Bændablaðið - 06.05.1997, Side 14

Bændablaðið - 06.05.1997, Side 14
14 Bœndablaðið Þriðjudagur 6. maí 1997 Svar til Torfa Jóhannessonar og Snorra Sigurðssonar Hafa skal það sem sannara revnist Upphafsorð Að undanfömu hafa birst bæði hér í blaðinu og víðar greinar um innflutning á nýju mjólkurkúakyni til íslands og í því samhengi oft verið vitnað til samanburðar- tilraunar sem gerð var með íslenskar og NRF kýr í Færeyjum veturinn 1994-1995. Greinahöfundar hafa að sjálfsögðu haft misjafnar skoðanir á því hvort flytja eigi nýtt erfðaefni til landsins til blöndunar við íslenska kúastofninn en öll umræða og skoðanaskipti um jafnmikilvægt mál hlýtur að vera af hinu góða. I síðasta tölublaði Bændablaðsins (7. tbl. 3. árg.) birtist hins vegar grein sem ber nafnið „Rétt skal vera rétt“ og er eftir þá Torfa Jóhannesson og Snorra Sigurðsson sem að eigin sögn stunda báðir nám við Búnað- arháskólann í Kaupmannahöfn. Þeir „stinga niður penna með það að markmiði að rýna í framkvæmd tilraunarinnar, fengnar niðurstöður og túlkanir á þeim“ eins og þeir orða það. I grein þeirra kemur vægast sagt fram mjög hörð gagnrýni á faglega framkvæmd og skipulagn- ingu Færeyjatilraunarinnar og þó nöfn okkar séu ekki nefnd í títt- nefndri grein þá bárum við undir- ritaðir ábyrgð á framkvæmd verk- efnisins fyrir hönd okkar stofnana og hljótum því að taka gagnrýnina til okkar. Við lestur greinar þeirra eru aðallega tvö atriði sem rétt er að staldra við. í fyrsta lagi dæma þeir okkur algjörlega óhæfa um að skipuleggja faglega verkefni sem þetta og benda á ýmislegt sem að þeirra dómi sýni að við höfum klúðrað því allhressilega. Varla getum við talist hæfir til að dæma um það. í öðru lagi og það er kannski öllu alvarlegra þá saka þeir okkur um að hafa skipulagt verk- efhið frá upphafi á þann hátt og rangtúlkað niðurstöðumar þannig að á íslensku kýmar væri hallað, væntanlega til að auka hróður NRF kúnna. Þessu neitum við alfarið enda höfum við ekki fundið neitt sem rökstyður þessa ásökun þeirra, hvorki í grein þeirra né í því sem við höfum skrifað um tilraunina. Reyndar er það svo að allsendis er óvíst að við undirritaðir séum sammála um hvort flytja eigi til landsins nýtt mjólkurkúakyn en sú taðreynd skiptir ekki máli þegar rætt er um faglega framkvæmd og túlkun fyrmefndrar tilraunar. Hér á eftir munum við reyna að svara nokkmm þeim atriðum sem þeir félagar gagnrýna í grein sinni og sýna fram á að heiti greinar þeirra em að okkar mati öfugmæli. Tilraunaskipulag Skv. skýrsluhaldinu í Færeyjum var meðalnyt á árskú þar árið 1993 þegar unnið var að skipulagningu þessarar tilraunar 6683 kg af mjólk, prótein í mjólkinni var 3,12 % og fita 3,79 %. Fmmutala var ekki mæld úr einstökum kúm og kjam- fóðurgjöf er ekki skráð í skýrslu- haldinu en skv. þeim viðmiðunum sem unnið er út frá þar í landi er a.m.k. öll mjólkin framleidd af kjamfóðri og því er meðalkjam- fóðurgjöf væntanlega á bilinu 2,5- 3,0 tn á kú. Sambærilegar tölur fyrir kýr á íslandi á sama tíma vom 4168 kg mjólk, 3,44 % prótein, 4,13 % fita og meðalkjamfóðurgjöf var 477 kg á árskú. Spumingin var því þessi: Að hve miklu leyti skýrist þessi mikli munur á afurðum skv. skýrslu- haldi (um 60%) af mismunandi kúm (t.d. misstómm), af mismunandi fóðmn o.s.ffv. Hvað gerist ef við tökum „meðalhóp" af íslenskum kúm og „meðalhóp" af NRF kúm og bemm þá saman við sambærilegar aðstæður þ.e. í sama fjósi, með sama mjaltamann og á sama fóðri. Hver verður munur á framleiðslu kúnna þá? Málið var því að búa til þennan "meðalhóp". Stærð úrtaks I grein sinni rekja þeir félagar þau helstu atriði sem vert er að hafa í huga við ákvörðun á stærð úrtaks í tilraunum. Ekkert nema gott er um það að segja þó ekki sé minnst á þau tvö atriði sem oftast ráða mestu um þennan þátt í raunvemleikanum þ.e. fjármagn og aðstaða sem fyrir hendi er. Þegar færeyskum bændum var veitt leyfi til þess að flytja inn ís- lenskar kvígur var gert við þá sam- komulag um að þeir lánuðu tilrauna- stöðinni í Kollafirði í Færeyjum (Royndarstöðinni) gripina fyrsta mjaltaskeiðið svo safna mætti á sldpulegan hátt upplýsingum um þessa gripi og þar með yrði betra að átta sig á hvort þeir hentuðu betur en NRF við aðstæður eins og þær em í Færeyjum. Bændumir keyptu 20 kvígur, 16 fóm á Royndarstöðina en 4 beint til eigenda sinna að lokinni mánaðar einangmn. Fjósið á til- raunastöðinni tekur um 30 kýr og stærð tilraunahópanna réðst af því. Að sjálfsögðu hefðum við ekki haft á móti því að samanburðarhópamir væm stærri en aðstaða til þess var Hrossaútflutningur hefur farið vel af stað á þessu ári og í lok apríl höfðu 953 hross farið úr landi miðað við 917 hross á sama tíma í fyrra. Mesta athygli vekur umtalsverð aukning á útflutningi vestur um haf en á þessu ári hafa þegar verið flutt út 159 hross einfaldlega ekki fyrir hendi. Svo ein- falt var nú það. Val úrtaks Til að finna kvígur í fyrr- nefndan „meðalhóp'* til Færeyja var auglýst eftir þeim á Suðurlandi seinni part vetrar 1994. Kröfur sem gerðar voru til gripanna vom helst þær að æskilegasti burðartími var október 1994, æskilegasti ald- ur við burð var 24-27 mánaða, ein- ungis kvígur undan reyndum sæð- inganautum og góðum kúm komu til greina og æskilegast var ef kvígumar höfðu verið sæddar en þeim ekki haldið við heimanaut, en erfiðlega gekk að uppfylla það skilyrði. Keyptar vom 20 kelfdar kvígur frá 13 bæjum og því er ljóst að þetta voru kvígur sem búið var að velja til ásetnings á viðkomandi búum. Engar sérstakar kröfur vom gerðar varðandi uppeldisaðstæður á bæjunum. Af kvígunum sem fóm utan átti Þistill sjö dætur, Suðri fjórar, Belgur þrjár, Hrókur tvær og Smyrill, Kaupi, Flórgoði og Bjartur eina hver. Með tilliti til kynbótastiga var þessi kvíguhópur algjörlega sambærilegur við ásetn- ingskvígur hérlendis á þessum tíma og því dæmigerður „meðal- hópur“. Gerðar vom sömu kröfur til NRF kvígnanna í Færeyjum sam valdar voru í samanburðarhópinn þar. Um helmingur af kvígunum var fæddur á Royndarstöðinni en hinar vom keyptar af nokkrum bæjum og enginn munur varð á meðalaldri eða burðartíma ís- lensku og NRF kúnna í tilrauninni. Samanburðarhæfi tilraunahópanna Þeim félögum verður tíðrætt um uppeldisaðstæður hjá íslensku kvígunum og þeim færeysku og gefa sér að þær hljóti að hafa verið mjög ffábmgðnar enda segja þeir að "hér emm við komin að langstærsta galla til Bandaríkjanna og Kanada, en á sama tíma í fyrra voru þau aðeins 42. Alls fóru 232 hross til Bandaríkjanna og Kanada á árinu 1996, þannig að ef svo fer sem horfir, verður umtals- verð aukning í sölu og út- flutningi íslenskra hrossa til þessara svæða á árinu. Færeyjatilraunarinnar".... Þeir við- urkenna þó, að í raun viti þeir ekkert um það hvernig uppeldisaðstæðum- ar vom en tilgangurinn helgar greinilega meðalið og þá er bara að gefa sér það sem manni hentar. Sannleikurinn er nefnilega sá að á ferðum okkar um Færeyjar höfum við ekki séð neinn sláandi mun á þeim aðstæðum sem kvígur em aldar upp við þar og hérlendis. Kvíg- umar í Færeyjum em hafðar í mis- þröngum rimlastíum á vetuma og síðan beitt á úthaga á sumrin, ná- kvæmlega eins og vænta má að gert sé við flestar íslenskar ásetnings- kvígur. Ennfremur styrkir það til- raunina en veikir hana ekki að ís- lensku kvígumar koma frá 13 mismunandi bæjum og því er ákveð- in breidd í uppeldi þeirra og þær samsvara því betur þeim hóp sem þær eiga að vera fulltrúar fyrir. Þannig var nú það. Uppgjör gagna og túlkun niðurstaðna Þó við séum áhugamenn um nautgriparækt þá stundum við nú ekki úrvinnslu á tilraunagögnum okkur til afþreyingar eins og þeir félagar komast svo skemmtilega að orði, en það er alltaf gott að fá ábendingar um það sem betur má fara við uppgjör. I sambandi við leiðréttingar á gögnum "til að minnka hættuna á alvarlegum rangtúlkunum" þá má maður alltaf vara sig á því að "leiðréttingin" skili ekki bara veikari (vitlausari) gögnum vegna þess að leiðréttingar eins og þær sem þeir benda á eru yfirleitt gerðar á grundvelli einhvers sem menn álíta að hefði átt að gerast, en gerðist bara ekki. Komið hefur fram í skýrslum að íslensku kýmar voru að öllum líkindum í lakari holdum við burð en NRF kýmar og er það að sjálfsögðu slæmt. Þeir félagar benda á að sú staðreynd að íslensku kvígurnar þyngdust meira en NRF fyrstu mánuði eftir burð sýni að þær hafi verið þroskaminni við burð. Hitt getur þó alveg eins verið að NRF kvígumar hafi einfaldlega verið mjólkurlagnari, þ.e. hjá þeim hafi næring- arefnunum frekar verið beint til mjólkurmyndunar en holdsöfnun- ar. Efnahlutföll mjólkurinnar vom mjög óeðlileg hjá íslensku kvígun- um og á því hefur ekki fundist við- hlýtandi skýring þó eftir því hafi verið leitað. Þetta er raunar eina niðurstaðan úr tilrauninni sem stingur algerlega í stúf við það sem önnur vitneskja okkar getur gefið vísbendingar um. Tíðni júgurbólgu var hærrri hjá íslensku kvígunum hvort sem skýringin er uppeldisleg eða önnur, en hins vegar er rétt að Helstu markaðshindranir vestanhafs eru sóttkví og blóð- pmfur sem taka þarf úr hrossunum hér heima og flytja út til rann- sókna. Unnið er að því að leysa þessar hindranir og er ljóst að ef það tekst gæti útflutningur til þessara nýju markaðssvæða stór- aukist, enda er áhuginn mikill. árétta að júgurheilbrigði var almennt mjög gott hjá þeim á tilraunatímanum sem meðal- fmmutala upp á 100 þús fyrstu 28 vikur mjaltaskeiðsins sýnir glögg- lega. Nyt kúnna í tilrauninni var "leiðrétt" fyrir júgurbólgu á þann hátt að ef kýr var með júgurbólgu þegar nyt var mæld þá var þeirri mælingu sleppt en kýrin fékk meðalnyt vikunnar á undan og eftir. Þetta er nánst alltaf gert í slíkum tilvikum nema ef um er að ræða tilraunir þar sem meta á bein áhrif júgurbólgu. Varðandi át á gróffóðri hefur komið fram að þeirri reglu var ekki fylgt að leifar hjá kúnum væru 10- 15% af gjöf eins og við höfum gert í tilraunum hérlendis til að tryggja að kýrin geti alltaf étið meira hafi hún áhuga á því. Þetta orsakaðist af því að heyið var gróft og innréttingar hentuðu illa og vildu kýmar slæða mikið inn á básana ef mikið var gefið í einu. Var því bmgðið á það ráð að gefa gróffóður fjómm sinnum á dag og minna í einu. Erfitt er þó að sjá að þetta gjafalag hafi kerfisbundið mismunað hópunum eins og þeir félagar vilja álykta. Lokaoró Ljóst er að sumt í títtnefndri Færeyjatilraun þróaðist öðmvísi en ráð var fyrir gert í upphafi. Ekki verður þó séð að það hafi mismunað gripahópunum á einn eða neinn hátt og þar með rýrt gildi gagnanna. Sú fullyrðing þeirra félaga "... að tilraunin gefi engar nýjar vísbendingar um stöðu íslenskra kúa í samanburði við erlend kúakyn ..." hlýtur að flokkast undir fullyrðingagleði sem þeir þó byrjuðu grein sína á að saka aðra um. Að okkar mati falla þeir Torfi og Snorri í þá gryfju að "skjóta fyrst og spyrja svo". Það er ekki afsökun að skýla sér á bak við það að vita ekki betur og afla sér ekki frekari upplýsinga heldur gefa sér eigin forsendur sem að lokum leiða til þeirrar niðurstöðu að verk annarra séu einskis virði. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að jafnvel ungir menn á uppleið í hinu alþjóðlega rannsóknasamfélagi afli sér betri upplýsinga áður en slíkir dómar em settir á prent. Höfundar: Gunnar Ríkharðsson er starfsmaður Rannsóknastofnutiar landbúnaðarins Jón Viðar Jónmundsson er starfsmaður Bœndasamtaka íslands Verð á hrossum vestanhafs hafa reynst hærri en á sambæri- legum hrossum í Evrópu og hefur markaðssetning þar að mestu leyti miðast við að kynna íslenska hest- inn sem einstaka lúxusvöm. Vel taminn og geðgóð hross seljast best og eins hefur verið mikil eftir- spum eftir ákveðnum hestalitum s.s. vindóttu og skjóttu. Ljóst er að þama er um framtíðarmarkaði að ræða í sölu íslenskra hesta, en svo að um raunvemlega markaðsupp- byggingu geti orðið að ræða þurfa bændur og aðrir hagsmunaðilar að leggja metnað sinn í að framleiða og selja eingöngu vandaða og góða vöm. Þátttaka í sýningahaldi, s.s. á Equitana USA hefur mikið auglýsingagildi, en vel taminn og heilbrigður íslenskur gæðingur í höndum ánægðs eiganda, er sterkasta markaðsvopn íslenskra framleiðenda./H

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.