þurrkanlegra grasa.
Notkun gerlasmits til
að bæta verkun
I allmörgum erindum var
greint frá niðurstöðum rannsókna á
notkun gerlasmits og
annarra líftæknilegra
aðferða til þess að bæta
verkun votheys og
nýtingu þess við fóðrun.
Til smitunarinnar eru
notaðir ýmsir stofhar
mjólkursýrugerla. Lengi
vel voru áhrif smitsins
óljós en með vaxandi
þekkingu á hæfni ein-
stakra gerlastofha
virðist svo sem árangur-
inn sé að verða ein-
dregnari en áður. Efhi til
smitunar eins tonns af
heyi kostar um það bil
100 kr. Mest gagn er
jafnan af smiti í
nýslegið eða lítið eitt
forþurrkað hey (með 20-30%
þurrefni) en nú hafa menn rekist á
stofna mjólkursýrugerla sem
starfað geta í þurrara umhverfi.
Kæmi til greina að reyna áhrif
þeirra í forþurrkuðu rúlluheyi
hérlendis, og kanna hvort þeir
gerðu verkunina einsleitari og
heyið lystugra. Þá hafa rannsóknir
beinst að notkun annarra íblöndun-
arefna en notkun þeirra þykir nær
ómissandi við hefðbundna vot-
heysgerð í nágrannalöndunum.
Votheysát -
fóðurnýting
Það er sameiginlegt einkenni
hefðbundinnar
búfjárræktar nágranna-
landanna að lögð er
mikil áhersla á að nýta
fóður búsins til ffam-
leiðslunnar - að komast
sem mest af án
aðkeypts fóðurs. Suð-
lægari nágrannar eiga
að sjálfsögðu fleiri
kosta völ en við. Má þó
nefna að maís teygir sig
til dæmis sífellt norðar.
Nú reyna frændur okk-
ar írar hann í nokkrum
mæli. Heyát og nýting
fóðurefnanna eru
mikilvægar hlið vot-
heysgerðar. Á ráð-
stefnunni var sagt frá
rannsóknum á notkun próteingjafa
með votheyi, t.d. fiskmjöls, sem
og því hvemig segja má fyrir um
líklegt heyát á grundvelli gæða
heysins. Menn ætla ekki að una
því einu að geta sagt til um
efnamagn heysins og fóðurgildi
heldur vilja einnig geta sagt fyrir
um það hvemig það muni nýtast
best í dagsgjöfmni. í yfirlitserindi
var með hvössu orðalagi bent á að
á síðustu þremur ámm hafi
Evrópubúar dregist aftur úr í ffam-
forum hvað snertir skilning á
fóðurlfæði jórturdýra. Bent var á
að t.a.m. í Bandaríkjamenn væru
nú að koma sér upp fóð-
urfræðikerfum þar sem í meira
mæli en í hinum evrópsku orku-
og próteinkerfum væri unnið með
einstök næringarefni, aðgengi
vambarflómnnar að þeim og
meltingu þeirra í mjógimi. í því
efni þykir kolvetna- og prótein-
kerfi Comell-manna í USA
(CNCPS-kerfið) lofa góðu.
Framlag frá íslandi
Við vomm tveir íslensku þátt-
takendumir, Bjöm Þorsteinsson
deildarstjóri á Hvanneyri og
skrifarinn. Bjöm flutti erindi um
sykrur í grösum og hæfni grasa til
votheysgerðar. Var það byggt á
þriggja ára rannsóknum hans,
Bjama Guðmundssonar og Rík-
harðs Brynjólfssonar á efnamagni
og verkun fjögurra grastegunda:
vallarfoxgrass, vallarsveifgrass,
túnvinguls og beringspunts.
Áhersla var lögð á að kanna sykm-
magn grasanna og hvað af sykmn-
um yrði við votheysgerjunina.
Samanborið við erlend grös em
þau íslensku fremur sykrurík og
auðgerjanleg, ekki síst vallarsveif-
gras og vallarfoxgras. Þá hafa
rannsóknimar á Hvanneyri sýnt að
náin tengsl em á milli sykmmagns
og lystugleika súrsaðs heys (rúllu-
heys).
Að lokum
Það var afar fróðlegt að
kynnast því sem helst er að gerast
um þessar mundir í votheysrann-
sóknum nágrannaþjóðanna. Ein-
kenni rannsóknastarfsins er ekki
síst hópvinna, bæði einstaklinga úr
mismunandi fræðigreinum og ein-
staklinga af ólíku þjóðemi. Af
einstökum hópum var það ekki síst
framlag Norður-íra sem athygli
okkar vakti en líka Finna. Þessir
hópar em mikilvirkir í rann-
sóknum á sviði verkunar og
fóðmnar á votheyi. Af þeim má
margt læra. Að okkur setti líka
þann gmn að ýmsum vanda
mundu nágrannar sneiða hjá ef
Þeir forþurrkuðu votheyshráefni
sitt að hætti íslenskra bænda. En
forþurrkun geta líka fylgt vanda-
mál sem rannsaka þarf.
Bjarni
Guðmundsson,
búvlsindadeild,
Hvanneyri