Bændablaðið - 10.12.2002, Page 18

Bændablaðið - 10.12.2002, Page 18
18 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 10. desember 2002 BreyQngar á samningi um framleiðslu sauð- Qðrafurða Landbúnaðarráðherra og Bændasamtök íslands hafa gert breytingar á samningi um framleiðslu sauðfjárafurða sem gerður var í mars 2000. I. gr. Grein 3.2 um Alagsgreiðslur vegna gæðastýringar breytist og verður svohljóðandi: Gerð hefur verið sérstök áætlun um uppbyggingu gæða- stýringar í sauðfjárrækt. Þeir bændur sem taka þátt í því verk- efni fá greiðslur sem nema að há- marki 100 kr/kg á ákveðna gæða- flokka dilkakjöts. Nánari lýsingu á verkefhinu er að finna í fylgiskjali 1. Til þessa verkefnis verður árlega, ffá og með árinu 2004, varið ákveðnum hundraðshluta beingreiðslna eða sem hér segir: Ár 2004 2005 2006 2007 Hlutfal! 12,5% 15% 17.5% 20% 2. gr. Til verður nýr liður undir 3. gr sem fær númerið 3.3 Upp- kaupaálag Beingreiðslum sem svara til fyrstu 25.000 ærgildanna sem ríkið kaupir upp, skal varið til að greiða álag á framleitt dilkakjöt fýrstu þrjú árin. Eftir það nýtast þær til álags á gæðastýrða fram- leiðslu. 3-gr. Liður 4.1 í 4. gr. breytist og verður svohljóðandi: 4.1 Framleiðsla og ráðstöfún Innlegg og afurðauppgjör er óháð greiðslumarki sem ákveðið er skv. 2. gr. Aður en sláturtíð hefst verður gerð áætlun um ffamleitt magn af kindakjöti. Jafnffamt verði áætlað hvemig haga megi afsetningu ffam- leiðslunnar og þá tekið mið af birgðastöðu við upphaf slátur- tíðar. Sláturleyfishöfúm og sauð- fjárffamleiðendum verði kynnt áætlun um útflutningshlutfall fyrir 1. júní ár hvert. Fyrir 1. september ár hvert verði tekin endanleg ákvörðun um það magn kindakjöts sem flytja skal á erlendan markað. Uppgjör við sauðfjárffamleiðendur skal tryggja að þeir taki þátt í útflutningi með sama hlutfalli af framleiðslu sinni. Undanþegnir útflutningi eru einungis þeir sem hafa 0,7 vetrarfóðraðar kindur eða minna á hvert ærgildi greiðslumarks eins og það er skráð í greiðslu- marksskrá 1. janúar 2002. Lækki greiðslumark lögbýlis gildir hið nýja greiðslumark sem viðmiðun er undanþága útflutningsskyldu byggir á. Hlutfallið skal taka breytingum í samræmi við breytingar á sölu kindakjöts á innlendum markaði reiknað ffá 7.000 tonna árlegri sölu. Fer þá öll ffamleiðsla þeirra til innan- landssölu, enda liggi fyrir sauð- fjártalning búfjáreftirlitsmanns staðfest af öðrum trúnaðarmanni. Framleiðendur skuldbindi sig jafnframt til þess að leggja aðeins inn afurðir þess fjár. 4. gr. Liður 6.3 Endurskoðun breytist og verður svohljóðandi: 6.3. Endurskoðun Aðilar samnings þessa geta hvor um sig óskað eftir viðræðum um endurskoðun á einstökum atriðum hans. A árinu 2005 skulu samningsaðilar gera úttekt á framkvæmd samningsins með tilliti til markmiða hans. Skal þá sérstaklega hugað að hvemig til hefur tekist með undirbúning og framkvæmd gæðastýringar og endurskoðað hve stór hluti stuðn- ings skuli greiddur út á gæða- stýrða framleiðslu. I ffamhaldi af því skal hefja undirbúning við- ræðna um áffamhaldandi steffiu- mörkun á þessu sviði. Samnings- aðilar geta tekið ákvörðun um aðra skiptingu fjármuna milli verkefna og ára en í samningi þessum segir. Ari Teitsson íormaður Bændasamtakanna: Staóíesting íí sampykkt aðalfundar LS „Þær breytingar sem samkomulag hefur náðst milli bænda og ríkisvalds um að gera á sauðfjársamningnum eru í raun og veru staðfesting á því sem samþykkt var á aðalfundi Lands- samtaka sauðfjárbænda í júní sl. Annars vegar er lokað á það að menn geti keypt sig inn í 0,7 regluna svokölluðu. Það er leyst með þeim hætti að greiðslumarksskráin í ársbyrjun 2002 er lögð til grundvallar við ákvörðun á útreikningi á hámarks- fjölda fjár, sem er algerlega í anda fundarins. Hins vegar er um að ræða frestun í eitt ár á sérstökum álagsgreiðslum á framleitt dilkakjöt sem eru færðar frá beingreiðsluhlutanum. Það kemur síðan til framkvæmda með gæðastýringunni á árinu 2004.“ sagði Ari Teitsson formaður Bændasamtakanna um breytingarnar sem gerðar hafa verið á sauðfjársamningnum. Hann segir þetta vera aðalatriðin en einnig sé samið um að framkvæmd sauðfjársamningsins verði metin árið 2005 og í frarnhaldi af því skuli hefja undirbúning áframhaldandi stefnumörkunar fyrir greinina. Þá er reiknað með að við lagabreytingar sem gera þarf í tengslum við breyttan sauðfjár- samning verði þrengdir möguleikar á að selja útflutningshluta dilkakjötsframleiðslunnar á innlendum markaði. lagður í rúst (D bönW*r í fréttum ríkissjónvarpsins, sunnudaginn l.des sl., var viðtal við formann Bændasamtakanna, Ara Teitson. Gagruýndi hann Búnaðarbanka Islands hf. fyrir að vera orðinn óeðlilega stórtækur í kjúklingarækt á Islandi, með þeim afleiðingum að offramboð á kjöti er á markaði. Búnaðarbanki ís- lands hf. annað hvort sem eigandi eða lánardrottinn, dælir látlaust peningum í hallarekstur tveggja stærstu kjúklingabúa landsins. Fulltrúi Búnaðar- banka íslands hf. sá 1 ástæðu til að' láta rjúfa út-1 sendingu fréttastofú sjónvarpsins í sama fréttatíma til þess að koma því á ffamfæri að Búnaðarbankinn hefði aldrei verið eigandi að Móum hf. og væri búinn að selja meirihluta eign sína í Reykjagarði hf. Hann gaf í skyn að staðan á kjúklingamarkaðnum væri í stakasta lagi og kæmi bankanum ekkert við. Þetta þyrfti ekkert frekar að ræða. Nú liggur það fyrir skv. skýrslu ættaðri úr Búnaðar- bankanum Verðbréfúm og MP Verðbréfúm, undirritaðri í bak og fyrir af beggja hálfú auk tveggja löggiltra endurskoðenda, að „Ut- gefið hlutafé í Móum hf. er kr 74.842.105. Allt hlutafé Móa hf. er skráð í eigu Bunadarbanki Inter- national S.A. Luxemburg." Móar hf. eru í eigu Búnaðar- banka íslands hf. Hvað varðar Reykjagarð hf., þá var hann að mestu seldur til Sláturfélags Suðurlands á verði sem ekki fæst gefið uppl! Búnað- arbanki íslands gaf það út á sínum tíma að hann vildi fá 11-1500 milljónir kr fyrir Reykjagarð hf. Verðið fór að vísu eftir líklegum kaupanda. Síðan Reykjagarður hf. komst í hendur Búnaðarbankans hefúr hann staðið fyrir hundruða milljóna kr fjárfestingu við upp- byggingu fyrirtækisins og er ennþá á fullu að ausa peningum í framkvæmdir, þrátt fyrir að Reykjagarður hf. sé kominn í eigu Sláturfélags Suðurlands. Nýtt sláturhús, uppbygging á stofneldi, eldishúsum, kjötvinnslu og leiga á eldishúsum frá þóknanlegum gæð- ingum bankans á ótrúlegustu stöðum. Ekkert er til sparað og rekið með milljóna kr tapi. Það er ekkert athugavert við það að bankinn selji eigur sínar, ef verðið er rétt. En ef Sláturfélag Suðurlands hefur keypt af -Traustur bankanum því verði sem bankinn hefúr eytt í þetta ævintýri, þá er Sláturfélag Suðurlands í slæmum málum. Það er öllum ljóst að ekki hægt að reka Reykjagarð hf. nema til komi stórfelld niðurfelling skulda, afkomutenging lána, eða gjöf. Ef svo er, þá er bankinn í slæmum málum. Ef fram heldur sem horfir og Búnaðarbanki Islands hf. nær markmiðum sínum í kjúk- lingaræktinni þýðir það gjaldþrot fyrir alla aðra framleiðendur en þá sem bankinn hefúr ausið pening- um í á síðastliðnum árum Þessi ffamgangsmáti Búnaðar- banka Islands hefur haft þær af- leiðingar að samkeppnisstaða allra kjötffamleiðenda hefúr brenglast, og það er ótrúlegt til þess að vita hvemig Samkeppnisstofúun og Fjármálaeftirlitið hafa algerlega sofið á verðinum. Er þetta tangarhald Búnaðar- banka Islands hf. á kjötmarkaðnum í samræmi við góða viðskiptahætti og lög og reglur um samkeppni? Víðast hvar meðal siðaðra þjóða er bannað lögum samkvæmt að selja undir kostnaðarverði. Það er gert til að koma í veg fyrir við- skipti eins og lýst hefur verið hér að ffaman. Rafn Haraldsson Brœðrabóli Ölfusi 801 Selfoss fjölnota gnpaflutningakerrur ^ _________________________ Tveggja hæða fjárkerrur með færanlegu milligólfi, rúma 50-60 fjár eða allt að 6 hesta Eigum einnig kerrur sem rúma tvo til þrjá hesta á aðeins kr. 425.000- án/vsk. VÉIAVERf Lágmúla 7 S:5882600 og 8931722

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.