Skátaforinginn - 01.12.1988, Blaðsíða 5

Skátaforinginn - 01.12.1988, Blaðsíða 5
næsta dag, sunnudagimi 29. janúar en útsendmgartímar 3. til 7. þáttar verða síðan á sunnudagskvöldum, að loknum fréttum, næstu fimm vikur- nar. Viðurkenningar Þegar börnin, í samvinnu við foreldra eða aðra sem tilbúnir eru að aðstoða þau, hafa lokið þeim verk- efnum sem dagskrám setur þeim, geta þau sent staðfestingarblað sem fylgir bókinni til aðstandenda dagskrár-innar og fá þá sent til baka viður-kenningarskjal þeim að kostnaðarlausu. Kynningarefni Ýmislegt verður gert til þess að vekja athygli á barnadagskránni og stöðubarnaíþjóðfélaginu. Utbúnar verða hnappnælur sem gefnar verða öllum sem taka þátt, veggspjöld verða hengd upp, blaðagreinar munu birtast um stöðu og öryggi barna í dag, foreldrum verður skrif- að bréf um markmið og framkvæmd dagskrárinnar og einnig verða skóla- yfirvöld upplýst um dagskrána. Þá mun Barnaútvarpið taka efnið til meðferðar í sínum þáttum, sjónvarp- ið sýnir vikulega fræðsluþættina og barnablöðin Æskan og ABC munu birta greinar sem lúta að þessum málaflokk. Verum viðbúin Félagsforingjar hafa nú fengið send ítarleg vinnugögn til viðbótar þeim upplýsingagögnum sem áður hafa verið send út. Þau vinnugögn sem nú voru send út eru: Verkefnalisti. Hlutverk Kiwanisklúbba og Skáta. Upptalning og útskýringar á þeim verkefnum er framkvæma þarf í hverju byggðarlagi. Framkvæmdaáætiun Tímasett áætlun um alla helstu framkvæmdarþætti verkefnisins. Kynningarefni Upplýsingar um það kynningarefni sem tengist dagskránni. Sjónvarpsþættir Upplýsingar v/ sjónvarpsþáttanna. Það hlýtur því að líða að því nú á næstu dögum að félagsforingjar taki þetta upp á sínum fundum og skipuleggi sinn hluta í þessu samstarfsverkefni. Sofnum ekki á verðinum, það er stutt í að þetta hefj- ist og ekki seinna vænna en fara að undirbúa sig - verum viðbúin ! Framkvæmdaáætlun ím 09-13 jan. 13-20 jan. 21-27 jan. 28 jan. 28. jan. til ö.mars Samstarfsnefndir Kiwanis og Skáta, hafa samband við eða funda með skólastjórum Grunnskóla í byggðarlaginu og kynna þeim dagskrána og hvernig og hvenær óskað er eftir að dreifing fari fram. Samstarfsnefndir Kiwanis og Skáta hafa samband við ritstjóra landsmálablaða í sinni heimabyggð og kynna þeim dagskrána. Greinaskrif lærðra og leikra í dagblöð. Fréttatilkynningar sendar til allra fjölmiðla. Greinarskrif lærðra og leikra í dagblöð. Veggspjöld hengd uþþ í skólum, verslunum, söluturnum, íþróttahúsum, félagsmiðstöðvum og þar sem þau gætu vakið athygli. Greinarskrif lærðra og leikra í dagblöð og landsmálablöð. Heimsóknir í Grunnskólana; Verkefnabókum og hnappnælum) dreift til allra 9 og 10 ára barna í landinu. Viðtöl ( útvarpi og sjónvarpi. Verum viðbúin dagurinn. Skátar og Kiwanismenn heimsækjaforeldra allra 9 og 10 ára barna í landinu og afhenda þeim bréf með uþþlýsingum um markmið og framkvæmd dagskrárinnar og þá sérstaklega lykilhlutverk foreldra við að gera hana sem árangursríkasta fyrir börnin. Samstarf við útvarþsstöð;Slagorða samkeppni / Lag dagskrárinnar Viðtöl, umfjöllun ofl. Vikulegir sjónvarpsþættir, umfjöllun í útvarpi, blöðum og tímaritum. Viðbúin að ieysa vandamál Hér á eftir kcmur sýnishorn úr einum kaflanna; viðbúin að leysa vandamál Heimurinn sem við búum í er fullur af spurningum og vanda- málum. Þú hefur aldur til að leysa sum þessara vandamála og geta tekið réttar ákvarðanir. Ræddu að minnsta kosti þrjú þessara vandamála eða einhvern fullorðinn. Finnið góða lausn á þeim. 1. Jói er úti að labba með yngri bróður sinn. Bíll stoppar og maður sem þeir þekkja ekki biður þá um að koma og tala við sig. Hvað myndir þú gera ef þú værir Jói? 2. Sumir af krökkunum sem eru með Jónu í skóla vilja fá hana með sér út í búð og stela sælgæti. Jóna veit að þetta er rangt, en hún vill vera vinsæl meðal krakkanna. Hvað myndir þú gera í hennar sporum ? 3. Maggi er einn heima, síminn hringir og ókunnugur maður spyr hvort mamma hans sé heima. Hún er ekki heima Maggi er aleinn. Hvað myndir þú gera ef þú værir Maggi? 4. Rósa er að passa barnið ( næsta húsi. Besta vinkona henn- ar og bróðir hennar koma og vilja fá að koma inn til að leika við Rósu. Hvað myndir þú gera ef þú værir Rósa? 5. Siggi er einn heima. Hann iítur út um gluggann og sér mann reyna að brjótast inn í næsta hús. Hvað myndir þú gera ef þú værir Siggi? 6. Það er stór strákur sem hangir fyrir utan skólann hans Jóns. Hann reynir að gefa krökkunum skrítnar töflur. Hvað myndir þú geraef þú værir Jón? Skátaforinginn - fréttabréf eldri skáta

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.