Skátaforinginn - 01.01.1985, Blaðsíða 9

Skátaforinginn - 01.01.1985, Blaðsíða 9
skíðasamband Fyrsta dag aprílmánaöar árið 1984 var stofnað Skióasamband Skáta. Markmió þess er að: 1. Efla skiðaáhuga skáta,"áðurstarfandi"skáta og almennings. 2. Gera fjölskyldum kleyft aö taka þátt i skáta- starfi, þó svo einhverjir fjölskyldumeólimir hafi ekki áður tekið þátt i starfsemi skáta- hreyfingarinnar. 3. Gefa skiðaáhugafólki tækifæri á að taka þátt i félagsstarfi áhugamanna um að efla skiða- iþróttina sem almenningsiþrótt. 4. Gefa skátum sem einhverra hluta vegna hafa ekki aóstöóu til að taka þátt i hinu almenna skátastarfi kost á skemmtilegum félagsskap og heilbrigóu útilifsstarfi. Vonir standa til að Skiðasambandið geti staðið fyrir gönguskióaferðum, svigskiðaferóum, fjalla- feróum og almennum vetrarferðum. Þá er og stefnt að framhaldi á afsláttartilboðum á ýmsum útilifs og skiðavörum til félagsmanna svo og að bjóóa félögum upp á námskeið i hinum ýmsu greinum skiða og vetrariþrótta. Hugmyndin er að i framhaldi af stækkun skiðasambandsins verði stofnaðar skiða- sveitir i öllum skátafélögum landsins. Stefnt er að þvi að l.april 1985 verði félagar orðnir 5000. Til þess að svo megi verða þarf verulegt átak sem þú getur tekið virkan þátt i, með þvi aó gerast félagi og hvetja alla skáta til að gera slikt hið sama. Aldurstakmörk eru engin og félagsgjald litlar 100 krónur. Félagsmenn fá félagsskirteini og merki sambandsins sent um hæl, auk afsláttartilboðanna i skátaforingjanum. 5 000 4 000 3 000 2 000 1 000 félagar

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.