H.f. Nýja bíó - 01.06.1928, Blaðsíða 5

H.f. Nýja bíó - 01.06.1928, Blaðsíða 5
H.F. NÝJA BÍÓ — KVIKMYNDABLAÐ Aðalhlutv Sólskinssiúlkan Sjónleikuv í 9 þátium Eins og nafnið bendir til, þá er aðalpersónan í þessari kvik- mynd stúlka, sem hefir þann dýrmæta eiginleika, að geta veitt yl og birtu inn í hugi annara. Hlutverkið liggur ágæt- lega fyrir Mary Pickford. — Kvikmyndin er göfgandi og skemtileg. Mary Pickford „Sirrel og smr Sjónleikur í 10 þáttum eftir samnefndri skáldsögu WARVIGKS JGIEIÐIFSniSra-S Náði skáldsaga þessi fádæma útbreiðslu á meðal enskumælandi þjóðanna og varð höfundurinn frægur fyrir hana. Efnið er átakanlegt: Örlög þeirra sem báru hita og þunga dagsins á vígstöðvunum heims- styrjöldina á enda — og komu heim til þess að reyna það, að hamingjan beið þeirra ekki við arinelda heimilanna, eins og þeir höfðu gert sér í hugarlund. Átak- anleg kvikmynd og vel leikin. Aðalhlutv. Anna Q. Nilsson og H. B. Warner. Kvennalæknirinn Schæfer Þetta er sérstaklega eftirtektarverð kvikmynd, sem gerist í Berlín á vorum dögum. Aðalhlutverk leika: Evelyn Holt og Ivan Petrovitch Ivan er rússneskur leikari, sem hefir getið sér svo gott orð, að hann þykir jafnvel skara fram úr Ivor Novello, Ramon Novarro og John GiÞ bert. Kvikmyndin er um eitt af þjóðfélagsvanda- málum nútímans, hvort leyfa skuli fóstureyðingar með lögum, í líkum tilfellum og lýst er í kvik- myndinni. Thit Jensen, sem hefir skrifað mikið um skyld mál, mælti með myndinni í Danmörku. Hverjar skoðanir sem menn kunna að hafa á slíkum málum hér á landi, þá hefir hún vakið mikla eftirtekt erlendis, enda er mál það, sem hún aðallega snýst um, mikið rætt með ýmsum þjóðum.

x

H.f. Nýja bíó

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: H.f. Nýja bíó
https://timarit.is/publication/908

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.