H.f. Nýja bíó - 01.06.1928, Blaðsíða 6

H.f. Nýja bíó - 01.06.1928, Blaðsíða 6
H.F. NÝJA BÍÓ — KVIKMYNDABLAÐ Brostnir strengir Sjónleikur í 8 þáttum effir leikrifi PIERRE FRONDRLL flðalhlutverk: Huguette Duflos Fjallaæfintýrið Sjónleikur i 7 þáttum Byggist á skáldsögu BJERREGAARDS » P j el deventy r et« Bjerregaard var fæddur 1792 í Ringsaker í Noregi, dáinn 1842. Hann er einn af kunnustu skáldum Norðmanna, orti m. a. þjóðsönginn »Sönner av Norgn«. Mikla frægð hlaut hann líka fyrir »Fjeldeventyret«, þvi sveitalífinu eins og það var þá í Noregi kunni Bjerregaard að lýsa — oft kýmilega. »Fjeldeventyret« hefir verið leikið oft í öllum helstu leikhúsum Norðmanna. — Kvikmyndin jafnast alls ekki á við fyrirmyndina, en þó ættu menn alls ekki að setja sig úr færi að sjá þær fáu norsku kvikmyndir, sem hér eru sýndar. Þær hafa sína kosti, eru leiknar í tilkomu- miklu landsfagi og eru þjóðlegar. NJOSNARINN ÚR VESTURVÍGI Sjónleikur í 10 þáttum Aðalhlutverk: Cullen Landis og Muriel Kingston í kvikmynd þessari, sem er óvanalega spennandi, er Jýst hvernig njósnarar ýmissa þjóða reyna að njósna um hermál Bandaríkjanna og á hinn bóg- inn hvernig drengir Jónatans frænda taka slíkum kumpánum. Kvikmyndin er spennandi frá upphafi til enda. VEFARARNIR Sjónleikur í 7 þáttum gerður effir hinu fræga leikriti Gferharts Hauptmann’s Aðalhlutverk: Paul Wegener, Dagny Servais o. fl. Kvikmyndin gerist á fyrrí helming 19. aldar í Prússlandi. Kvikmyndin gefur glögga hugmynd um kjör verkafólksins í Prússlandi á þeim dögum. Kvikmyndin er snildarlega leíkin og í alla staði vel frá henni gengið.

x

H.f. Nýja bíó

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: H.f. Nýja bíó
https://timarit.is/publication/908

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.