Bændablaðið - 13.11.1996, Síða 18

Bændablaðið - 13.11.1996, Síða 18
18 Bœndablaðið Miðvikudagur 13. nóvember 1996 Leið fil að halda viðhalds- kostnaði niðri “Hús þurfa stöðuga aðgæslu og viðhald. Ef ekki er gert við þar sem skemmd á sér stað, hættir húsið að vera gott og við- haldskostnaður eykst með hverju árinu sem líður,” segir í fréttatilkynningu frá umboðsmanni Rainseal á íslandi. “Það eru til ýmsar leiðir til þess að draga úr þessum viðhaldskostnaði og er til dæmis hægt að nefna eitt dæmi því til sönnunar.” í tilkynningunni segir m.a.: “Árið 1980 var gerð tilraun með efni sem heitir Rainseal undir glugga utanhúss yfir málningu. Þetta efni var sett yfir málninguna 1980 og 12 árum seinna var þessi sylla og veggurinn undir syllunni eini staðurinn á allri blokkinni sem var í lagi 12 árum seinna, en þetta hús sem þessi tilraun var gerð á er með sex íbúðum. Ef þetta Rainseal efni hefði verið sett á alla blokkina og það hefði reynst svona vel á allri blokkinni eins og það reyndist á þessari syllu og und- ir glugganum þá hefðu eig- endur blokkarinnar getað sparað sér 840 þúsund krónur á 12 árum, eða 140 þúsund á hvem íbúðareiganda. Rainseal efnið er hægt að setja yfir hvaða lit sem er af málningu, vegna þess að það er jafn glært og vatn. Þeir sem hafa fengist við byggingarstörf á íslandi vita að landið og veðurfar þess er afar erfitt fyrir hús og ýmis önnur mannvirki. Tíð skipti milli hita og kulda, mikillar úrkomu og miklum vindum, valda því að vissara er að verja húseignir sínar þannig að kostnaðurinn verði ekki óyfirstíganlegur. Fjöldi fyrirtækja og ein- staklinga hafa notað þessi efni með mjög góðum árangri. Sími/fax 553 7966, sími 581 4909 og sími/fax 557 4552.” Markaðsmál Umsjón: Jón Ragnar Björnsson Vatnið og markaðsmál búvara Á morgun, miðvikudaginn 13. nóvember hefst í Róm ráðstefna FAO, Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna um matvælaöryggi í heiminum. Allir helstu ráðamenn heimsins mæta á ráðstefnuna, sem stendur til 17. nóvember. “Matur handa öllum” er þema ráðstefnunnar, en meginefni hennar snýst um baráttu við næringarskort og hungur í heiminum. Síðasta stóra matvælaráðstefn- an á vegum FAO var haldin í Róm fyrir 22 árum. Þá var ályktað að hungri og næringarskorti yrði útrýmt innan tíu ára. Við vitum betur í dag. Fólksfjölgun hef- ur verið ör á þessum tíma en matvælafram- leiðslan hefur einnig vaxið. Fyrir tuttugu árum voru um 2.400 hitaeiningar til ráðstöfunar á hvem jarðarbúa á dag. Nú eru þær 2.700. Fræðilega séð er því næg orka í matvælum handa öllum. Þrátt fyrir það þjást nú um 800 millj. manna af nær- ingarskorti í heiminum að mati FAO. Þar af em 200 millj. bama. Á hverju ári deyja um 11 millj. bama yngri en fimm ára beint eða óbeint af völdum hungurs og næringarskorts. Vatnið er undirstaða Vatnsskortur er nær óþekktur á íslandi og við lítum á nægt vatn til drykkjar, vökvunar, þvottar og raf- magnsframleiðslu sem sjálfsagðan hlut. Ef eitthvað er þá kvarta menn helst yfir of miklu vatni á íslandi. Vatnsskortur er þó talin meiri ógnun við jarðarbúa en matvæla- skortur. Á jörðinni em um 1,36 milljarðar m3 af vatni. Um 97% af því er sjór, sem inniheldur 3,5% salt. Aðeins 3% em ferskvatn. Af skv. þessari skilgreiningu er í 26 löndum með um 232 millj. íbúa. Ellefu þessara landa em í Afríku og átta í Mið-Austurlöndum. Talið er að árið 2020 herji vatnsskortur á íbúa 35 landa. Hreint vatn bjargar mannslífum Vatnskreppan hefur ljórar hlið- ar, þ.e. vegna vatnsmagns, vatns- ferskvatninu em um 77% bundin í jöklum, um 22% em gmnnvatn, sem erfitt er að nýta. Það er því aðeins um 1% af vatninu í heiminum sem unnt er að nýta af gróðri, dýrum og mönnum. Þrátt fyrir þetta ætti að vera nægt ferskvatn fyrir alla, ef því væri jafnt skipt. Frá því er hins vegar langur vegur. Vatnið skiptist mjög misjafnt milli landa, land- svæða og árstíða. Ef nýtanlegt vatn er minna en 1.000 m3 á íbúa á ári er talað um vatnsskort. Stöðugur vatnsskortur gæða, þétt- býlisþarfa og vegna hnignandi gæða akurlendis. • Magnkreppan er til komin vegna takmarkaðs framboðs af vatni og vaxandi eftirspurnar. Hœtta er á erjum og óróa því 40% af íbúum jarðarfá neysluvatn sitt frá vatnakerfum fljóta. Fljót sem renna á landamœrum eru var- hugaverð að þessu leyti og þetta á einmitt við um a.m.k. 214 stórfljót í heiminum. Gœðakreppan kemur til vegna mengunar vatns af ýmsum völdum. Einn milljarð manna skortir hreint drykkjarvatn. Talið er að unnt vœri að bjarga lifi tveggja milljóna barna sem látast af niðurgangi, ef þau hefðu að- gang af drykkjarhœfu vatni. Þéttbýliskreppan verður vegna þess að fólksjjölgun er óvið- ráðanleg i mörgum stórborgum þriðja heimsins. Fjölgun og vax- andi fátœkt ásamt vatnsskorti get- ur valdið óeirðum. Gert er ráð fýrir að fólks- jjöldi stórborga muni tvöfaldast í fimm milljarða fram til ársins 2025. Þar sem pólitísk völd og fármagn safnast í þéttbýlið og auk þess vatnsskortur má búast við því að rikisstjórnir þeirra landa neyðist til að taka vatn frá landbúnaðinum þrátt fyrir að eftirspurn eftir matvœlum vaxi hratt. ■ Þverrandi gæði akurlendisins koma m.a. fram i þverrandi bindingu vatnsins. Uppblástur vex og aðgangur að vatni til rœktunar minnkar. Það leiðir svo af sér minni búvöruframleiðslu sem kemur fram í matvælaskorti. Hér er aðeins gripið á örfáum þáttum þess mikla vanda, sem við blasir. Vonandi ná menn saman á ráðstefnu FAO um raunhæfa fram- tíðarsýn og aðgerðaáætlun, sem hefúr raunhæf áhrif á ástandið. /JRB WMSMSii Zefor Afmælistilboð! Zetor 6340 4x4 68 hestöfl með vendigír. Verð aðeins kr. 1.390.000 án vsk. Zetor 7340 4x4 78 hestöfl með vendigír. Verð aðeins kr. 1.490.000. Það hefur ekki verið jafn hagstætt verð á Zetor í mörg ár. Aðeins örfáum vélum éKS óráðstafað á þessu hagstæða verði. VELAVER Lágmúla 7, 108 Reykjavík Sími: 588 2600, fax: 588 2601 mælistilboóAfmælistilbo mælistilboðAfmælistilbo

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.