Bændablaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 1
A INNFLUTNINGURINN AÐ
DREPAÍSLENSKA GARDYRKJU
Samkeppnisstaða innlendrar framleiðslu hefur versnaö meö tilkomu
nýrra tollalaga. Garðyrkjubændur háðir geðþótta ráðherra hverju sinni
Breytingar á tollalögum síðustu áramót hafa gert
samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu við innflutn-
ing erfiðari og hefðu áform stjórnvalda gengið óbreytt
í gegn er óvíst hver staða garðyrkjunnar væri. Og eins
og málum er háttað í búvörulögum ræðst staða allrar
garðyrkju hvort sem er garðplöntuframleiðsla eða yl-
rækt mjög af túlkun landbúnaðarráðherra. Ráðherra
sem væri meira hlynntur kaupmönnum en garðyrkju-
bændum gæti með einu pennastriki gengið að stórum
hluta innlendrar framleiðslu dauðri. Þetta kemur með-
al annars fram í athyglisverðri grein eftir Guðmund
Vernharðsson garðyrkjumann inni í blaðinu.
Guðmundur segir þar að garðyrkjumenn séu margir
of öruggir um sína stöðu, þegar spurt er hvort þeir fái
yfirhöfuð að framleiða fyrir innanlandsmarkað í fram-
tíðinni. Ef ekki tekst að stöðva þá þróun sem hafin er
með tollabreytingunni kemur að því að garðyrkjumenn
sitja uppi með verðlausa menntun, verðlaus atvinnu-
fyrirtæki og atvinnuleysi, — rétt eins og starfsbræður
þeirra í Danmörku. Allir sem að garðyrkju vinna verða
að stofna heildarsamtök og berjast í því stríði sem háð
er í fjölmiðlum um almenningsálitið. Samdráttur i
garðyrkju leiðir af sér aukinn viðskiptahalla og því
verri lífskjör, verri stöðu landsbyggðarinnar gagnvart
Reykjavík og verri vöru fyrir íslenska neytendur því
innflutt grænmeti er mun lakari vara en íslenskt.
BLAÐ UM LANDBÚNAÐAR- OG LANDSBYGGÐAMÁL
7. TBL. 2. ÁRG. SEPT. 1988
Stóðréttir í Hjaltadal.
Laufskálarétt er mesta
stóðrétt landsins og
þangað flykkjast ekki
einasta Skagfirðingar
heldur eru þar hesta-
menn af öllum lands-
hornum sem skapar
alveg sérstaka stemn-
ingu. Kalt var í rétt-
unum sem voru haldn-
ar síðasta sunnudag en
fjölmenni engu að síð-
ur eins og þessi mynd
ber með sér. Á mynd-
inni sést meðai annarra
Gestur í Skaftholti í
Hreppum stjórna söng.
FULLVIRÐISRETTURINN
ER VAFASÖM EIGN! ...
KRYDDHÆNUR VERPA
KRYDDUÐUM EGGJUM
„ALLTAF STEND EG
UPPÁNÝ...1 Bls. 6