Skátaforinginn - 01.12.1988, Blaðsíða 10

Skátaforinginn - 01.12.1988, Blaðsíða 10
Leiðljeinendaldúbburinn Ragnheiður Jóna Ármannsdóttir Ragnheiður Jóna er fædd í Reykja- vík þann 28. júlí 1969. Skátaferill hennar hófst í skátaflokknum Synda- selir vorið 1981, sem var fyrsti vísir- inn að skátastarfi í Seljahverfi, sem síðar varð Skátafélagið Segull. Þar starfaði hún sem aðstoðar flokks- foringi, aðstoðar sveitarforingi, síðar sem sveitarforingi og Ragn- heiður sat í stjórn Skátafélags Breið- holts á meðan það starfaði. í dag situr hún í stjórn Seguls. Ragnheiður hefur sótt ýmis námskeið á vegum BÍS; flokks- foringjanámskeið á Úlfijótsvatni árið 1982 og sveitarforingjanám- skeið í janúar 1985. Einnig hefur hún sótt skyndihjálparnámskeið á vegum Rauða Kross íslands árið 1983 og aftur í desember 1986. Ragnheiður hlaut forsetamerki nr. 632 árið 1986. Ragnheiður var ein af þátttakend- um í Alheimsmóti skáta í Ástralíu nú um síðustu áramót. Ragnheiður hefur einnig starfað í Barnastúkunni Kvistur á vegum IOGT og gengt þar öllum helstu embættum. Sigurður Þór Kristjánsson Sigurður er formaður foringjaþjálf- unarráðs BÍS, en hann tók við því starfi á s.l. Skátaþingi sem haldið var í Garðabæ dagana 8. til 10 apríl 1988. Sigurður er lærður húsgagnasmið- ur og starfar sem verkstjóri hjá Gamla Kompaníinu en það fyrirtæki framleiðir skrifstofuhúsgögn. Sigurður er í sambúð og á tvo syni. Hann gekk í skátahreyfmguna 9 ára gamall, byrjaði í ylfingasveit í Garðbúum en með tímanum tók hann að sér ýmis foringjastörf innan félagsins allt frá flokksformgja til félagsforingja. Sigurður sat í ýmsum nefndum og ráðum fyrir Garðbúa, m.a sat hann byggingarnefnd félagsins um tíma. Hann hefur einnig verið í mótstjórn á nokkrum Garðbúamótum. Sigurður var í dagskrárstjórn á Rauðhettu árið 1977 og aðstoðar- dagskrárstjóri þess móts árið 1978. Hann sat í ritnefnd Foringjans veturinn 1977-78. Sigurður hefur sótt fiest námskeið BÍS, SSR og Garðbúa, þ.m.t. grunnnámskeið, sveitarforingjanámskeið og Gilwell- námskeið sótti hann veturinn 1977 norður í Aðaldal í Þingeyjarsýslu. Hann hefur ekki mikið leiðbeint á námskeiðum BÍS en verið virkur leiðbeinandi á sérnámskeiðum. Og þá höldum við áfram með kynningu á félögum leiðbeinenda- klúbbsins. Eins og sést er um nokkuð ýtarlegar kynn- ingar að ræða og ef þú ert áhugamaður um foringjaþjálfun og / eða leiðbeinandi skaltu endilega setja saman stutta kynningu um þig og senda okkur. Ekki væri verra ef mynd fylgdi með. Auk þessa hefur hann sótt námskeið ýmissa annarra félagasamtaka þ.á.m. þjálfunar- námskeið tækninefndar KSÍ. Hann hefur þjálfað íþróttir nokkur undan- farin ár, bæði úti á landi og hérna í Reykjavík. Núna er hann þjálfari hjá ungu og þróttmiklu íþróttafélagi í Reykjavík. Sigurður hefur einnig starfað sem kennari við Grunnskóla. Sigurður hefur setið í stjórnum og ráðum ýmissa félagasamtaka t.d. Kiwanisklúbba og íþróttafélags á Egilsstöðum. Anna Gunnhildur Sverrisdóttir Anna Gunnhildur Sverrisdóttir er 38 ára og starfar sem aðalbókari hjá Arnarflugi hf. Hún er gift Sigurjóni Einarssyni og eiga þa.u tvö börn, dreng 19 ára og stúlku 13 ára. Anna byrjaði sem ljósálfur 6 ára gömul í 4. hverfi KSFR (Kvenskátafélags Reykjavíkur). Það hverfi tilheyrir Skf. Garðbúum í dag. Hún var vígð skáti 11 ára og starfaði næstu 9 árin, fyrst í flokk, síðar sem flokksforingi, sveitarfor- ingi, deildarforingi og einnig sem dróttskáti. Fyrstu árin í fiokksstarfinu voru mjög ánægjuleg og var skátaílokk- urinn hennar "Vöffiur" útnefndur besti skátaflokkur á Islandi á Lands- mótinu árið 1962 vegna árangurs síns í heilsárs fiokkakeppni BIS. Anna segir sjálf að hún hafi haft bestu flokks- og sveitarforingja á landinu á þessum tíma. Anna sótti öll námskeið námskeiðsbrautar BÍS á þessum tíma, flokksforingjanámskeið, sveitarforingjanámskeið, sérnám- skeið fyrir dróttskáta og Gilwell- námskeið árið 1968. Hún leiðbeindi á nokkrum flokks- og sveitar- foringjanámskeiðum á árunum 1965 til 1969, bæði á vegum SSR og BÍS. Anna tók sér hvfid frá skátastörfum árin 1972 til 1979 og var á þeim tíma við nám erlendis. Hún var gjaldkeri Skátasambands Reykjavíkur 1980-1982, vann að stofnun Skf. Seguls og var fyrsti fél- agsforingi þess. Anna var kosin fyrirliði alþjóðastarfs í stjórn BÍS árið 1985 og í Aðalstjórn BÍS sem formaður Alþjóðaráðs árið 1988. Anna hefur fyrir íslands hönd setið í samstarfsnefnd skátabandalaga á Norðurlöndum frá 1985 og cinnig hefur hún verið fulltrúi íslands á þingum Alheims- og Evrópusam- taka skáta. Gleðilegjól ogfarsœlt nýtt komandi ár !

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.