Bændablaðið - 13.11.1996, Síða 17
Miðvikudagur 13. nóvember 1996
Bændablaðið
17
Kraftlýsi á Djúpavogi framleiðir iyf úr fjallagrösum og
sölvum
Verksmiðjufæl
kallar fram útfmabæra
sjúkdúma í fólki
Fjallagrös eru merkileg nytjaplanta sem
hefur verið notuð í aldaraðir bæði til
manneldis og í heilsubótarskyni. Fyrstu
heimildir á Islandi um fjallagrös er að
finna í Jónsbók en þar var bannað að tína
grös á landi annarra bænda. Erlendis hafa
fjallagrös verið nýtt frá dögum Róma-
veldis. Nú hefur fyrirtækið Kraftlýsi á
Djúpavogi hafið framleiðslu á heilsubótar-
lyfi úr fjallagrösum - en einnig úr sölvum.
Auk þess framleiðir fyrirtækið hákarlalýsi
og ýmsilegt fleira sem finna má í náttúru-
iækningabúðum og víðar. Framleiðsla á
vegum Kraftlýsis hófst í upphafi árs 1990
en upphaflega flutti fyrirtækið út óunnið
þorskalýsi í gámum. Flákarlalýsisperlur
Kraftlýsis komu fyrst fram 1993 og nú er
meira að segja hægt að fá hákarlakrem!
Blóðberg er að finna í þessu kremi. Þeir
Kjartan Garðarsson og Gunnlaugur Frið-
bjarnarson starfa hjá Kraftlýsi. Þeir eru
einnig hluthafar í fyrirtækinu en aðaleig-
andi þess er norskt lýsisfyrirtæki.
Kjartan sagði fyrirtækið kaupa þurrkuð
fjallagrös frá Höfn í Hornafirði. Sölin konta
hins vegar frá Hrauni í Ölfusi. “Þetta er ekki
mikið magn. Við erum fyrst og fremst að
athuga viðbrögð markaðarins,” sagði Kjartan,
“en við eigum fullt af
öðrum jurtum sem
við þurfum að rækta
og nýta. Vandamálið
við fæði nútíma-
mannsins er sú stað-
reynd er að i það
vantar mörg snefil-
efni en víða erlendis
er búið er að þraut-
pína jarðveginn
þannig að hann er
ófær að gefa mörg
bráðnauðsynleg efni í
fæðuna.
Við getum tekið
kom sem dæmi en við
vinnslu á þeim er
búið að taka mörg
bæti- og snefilefni úr
þeim. Þar sem verk-
smiðjufæðið, sem ég
kalla svo, gerist æ út-
breiddara eru að
koma fram allskonar
kvillar í fólki. Það er
Bændablaðsmynd/ÁÞ
Kjartan og Gunnlaugur fyrir framan nýtt
husnœði Kraftiýsis.
til dæmis farið að fá ellisjúkdóma langt fyrir
aldur fram og sem dæmi má nefna bein-
þynningu í ungum stúlkum.”
“Samkeppnin er hörð. Á markaði em til
dæmis þaratöflur sem kosta mun minna en við
getum hins vegar boðið þetta sem vörur úr
hreinni náttúm. Á því munum við fljóta,” sagði
Kjartan og bætti því við að Islendingar þyrftu
ekki stóran bita af heilsumarkaðskökunni til
þess lifa góðu lífi. “Möguleikar okkar ís-
lendinga takamarkast fyrst og fremst við það
sem okkur dettur í hug. Hvað varðar íslenskan
landbúnað í framtíðinni þá tel ég að hann fari
inn á svið sem við þekkjum ekki í dag. Við
munum hefja framleiðslu á plöntum og hugsan-
lega dýrum og dýraafurðum sem ekki em
framleidd hér á landi um þessar mundir.
Við getum litið á landbúnaðinn eins og
hann hefur verið á undanfömum árum. Annars
vegar hefur verið framleidd mjólk og hir.s
vegar lambakjöt. Nú er fólk farið að huga að
ýmsu öðm og má nefha lífrænt ræktað í því
sambandi. Lífríkið hér er vissulega fáskrúðugt
en það gefúr okkur líka alveg nýja möguleika í
ræktun.
Grasalæknum hefur fjölgað á undanfömum
ámm á íslandi og það er hægt að gera ýmisleg
fæðubótarefni úr grösum. Þangað eigum við líta
á komandi árum.”
Fjallagrös em fléttur en þær myndast við
sambýli svepps og þömngs og em ein tegund
þeirra. Fjallagrös vaxa víða á norðurhvelijarðar
þó þau séu sérstaklega kennd við Island,
samanber latnesk heiti þeirra sem er “Cetraia is-
landica”. Fjallagrös eru algeng á íslandi og
vaxa einkum inn til fjalla og á hálendinu.
Einna þekktust er notkun þeirra í fjalla-
grasaseyði og fjallagrasamjólk. Fjallagrösin
innihalda 40-70% sterkju og vom þess vegna
notuð í stað mjöls í brauð þegar skortur var á
mjöli. Hér á íslandi hafa Qallagrösin lengi verið
notuð til að styrkja heilsuna og það var vegna
þess hve hóstastillandi, vatns- og blóðaukandi
þau eru.
Auk sterkjunnar er í grösunum mikið af slími
sem verkar vel gegn þurri slímhúð, einnig inni-
halda þau barkandi efni sem er gott fyrir magann
og stilla einnig uppköst. Um miðjan 17. öldina var
farið að nota fjallagrös við meltingartmflunum og
öndunarsjúkdómum og eru enn í notkun í
nokkrum löndum þrátt fyrir að mörg lyf séu
komin á markaðinn til sömu nota.
Söl hafa um langan aldur verið eitt helsta
fæðubótaefni hér á landi. Neysla á sölvum
hefur ávallt verið talin holl. Söl sem notuð voru
í grauta vom söxuð
og þá var notað jafnt
af hvoru, bankabygg
eða haframjöl.
Einnig þekktust
sölvakökur en þær
voru gerðar úr rúg-
mjöli og sölvum.
Sölin vom notuð til
að drýgja mjöl í
brauð, voru þau þá
soðin fyrst í vatni,
voru þau svo söxuð
smátt oftast með
tóbaks- eða káljámi
og þannig hnoðuð
saman við brauðið.
Sölvabrauð voru
sögð líkjast seyddu
rúgbrauði. Söl
innihalda eins og
aðrir þörungar fjöl-
breytta flóm af
málmum og málm-
söltum sem þau taka
upp í sjónum.
Fjallagrös í
slátur og te
Þess má geta að
notuð séu fjallagrös
í slátur morkna þau
tiltölulega lítið og
haldast lengi sem ný
í súr. Hægt er að
nota þau hvort
heldur sem er í
blóðmör eða
lifrarpylsu.
Fjallagrasate er
auðvelt að búa til.
Þá er sett ein teskeið
(1-2 g) í bolla.
Fjallagrösin eru sett
út í kalt vatn, suða
látin koma upp og
soðið við hæga suðu
í fimm mínútur.
Drykkurinn verður
beiskur og því er
gott að sæta með
hunangi eða
ávaxtasykri.
Timburmanna-
pillurl
Fjallagrös em til
margra hluta
nýtanleg. Byrjað er
að framleiða
ljallagrasakrem og
hálstöflur úr
ljallagrösum og
Kjartan sagði að
lyfjaframleiðendur
væru farnir að
skoða þau. “Hvað
varðar sölin þá er
rétt að minnast þess
að krem hefur verið
búið til úr
þarablöðum.
Spurningin er bara
hvað fólki dettur í
hug að búa til.” Því
má skjóta inn að
sagan segir að söl
séu góð við
timburmönnum...
Hvemig væri að
hefja framleiðslu á
timburmanna-
pillum?
Samvinna
brádnauðsynleg
Kjartan sagði að
sístækkandi hópur
grasalækna, bændur
og framleiðendur
þyrftu að hefja
samvinnu og
samstarf. “Það sem
takamarkar
möguleikana er
hugmyndaflugið.”
Valmet
Sími5675200
Krókháls 10
Minkabú sem hafa
leyfi til lífdýrasölu
(flöú)
Á lista yfir svokölluð A bú
sem birtur var í síðasta
Bændablaði vantaði eftirtal-
in minkabú:
Blábjörg, Djúpavogshr.
765 Djúpivogur
Feldur h.f
(Guðjón Jónsson)
780 Höfn
Þórustaðir, Ölfushr.
801 Selfoss
Miðhóp,Þorkelshólshr.
531 Hvammstangi
Viðkomandi minkabændur
eru beðnir afsökunar á
þessum mistökum
Eggert Gunnarsson
Fnndir um
sauðfjárrækl á
Murlandi
Ræktunarfélag Norðurlands boðar
til funda um sauðfjárrækt á Norð-
urlandi. Frummælendur Stefán
Sch. Thorsteinsson, Ólafúr
Vagnsson og Jóhannes Rík-
harðsson.
UMRÆDUEFNI:
Sauðfjársæðingar í vetur og til-
raunaniðurstöður frá Hesti.
FUNDARSTADIR:
Mánud. 18. nóv.: Breiðumýri kl.
13.30, Sláturhúsiið Kópaskeri
kl. 20.
Þriðjudagur 19. nóv.: Félags-
heimilið Ljósheimar, Skagafirði
kl. 13.30 ogHótel KEA kl. 21.
Miðvikudagur 20. nóv.: Ás-
birgi, Miðfirði kl. 13.30 og
Sveitasetrið Blönduósi kl. 21.
HELLA kynnir nýja
gerð aukaljúsa
Um þessar rnundir er HELLA
að kynna víðs vegar um heim, nýja
gerð aukaljósa svokallaða “Lumin-
ator” línu. Þetta kemur fram í
fréttatilkynningu frá Bílanausti hf.
sem er umboðsaðili fyrir Hella.
Áður en ljósin voru sett á
markað, undirgengust þau mjög
erfið próf, þar sem reyndi á getu
þeirra til að þola titring allt að 750
sveiflum á mínútu, mikinn vatns-
þrýsting(4 bar), hita- og kulda-
sveiflur og þéttleika gegn óhrein-
indum.
Speglar ljósanna byggjast á
svokallaðri FF-tækni, þar sem
tölva hefur reiknað út lögun
spegilsins, þannig að ljósinu er
stýrt mjög markvisst á
þann stað, sem því er
ætlað, og ljósið því
laust við flækings-
geisla, sem einkenna
margar eldri gerðir
ljósa. Þessi tækni var
fyrst kynnt í Rally
3000 ljósunum frá
Hella, sem löngu hafa
sannað ágæti sitt.
Mikið var lagt upp
úr hönnun ljósanna hvað varðar
útlit, þannig að þau færu sem best
við hin ýmsu farartæki, í nútíð og
framtíð.
Sjálft ljósið er allt úr málmi, og
er sérlega mikið lagt upp úr
stöðugleika og styrk. Ljósin munu
fást bæði krómuð og svartmött.
Ennfremur verður
hægt að velja á milli
mismunandi ljós-
geisla, þoku-, dreifi-,
öku- og kastljósa. I
ljósin er notuð H-3
halogen pera, sem
fáanleg er 1 mis-
munandi styrkleik-
um, jafnframt því að
fást sem svokölluð
gulpera, sem gefúr
gylltan geisla sem reynst hefur
sérlega vel við vetraraðstæður.
A sýningunni björgun ‘96,
sýndi Bílanaust, umboðsaðila
Hella, 1 fyrsta sinn á íslandi, einnig
sérstaka gerð “Luminator” ljósa,
svokölluð háspennuljós og vöktu
þau verðskuldaða athygli meðal
björgunarmanna og hálendisfara.
Ljósin byggja á svokallaðri
Xenonperu og spenni er gefur frá
sér 25.000 volt, til að kveikja á
perunni. Orkunotkun þessa ljóss
er mjög lítil eða 45 wött. en
áhrifm því Hkust, að ljósin við
Laugardalsvöllinn hafi verið skrúf-
uð ffaman á bílinn.
Ljósin eru eins og fram hefur
komið alveg ný, og verða því ekki
alveg strax til sölu en sýnishom
hafa nú þegar borist 1 verslanir
Bílanausts, þar sem hægt er að
skoða þau.