Einar Þveræingur - 16.06.1926, Blaðsíða 3

Einar Þveræingur - 16.06.1926, Blaðsíða 3
1. tbl. EINAR ÞVERÆINOUR 3 tð vera. í cambandi við þetta, dettnr mjer ( hug það, aem gátaður maður, kunnugur Btjórumálum aagði við mig einu sinni. Haon aiagði að við hetðum ekki ráð á þv(, að vera fhaldssamir hjer á landi, þv( allar. okkar umbætur væri ( bernsku og á byrjunaretigi. Það er satt, en þó verður maður ftð játa fhaldinu þann tilverurjett, að et efck- ert væri það bjá okkur, sem vert væri að »ha1da («, þá væmm við iila farnir, Allur sannleikurinn mun reýndsr vera sá, að það sem við þurfum að »halda («, það þurfum við umfram alt að »örva upp«, við þurfum að halda þvf lifandi, efla það og auðga það. S/o er til dærnis um alt andlegt þjóðlff okk ar íslendinga, sem er sorglega kyrk ingslegt. Það mun sýna sig hvort ( hald og frjálslyndi bjer á landi geta komið sjer saman á þessu sviði. íhald og frjálslyndi hafa á undan (örnum árum bsrist lengi og hart um þjóðskipulagið. Markmið frjálslyndisins var almennur kosningarrjettur, þing- bundin stjórn o. s frv, með öðruto nrðum, það stjórnskipulag, sem nú hefir rutt sjer til rúms f öllum vest- urhluta Norðurálfunnar. Frjálslyndið hefír sigrað ( þessari baráttu. Nú er að halda sigrinum með heiðri og sóma Á þvf byggist »(baldsstarfsemí« (rjáls ‘lyndisins. íhaidið berst ( mörgnm lönd um fyrir »umbóium« á þessu sviði. Alt fer þetta á vfxl. En aðalbaráttuna heyja nú þessir flokkar á þjóðskipulags og fjármálaaviðinu. á hinu sfðarnefnda ekki avo mjög ( fparnaðaráttina, held- ur um (yrirkomulag og niðurjöfnun á greiðslnm til opiuberra þarfa Hjer er nóg efni að þreía um, því bjer eru nýmælin alltið. Það kom mikili glundroði f þessa blassisku flokkaskiftiug þjóðræðisskipu lagsins, þegar jafnaðarstefnan fór að ryðja sjer til rúms. Fjórða stjettin myndaði þriðja flokkinn, sem hvorkí aðhyitilt hið lögbundna þjóðskipulag nje skipaði flokk sinn eftir, (haldi og frjálalynd’. Jsfnaðarmennirnir urðu brátt »ihaidssamir« og »frjálalyndir«, en það skildí, að þeir stóðu sem sjerstakt brot af þjóðarheildlnni og ljetu hags muni þesta brots ráða afstöðu sinni til þjóðmáis. Það er aá (yrsti og eft irtektaverðasti flokkur ( þjóðræðinu, sem byggir fiokkinn upp á hagsmuna- grundvelli, en ekki á formgrundvelli íhalds og frjilslyndis. Sfðan hefir þess um flokkum og flokksbrotum, sem sameinast nm stjettahagsmuni, fjölgað. Þannig hefir bæntíasfjettin á slðari tfmum sameiuað sig f ýmsum löndum, ( flokka, með það fyrir augum, að gæta hagsmuna atjettarinnar á lög- gjafarþingum þjóðarinnar. Það hefir oft verið nauðsyn — knúin fram af mótstæðnm áhugamálum sveita og stórborga eða bæja — sem heflr vald ið þvl En frá sjónarmiði þjóðheildar- innar, hefir sú stefua atdrei verið heilbrigð og viðgangur landbúnaðar á að vera heilagt áhugamál alþjtíðar f hverju landi, þó auðvitað ekki þannig, að aðrar eðlilegar atvinnugreinir bfði ■f þvf tjón, sem stofni þeim f háska. L<kt mætti að orði kveða um þær flokkaskiftingar, sem stofnað er til á grnndvelli samvinnu (Kooperation). Samvinns f kaupsksp hefir reynst svo aðsrasæl með öllum þjóðum, að það er ekki hægt að bugsS sjer nelua al- varlega stjórumálastefnu, senu gerir andróðnr gegn sHkri starfsemi að stefnumáli. Það er Suðsætt mál, að hver sá flokkur, sem vill viðgaug sinn- ar þjóðar, hlýtur lfka að vilja viðgang hellbrigðs samvinnuíjelagsckapar, Sltkt á að vera ósklft áhugamál allra stfðrn- málaflokka. Eia af veilum þjóðræðisins er þesii (jöigun stjörnmálaflokkanna, en eins og komið er, virðist engin leið opin tii þess að sporns algcrlcga við þvi. Að minsta kosti verður að gaoga að þv( vlsu, að á bomandi áium verði það eitt aðalstaft frjálslyndra flokka, f hverju landi, að styikja þjóðræðis- skipulag og leita að ráðum til að bæta úr þeim misamfðum, sem koma í ljós á því i íyritu, þar sem þvf hefir verið komið á. Landsmálafundur. Laugardaginn 5. þ. m. var lands- málafundur haldinn hjer á Akureyri. Til fundarins boðuðu: Sigurður Eggerz 1. landskjörinn, Jón Þorláks- son fjármálaráðherra og Magnús Krist- jánsson heildsali. Einnig mættu á fundinum: Frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir, sú er skipar efsta sæti kvennalistans, og fyrir hönd Jafnaðarmanna Haraldur Guðmundsson. Fundarstjóri var Steingr. Jónsson bæjarfógeti, en varafundar- stjóri Þorsteinn M. Jónsson kennari. Fyrstur hóf mál sitt Haraldur Guð- mundsson. Vítti hann harðlega íhaldið, og fjármálaráðherrann fyrir framkomu hans í fjár- og skaltamálunum. Kvað hann stefnu hans í skattamálunum þá, að reita saman í ríkissjóð sem mest í óbeinum sköttum, af alþýðunni, en hinsvegar væri hann jafnan á verði ef um aukna beina skatta væri að ræða, kvað hann fjármálaráðherrann lfta svo á að þeir kæmu helst niður á efnamönnunurn en slíkt væri óhæfa. Batnandi fjárhag ríkissjóðs á þessum tveim síðustu árum þakkaði hann meira forsjóninni en núverandi stjórn. En hinsvegar kvaðst hann ekki geta sjeð að þessi glæsilega útkoma með ríkis- sjóðinn hefði svo mjög batnandi fjár- hagsleg áhrif á þjóðarheildina — atvinnulíf hennar — þar sem nú krepti svo að, að binda þyrfti allann hinn íslenska togaraflota við hafnargarðinn í Reykjavík og þar af leiðandi gengu nú fleiri þúsundir manna atvinnuiausir. En á þetta horfði stjórnin sljó og atgerðalaus. Auðheyrt var á ræðu Haraldar að hann er mjög ákveðinn jafnaðarmaður. Gerði hann lítið úr einstaklingsfram- takinu en dáði mjög þá stefnu jafn- aðarmanna að verkalýðurinn tabi að sjer stjórn og íhlutun framkvæmdanna en ekki gat hann þess hvar hann ætlaði að taka rekstursfje. Næst tók til máls frú Bríet Bjarn- hjeðinsdóttir. Kom hún lítið inn á landsmálin enda eklfr von, þar sem hún fylgir alls engri stefnuskrá. Dvaldi hun aðallega við hvernig konur hefðu verið hraktar úr bæjarstjórn Reykja- víkur og væri nú svo komið að engin kona ætti þar sæti og kendi hún um það karlmönnunum. Var svo á henni að heyra að hún vildi helst segja sig úr lögura við karlmenn. Var ræða hennar eigi þessleg, að hún hefði í hyggju að taka þátt í þingstörfum á næsta þingi, því auð- heyrt var að hún hafði enga þekkingu á þingraálum. Þá tók til máls fjármálaráðherrann Jón Poriáksson. Byrjaði hann ræðu sína á því að gera tilraun, að koma sjer vel við kvenfólkið. Kvað hann íhaldsflokkinn hafa gert sitt ítrasta til að ná samvinnu við Kvenrjettindafjelag íslands og sameina s!g um lista, en það mistekist. En hinsvegar gaf hann kvenkjósendum það góða ráð að flytja frú Briem úr þriðja sæti í fyrsta sæti. Er það vitanlega ágætt ráð til að fella næst efsta mann á íhaldslistanum og má hann vera ráðherranum þakklátur fyrir ráðlegginguna. Þar næst talaði hann um fjármáiin. Lýsti hann því yfir að fjárhagur ríkis- sjóðs hefði eins og allir vita stórum batnað síðan 1924 og þakkaði hann það jafnt öllum flokkum ásamt for- sjóninni, nema ekki flokki jafnaðar manna. Þá mintist hann dálítið á skattamálin. Kvað hann að sínu áliti beinu skattana orðna svo háa, að þeir mættu alls ekki hækka úr þessu, og væru þeir bornir saman við skattstiga tekju- og eignaskatt í nágrannalönd- unum þá væru álögur beinna skatta orðnar mun hærri hjer. Þá mintist hann með fáura orðum á bankamálið. Taldi hann sig fylgja meirihluta bankamálanefndarinnar. Að síðustu mintist hann á síldar- einkasöluna. Var auðheyrt að hann viidi sem minst um hana tala. Mátti þó glögt heyra að hann var meðmæltur einkasölu á síid þó hann hinsvegar vildi ekki beita sjer fyrir málinu að svo stöddu, mun hann hafa talið það óþægilegt fyrir sig meðan á kosning- unum stendur. Enda mun þeim sem fylgja fram frjálsri verslun, þykja höggvið all nærri sjer, ef farið verður að einoka eina aðal framleiðsluvöru landsins. Væri líklegt að þeir sem fylgjandi eru frjálsri verslun athugi vel hugarfar fjármálaráðherrans og annara þeirra manna sem í kjöri eru, við næstkomandi landkjör, áður en þeir ganga að kjörborðinu. Næstur tók til máls Magnús Krist- jánsson heildsali úr Reykjavík og síldarútgerðarmaður á Akureyri. Er fátt um ræðu þessa mæta manns að segja. En enginn gat heyrt að þar væri á ferðinni bændafulltrúi. Mintist hann aðallega á þrjú mál er að hans áliti virtust vera stórmál: Tóbakseinkasöluna, steinolíuna og kvað hann hafi verið mikill kvennamaður ura dagana. Fjekk frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir óspart að kenna á þeim hæfileikum hans. Er bágt til þess að vita með- jafn gerfilega stjett sem hin íslenska bænda- stjett er, að ekki skuli vera einn einasti bóndi í landinu sem treystandi sje að skipa efsta sæti á framboðslista þeirra. Heldur skuli þeir þurfa að fá í það sæti heiidsala úr Reykjavík. En sem betur fer mun hjer ekki um að ræða einhuga vilja íslensku bændanna, heldur sárfárra manna, þeirra manna er selja landsmönnum tóbak og lifa á að sjá um útgáfu dagblaða þeirra er bændur kosta, en það eru ekki bændur sem lesa yfir prófarkir þeirra blaða. Síðastur tók til máls Sigurður Egg- erz bankastjóri, frambjóðandi Sjálfstæð- isflokksins. Byrjaði hann ræðu sína á að skýra frá stefnuskrá þeirri, er hann fylgdi, sem birtist hjer á öðrum stað í blaðinu. Gerði hann glögga grein fyrir afstöðu sinni til allra þeirra stærstu raála sem nú eru á dagskrá þjóðarinnar. Var hann ákveðinn og rökfastur í hverju máli. Gat .þar að hlýða á heiiskygnan mann á hinu ís- lenska stjórnmálasviði. Þegar ræðumaður var búinn að skýra frá stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins mintist hann við ritstjóra »Dags« fyrir ummæli í »Degi«, þar sem ritstjórinn kaliar hann ýmsum prúðmannlegum nöfnum, s. s. »Stefnulausan lýðskrum- ara, sem flotið hafi ofan á glundroð- anum upp í efsta sæti Iandsins.« Ræðumaður kvaðst ekki vel geta skilið þessi ummæli ritstjórans, þar sem það hefði einmitt verið Framsóknar- flokkurinn, sem studdi sig upp í þptta sæti og fanst honum illa sitja á rit- stjóranum að velja síuum eigin flokki jafn háðuleg ummæli. Viðurkendi rit- stjórinn þetta frumhlaup sitt í allra áheyrn og hlógu þá allir og klöppuðu lof í lófa, nema ritstjórinn, þótti hann þá alt annað en hermannlegur þar sem hann sat undir ánægjuklið áheyr- endanna. Næst tók ræðum. fyrir bankamálið. Vildi hann sjerstakan sjálfstæðan seðla- banka, taldi hann það alt of áhættu- mikið að láta banka, sem ræki almeun áhæltuviðskifti, hafa með seðlaútgáíuna að gera. í síldarmálinu kvað hann afstöðu sína þá, að hann væri ákveðinn á móti einkasölu á síld. Leit hann svo á, aó trúin á hina frjálsu verslun væri ekki mikil hjá þeim, er flyttu það mál. Dálítil átök urðu á milli manna í umræðum, en óvenju lítil eftir því sem oft vill verða á slíkum fundum. Stóð fundurinn til kl. 1 um nóttina. X. X. Henry Erichsen, harmonikusnillingurinn norski, kemur með íslandi og heldur hér hljómleika. Erichsen hefir haldið marga hljóm- leika í Rvík fyrirfarandi daga og hlotið mikið loí'. Konungshjónin koma hingað á föstudaginn og munu þau og fylgdarlið þeirra stíga á land á innri hafnarbryggjunni kl. 2 sama dag og tekur móttökunefndin þar á móti þeim. Síðan verður te drukkið í Samkomuhúsinu. Væntanlega verða bæjarbúar samtaka um, að móttakan fari sem best fram svo hún verði bænum til sóraa.

x

Einar Þveræingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einar Þveræingur
https://timarit.is/publication/907

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.