Bændablaðið - 06.05.1997, Page 16
16
Bcendablaðið
Þriðjudagur 6. maí 1997
Tillögur nautgriparæktamefnd-
ar vegna hugsanlegs innflutnings á
erlendu kúakyni hafa vakið
blendin viðbrögð, m.a. á síðum
Bændablaðsins. Svo vill til að ég
sit í nautgriparæktarnefndinni sem
annar af fulltrúum bænda og stóð
að tillögum hennar. Jafnframt hef
ég á aðalfundum LK stutt tillögur
um tilraunainnflutning á nýju kúa-
kyni. Þar sem málið er svo um-
deilt sem raun ber vitni þykir mér
rétt að gera grein fyrir hvað helst
hefur ráðið minni afstöðu, en þó
ekki síður gera að umtalsefni sumt
af því sem birst hefur í Bænda-
blaðinu undanfarið.
Ahugi manna á innflutningi
nýs kúakyns er ekki nýr af nálinni
og á sér einkum tvenns konar ræt-
ur. Annars vegar óánægju manna
með íslensku kýrnar, þá einkum
þeirra sem kynnst höfðu öðrum
kynjum og töldu þau taka því
íslenska fram um ýmsa eiginleika.
Hins vegar töldu ýmsir nauðsyn-
legt að kanna alla möguleika til
hagræðingar í greininni, þar á
meðal innflutning á nýju kúakyni,
ekki síst til að mæta harðnandi
samkeppni erlendis frá í kjölfar al-
þjóðasamninga um aukið við-
skiptafrelsi. Mönnum var þó lengi
vel óhægt um vik að mynda sér
ígrundaða skoðun á innflutningi
þar sem enginn beinn samanburður
var til á íslenskum kúm og t.d.
norskum. Með fyrstu niðurstöðum
úr Færeyjatilrauninni svonefndu
verða hins vegar tímamót í þeim
efnum og í kjölfar þeirra sam-
þykkti aðalfundur LK í fyrsta sinn
að stefnt skuli að innflutningi á
nýju kúakyni. En meðal niður-
staðna úr Færeyjatilrauninni má
nefna eftirfarandi:
NRF-kýrnar mjólkuðu
25 % meir en þær
íslensku.
NRF-kýrnar skiluðu 2.2
kr. meiri framlegð á lítra
mjólkur en þær íslensku.
NRF-kýrnar höfðu yfir-
burði í júgur-og
spenagerð.
Vafalaust áttu þessar niður-
stöður verulegan þátt í skapa
hljómgrunn fyrir frekari saman-
burði kynjanna með tilraunainn-
flutningi, a.m.k. tel ég ekki verj-
andi að horfa fram hjá þessum nið-
urstöðum.
Áreiðanleiki
Færeyjatilraunarinnar
Samkvæmt framansögðu má
segja að ákvörðun um innflutning
sé tekin á fölskum forsendum ef
ekkert mark er takandi á Færeyja-
tilrauninni. Sú er raunar ályktun
Snorra Sigurðssonar og Torfa Jó-
hannessonar í grein þeirra í síðasta
tölublaði Bændablaðsins. Bera þeir
við litlu umfangi, vafasamri upp-
setningu og ýmsum ágöllum öðr-
um. Sfst þykist ég sérfróður um
tilraunauppsetningu og skipulag,
en stenst þó ekki mátið að gera að
umtalsefni ýmis atriði úr grein
þeirra.
„Við vitum hins vegar ekki
hvort kynbótastig, byggingarlag
eða ættemi kvígnanna hafi gefið
rétta mynd af stofninum....“ segja
þeir Snorri og Torfi um íslensku
kvígumar í tilrauninni. Um ætt-
emið og þar með kynbótastig segja
Gunnar Ríkharðsson og Jón V.
Jónmundsson í grein í Nautgripa-
ræktinni 1996 „mæður þessara kúa
hafa kynbótamat mjög nálægt
meðaltali stofnsins". í erindi frá
Ráðunautafundi 1996 kemur fram
hverjir feðumir vom. Kynbóta-
einkunn þeirra er samkvæmt Naut-
griparæktinni 1996 á bilinu 105 til
120. I sömu grein kemur fram að
reynt var að gera sömu kröfur um
Enn um kúakyn
ættemi NRF kúnna.
Þessum upplýsingum
hefur á engan hátt
verið leynt, og hefði
varla verið ofætlan
þeim Snorra og Torfa
að afla sér þeirra hafi
þeir ekki í höndum
þær heimildir, sem hér
er vitnað til. í áður-
nefndu erindi frá
Ráðunautafundi 1996
kemur fram að meðal
byggingaeinkunn ís-
lensku kvígnanna var
80,6 stig. Ef þeir
Snorri og Torfi bæm
þetta saman við ein-
kunnir í kvíguskoðun
hérlendis, en þær upp-
lýsingar birtast t.d. ár-
lega í Nautgriparæktinni, kæmust
þeir að því að þetta víkur óvem-
lega frá meðaltali stofnsins.
„í nánast öllum fóðmnartil-
raunum tíðkast að para hópana
eftir fyrri nyt, heilbrigði, ætterni
o.s.frv.“ Mér er það hulin ráðgáta
hvemig para á kvígur saman eftir
fyrri nyt í upphafi 1. mjaltaskeiðs,
og varla er þá komin fram sá
munur í heilbrigði að gmndvöllur
sé fyrir pörun á þeim grunni.
Raunar hélt ég að pömnin væri til
að fá fram sem jafnasta hópa, og
ætti því ekki við þegar leitað er
eftir mismun á gripunum
sjálfum en ekki öðmm
þáttum.
Snorri og Torfi nefna
það að íslensku kvígum-
ar hafi væntanlega geng-
ið á úthögum á Suður-
landsundirlendinu að
sumri en verið hýstar í
þröngum rimlastíum að
vetri. Segja síðan frá
áhrifum uppeldisað-
stæðna fyrstu þriggja
mánaða á væntanlega
nyt. Eg hef satt að segja
ekki séð mikið af kálfum
yngri en þriggja mánaða
á úthögum sunnanlands.
Þeir Snorri og Torfi
hefðu líka mátt nefna
neikvæð áhrif of sterkrar
fóðmnar frá þriggja mánaða aldri
fram að kynþroska, sem fram hafa
komið í tilraunum við Rala Dan-
merkur. A því aldursskeiði kunna
úthagar Suðurlands að vera heppi-
legri væntanlegum mjólkurkúm
heldur en hægindi fjósbásanna í
Færeyjum. Víst eru mismunandi
uppeldisaðstæður íslensku og fær-
eysku kvígnanna veikleiki f til-
rauninni, en að gefa sér að sá mun-
ur gangi allur í eina átt þjónar þeim
tilgangi einum að gera tilraunina
tortryggilega.
„Júgurbólga greindist í 6 af
íslensku kúnum en einungis 2
norskum. Ætla má að þennan mun
megi að stómm hluta skýra með
mismunandi uppeldisaðstæðum“
Hvað nú ef þessi munur stafar að
stómm hluta af meiri mótstöðu
NRF kúnna gegn júgurbólgu? Það
þætti nú mörgum bóndanum
nokkurs virði.
Vissulega hefði verið æskilegt
að hafa Færeyjatilraunina viða-
meiri og ítarlegri. í þessum efnum
verða menn hins vegar að sníða sér
stakk eftir vexti, og aðstæður vom
einfaldlega ekki til að hafa til-
raunina viðameiri. Af Islands hálfu
hafði Gunnar Ríkharðsson umsjón
með tilrauninni. Ég þekki talsvert
til hans starfa að tilraunum og ber
til hans fyllsta traust. Séu greinar
hans um tilraunina skoðaðar blasir
við að hann er mjög varfærinn í
ályktunum, og gerir grein fyrir
helstu veikleikum hennar. Að
halda því fram að tilraunin sé tíma-
sóun er ómaklegt í hans garð og
annarra sem að tilrauninni stóðu.
Tilraunin gaf að mínu mati það
sterkar vísbendingar að tilrauna-
innflutningur er eðlilegt framhald
hennar.
Ekki kemur fram í grein þeirra
Snorra og Torfa að þeir leggi til
nokkum frekari samanburð á ís-
lenskum kúm og NRF. Ef til vill
fáum við síðar að heyra frá þeim
um það.
I öllu falli þykir mér það
metnaðarleysi hjá upprennandi bú-
vísindamönnum ef þeir vilja engan
slíkan samanburð. Geti menn hins
vegar ekki af einhverjum öðram
ástæðum en hagrænum hugsað sér
að sjá erlenda kúastofna í ís-
lenskum högum þá er að
sjálfsögðu vissast að forðast allan
slíkan samanburð.
Tillögur nautgripa-
ræktarnefndar
Lögum samkvæmt er naut-
griparæktamefnd umsagnaraðili
um innflutning nautgripa.
Segja má að hún hafi, eftir
samþykktir Búnaðarþings og
Aðalfunda LK, staðið frammi fyrir
þrem kostum. I fyrsta lagi að
leggjast gegn innflutningi. I öðru
lagi að mæla með tilraunainn-
flutningi. í þriðja lagi að leggja til
að upp verði tekin skipulögð
notkun erlends kúakyns, annað
hvort til kynbóta á íslenska kyninu
eða með skipti á kúakyni að mark-
miði.
Nefndarmenn stóðu frami fyrir
þeim vísbendingum sem Færeyja-
tilraunin gaf, en einnig þeirri stað-
reynd að vegna smæðar íslenska
kúastofnsins nást ekki í honum
jafn miklar framfarir og í margfalt
stærri stofnum. í því sambandi er
vert að geta þess að norski kúa-
stofninn er uþb. 10 sinnum stærri
en sá íslenski. Þó telja Norðmenn
það of lítið til að stunda sjálfstæða
ræktun hans, og allt stefnir í sam-
eiginlegt kynbótastarf á rauðu
kynjunum á öllum Norðurlöndun-
um. I ljósi þessa lagði meiri hluti
nautgriparæktamefndar til að haf-
inn yrði tilraunainnflutningur á
NRF kyninu, og e.t.v. finnnska
kúakyninu einnig. Að lokinni
þeirri tilraun munu menn standa
gagnvart þeirri spumingu hvort
skipta eigi um kyn, blanda íslenska
kynið eða hverfa frá öllum inn-
flutningi og eyða áhrifum tilrauna-
Meðal niðurstaðna úr Fœreyjatilrauninni má nefna að NRF-kýrnar
mjólkuðu 25 % meir en þœr íslensku.
Ahugi manna á innflutningi nýs kúakyns er ekki nýr af
nálinni og á sér einkum tvenns konar rætur. Annars
vegar óánægju manna með íslensku kýmar, þá
einkum þeirra sem kynnst höfðu öðrum kynjum og töldu þau
taka því íslenska fram um ýmsa eiginleika. Hins vegar töldu
ýmsir nauðsynlegt að kanna alla möguleika til hagræðingar í
greininni, þar á meðal innflutning á nýju kúakyni, ekki síst til
að mæta harðnandi samkeppni erlendis frá í kjölfar alþjóða-
samninga um aukið viðskiptafrelsi.
innflutningsins. Umfang tilrauna-
innflutningsins miðast við að fá
fullnægjandi samanburð til að
ákveða framhaldið. Að ekki verði
aftur snúið tel ég rangt nema því
aðeins að slík ákvörðun verði tekin
þrátt fyrir umtalsverða yfirburði
erlendu kynjanna.
í grein í 5. tölublaði Bændabl.
undrast Snorri Sigurðsson að naut-
griparæktarnefnd skuli ekki velta
fyrir sér öðrum leiðum en inn-
flutningi og nefnir sérstaklega
fósturvísaflutninga og notkun
ræktunarkjama. Nú vill svo til að
báðum þessum aðferðum er hægt
að beita í öðrum löndum einnig,
og munu þær því ekki duga okkur
til að vega upp þann mun sem mis-
munandi stofnstærð gefur í mögu-
legri kynbótaframför framvegis,
hvað þá að vinna upp þann mun
sem hugsanlega er til staðar nú
þegar. Sjálfsagt er þó að beita
þessum aðferðum í kynbótastarf-
inu hér eftir því sem hagkvæmt
þykir. Raunar er ræktunarkjarni
þegar í gangi á Stóra - Ármóti, og
byggir á fósturvísum úr afburða-
gripum af öllu landinu, eftir því
sem þeir fást. Fósturvísa-
flutningar era stundaðir í mjög
litlum mæli hérlendis, um þá segja
raunar Emma Eyþórsdóttir og Jón
V. Jónmundsson í erindi á Ráðu-
nautafundi 1991: „Kostnaður við
nýtingu á þessari tækni er hins
vegar það mikill að allar rann-
sóknir í nautgriparækt sýna að
ræktunarávinningur getur aldrei
greitt þann kostnað nema við fram-
leiðslu á nautum.“ Þama eiga þau
við naut fyrir sæðingastöðvar, en
framboð á þeim er vart takmark-
andi þáttur í ræktunarstarfinu hér-
lendis.
Snorri spyr einnig í fyrmefndri
grein hver sé „fyrirséður hagnað-
ur“ af innflutningi. Fyrirhugaður
innflutningur er tilraun gerð í þeim
tilgangi að meta hugsanlegan
ávinning. Ef við gætum svarað því
fyrirfram hver hagnaður yrði af
innflutningi væri alls engin þörf á
að gera slíka tilraun. Hins vegar
er hægt með ýmsum fyrirvörum að
leika sér að tölum. Ef bendingar
Færeyjatilraunarinnar um hærri
framlegð NRF kúnna skyldu nú
reynast réttar næmi sá mismunur
yfir 200 milljónum á ári sé miðað
við alla mjólkurframleiðslu hér á
landi. Af því þyrfti að vísu að
kosta breytingar á fjósum. Erfið-
lega hefur gengið að fá menn til að
meta þann kostnað, ekki vegna
þess að hann sé svo stjamfræðilega
hár heldur vegna þess hve mis-
jafnar aðstæður eru og óljóst að
hve miklu leyti breytingamar færu
saman við nauðsynlega endur-
nýjun ijósa. Til viðbótar kemur
væntanlega vinnuhagræðing vegna
afurðameiri og ræktaðri gripa og
ætla má einnig að NRF gripimir
séu hagkvæmari til kjötfram-
leiðslu. Auðvitað verður að taka
allar svona vangaveltur með mikl-
um fyrirvara. Eg kalla það þó að
spila með fjármuni almennings ef
ekki má kosta nokkuð miklu til að
kanna svona möguleika til hlýtar.
Um það blandast mönnum vart
hugur að hagur kúabænda hefur
versnað mjög undanfarin ár. Lýsir
það sér best í þeirri öra fækkun
kúabænda sem nú á sér stað. Þá er
greinin mjög háð velvilja stjóm-
valda, sem fram kemur bæði í
innflutningsvemd og fjárfram-
lögum. Til þess að halda þessum
velvilja er nauðsynlegt að greinin
sjálf sýni í verki vilja til hagræð-
ingar. Nú standa yfir samningar
um nýjan mjólkursamning. Það
væri fulltrúum bænda í þeim við-
ræðum slæmt veganesti ef bú-
greinin hefði fyrirfram hafnað að
kanna þá hagræðingarmöguleika,
sem í nýju kúakyni kunna að
felast.