Bændablaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 4
BÆNDABLAÐIÐ 7. TBL. 2. ÁRG. SEPT. 1988
BÆNDA-
BLAÐIÐ
BÆNDABLAÐIÐ 7. TBL. 2. ÁRG. SEPT. 1988
Ki'tir (iiKÍinund Vernharðsson
garðyrkjufræðiiij>.
Þessi grein er skrifuð til að vekja garðyrkjumenn til
umhugsunar um þá þróun sem á sér stað með breyting-
um á tollalögunum sem tóku gildi um síðustu áramót.
Garðyrkjumenn verða að spyrja sig þeirrar spurningar
hvort þeir fái að framleiða fyrir innanlandsmarkað í
framtíðinni. Margir eru of öruggir með sig. Þegar þessi
mál eru skoðuð verður að skoða þau í víðu samhengi og
það verður að skoða þau nokkur ár aftur í tímann og
reyna að sjá áratugi fram í tímann. Það verður að skoða
þróunina bæði hérlendis og erlendis og reyna að skilja
hvaða hagsmunir og öfl togast á. Ekki verða þessum
atriðum öllum gerð viðunandi skil í þessari grein, en
vonandi tekst að vekja garðyrkjumenn upp þannig að
þeir hætti að sætta sig við sitt eigið aðgerðarleysi og
áhrifaleysi í þessum málum. Ef ekki tekst að stöðva þró-
unina með öruggum hætti þá sitja garðyrkjumenn uppi
með verðlausa menntun og starfsreynslu og atvinnu-
rekendur sitja uppi með verðlausa fjárfestingu og fara á
hausinn.
Það sem ekki allir vissu
Það sem stjórnvöld ætluðu sér
upphaflega að gera var aö fella
alveg niður tolla af afskornum
blómum, pottaplöntum, grænmeti
og garðplöntum án samráðs við
hagsmunaaðila. Þetta er uggvíenleg
staðreynd. En forsvarsmenn Sam-
bands garðyrkjubænda voru á verði
og reyndu að fá þessum áformum
breytt.
Ekki láta ykkur detta í hug að
þeim hafi verið boðið af hálfu
stjórnvalda að segja álit sitt. Og
ekki halda að fjármálaráðuneytið
hafi verið til viðtals um þetta. Nei
þarna varð að hafa áhrif eftir öðr-
um leiðum.
Ekki veit ég nákvæmlega livaða
leiðir voru farnar en það var það
hart sótt að fá þessum áætlunum
ríkisstjórnarinnar breytt að ríkis-
stjórnin skipaði 3ja manna nefnd
tii að ræða við Samband garðyrkju-
bænda. Niðurstaðan varð síðan
eins og gerð hefur verið grein fyrir.
Enn eru uppi hugmyndir um að
fella tolla af grænmeti niður í 0% á
3 árum. Einnig hefur fjármálaráð-
herra sett fram þá hugmynd að
grænmeti verði tollalaust þegar ís-
lensk framleiðsla er ekki á boðstól-
um en tollað þegar íslensk fram-
leiðsla er á boðstólum.
Ætla má að garðplöntuframleið-
endur hafi notið góðs af baráttu
Sambands garðyrkjubænda í þessu
máli, þ.e. að tollar á innfluttum
garðplöntum hafi verið látnir fylgja
tollum á grænmeti, afskornum
blómum og pottaplöntum.
Lög um framleiðslu og sölu á bú-
vörum tóku gildi í júní 1985. Sam-
kvæmt þeim má ekki flytja inn „bú-
vörur“, þar með taldar „afurðir
nytjajurta", til landsins nema inn-
Iend framleiðsla fullnægi ekki eftir-
spurn innanlands. Samkvæmt lög-
unum er innflutningur aðeins leyfi-
legur með Ieyfi ráðherra. Ráðherra
skal leita álits nefndar sem skipuð
skal 5 mönnum: 2 fulltrúum fram-
leiðenda, tilnefndir af samtökum
þeirra, 2 fulltrúum seljenda, til-
nefndir af viðskiptaráðherra, og
oddamanni, skipuðum al' landbún-
aðarráðherra. Starfsreglur fyrir
nefndina komu síðan út í april I987
og lást þær í landbúnaðarráðuneyt-
inu.
„Túlkunaratriöi"
ráöherra
Málin ganga sem sagt í stuttu
máli þannig fyrir sig að Alþingi gef-
ur út lög (sem að mestu eru samin af
Stéttarsambandi bænda og Búnað-
arlélagi íslands). Ráðherra „túlk-
ar“ lögin (í samráði við bændur) og
gefur út starfsreglur. Nefndin
„túlkar“ starfsreglurnar við samn-
ingsborð þar sem sitja fulltrúar selj-
enda og framleiðenda. Avallt koma
ný atriði til túlkunar nefndarinnar.
Garðyrkjumenn verða að athuga að
það eru sterkir hagsmunaaðilar
sem sitja hinum megin við borðið,
þannig að fyrir garðplöntufram-
leiðsluna þarf bara að taka upp
nýja „túlkun" á búvörulögunum og
kannski bæta við starfsreglur
nefndarinnar klausu um garöplönt-
ur.
Túlkun og framkvæmd laganna
eru það frjálsað ekki þarf annað að
koma til en ráðherraskipti til að
starfsreglunum verði breytt.
„Pennastriksráðherra" færi létt
með það ef hann væri hliðhollur
verslunarmönnum.
Þeir fulltrúar sem viðskiptaráð-
herra skipar eru oft ekki ánægðir
með starfsreglurnar, túlkun þeirra
og framkvæmd. Fulltrúar garð-
yrkjumanna hafa kannski veika
stöðu að því leyti að verslunarmenn
hafa neytendur með sér um leið og
„lægra vörurverð“ er nefnt.
Einn af hinum veiku punktum
nefndarinnar er að í tollskoðun er
ekki skoðað hvaða stærðarflokka
er verið að flytja inn af t.d. potta-
plöntum. Starfsmenn í tollinum sjá
bara pottaplöntur og þá fer það í
gegn sem stendur á tollapappírun-
um.
Skoðum nú stöðu grænmetis,
pottaplantna og afskorinna blóma.
Ferskt grænmeti
Staða grænmctis veikist gagnvart
frystu grænmeti. Einnig er hætta á
að innflutt grænmeti hafi verð-
myndandi áhrif á innlenda fram-
leiðslu með tímanum, þ.e. lækki
verðið á innlendri Iramleiðslu. Sér-
staklega er hætt við þessu á upp-
boðsmarkaði.
Ef verðið lækkar er hætt við að
garðyrkjumenn missi smátt og
smátt áhugann á að framleiða ýms-
ar tegundir grænmetis. Eftir því
sem verðið á innfluttu grænmeti er
lægra í hlutfalli við innlent þá er
aukin hætta á aö kröfur um frjáls-
an innflutning verði háværari.
Neytendur taka jú þvi meira eftir
verðmismun sem hann er meiri.
Þessu verða garðyrkjumenn að
fara að svara skipulega, nteð skipu-
lögðum áróðri þar sem haldið er á
lofti gæðum íslenskrar framleiðslu
og aukaefnum í innfluttri fram-
leiðslu, sérstaklega frystu græn-
meti. En framleiðendur verða þá
lika að standa sig i að setja einungis
á markað úrvals framleiðslu og
stilla notkun eiturefna í hóf. Slíkur
áróður kostar peninga og kallar á
samstöðu framleiðenda til varnar
gegn innfluttu grænmeti.
Pottaplöntur
Nefndin hefur skipt innfluttum
pottaplöntum í 3 flokka. Innflutn-
ingur á plöntum sem eru yfir l m er
að mestu frjáls. Innflutningur á
plöntum sem eru undir l m er að
mestu óheimill nema í þeim tilfell-
um þar sem er verið að auka fjöl-
breytni með lítilsháttar innflutningi
á tegundum sem ekki eru fram-
leiddar hérlendis. Siðan eru það
smáplöntur og græðlingar til fram-
haldsræktunar en innflutningur í
þessum flokkum er frjálsari.
Innflutningi i minnsta flokknum
hefur verið erfitt að stjórna þannig
að menn séu ekki að flytja inn smá-
plöntur til að setja beint í sölu.
lnnflutningur á smáplöntum var
greinilega að fara úr böndunum
upp úr síðustu áramótum þar sem
þessar plöntur fóru þá í 0% toll.
Hér reynir einu sinni enn á nefndina
að „túlka“ starfsreglurnar og finna
aðferð til að hamla gegn því að farið
sé i kringum lögin, reglurnar,
nefndina og túlkanirnar.
Afskorin blóm og
greinar
Innflutningur á greinum hefur
verið frjáls. Þetta er umdeilt og
kannski bagalegt. Innflutningi á af-
skornum blómum hefur verið
þannig háttað að heildsölufyrir-
tæki blómabænda sem versla með
innlenda framleiðslu hafa flutt inn
65% af þeim afskornu blómum
sem leyft hefur verið að flytja inn.
Blómaverslanir eða þeirra inn-
flutningsaðili, senr er-Blómaval,
hefur flutt inn þau 35% sem’eftW
eru.
Þetta hefur gert heildsölufyrir-
tækjum bænda kleift að halda inn-
lendri framleiðslu á markaðnum
samhliða innfluttri.
Einnig gefur þetta kost á að hag-
ræða álagningu þannig að verðmis-
munurinn verði ekki of mikill. Hag-
ræðing í álagningu á sér stað bæði
í heildsöluverslun og smásöluversl-
un.
Garðplöntur
Það má vera Ijóst af framan-
sögðu að innflutningur á garð-
plöntum hefur nokkra sérstöðu.
Engar takmarkanir hafa verið í
gildi á innflutningi garðplantna.
Það hafa eingöngu verið tollarnir
sem hafa takmarkað innflutning-
inn. Að vísu eru í gildi lög frá 1935
„um einkarétt ríkisstjórnarinnar til
þess að flytja trjáplöntur til lands-
ins“. í lögum þessum framselur rík-
isstjórnin framkvæmdina í hendur
Skógrækt ríkisins. Þessum lögum
hefur hins vegar ekki verið beitt síð-
astliðin ár nenta að Skógrækt ríkis-
ins hefur komið því þannig fyrir að
sumir innflytjendur á garðplöntum
hafa þurft að fá undirskrift skóg-
ræktarstjóra á tollpappíra sína.
Sá möguleiki virðist samt vera
opinn að túlka búvörulögin á þann
hátt að garðplöntur falli einnig
undir innfutningsnefndina. For-
dæmi eru fyrir að jólatrjáainn-
flutningur hafi verið til umræðu í
nefndinni.
Garðplöntuframleiðendur áttu
sér einskis ills von um áramótin og
fengu þar af leiðandi ekki tækifæri
til að segja álit sitt og hafa áhrif á
tollabreytingarnar.
Félag garðplöntuframleiðenda
og flestir garðplöntuframleiðendur
eru ekki í Sambandi garðyrkju-
bænda. Þ.a.l. voru þeir ekki með
Sambandi garðyrkjubænda í við-
ræðum við stjórnvöld. En þessi inn-
flutningsmál mega hins vegar ekki
standa svona áfram óbreytt.
Innflutt ódýrara
Eins og áður sagði mun útsölu-
verð á garðplöntum lækka um 25%
við tollalækkunina og niðurfell-
ingu vörugjalds. Þetta hefur fyrir-
sjáanlega víðtæk áhrif á fram-
leiðslu og sölu á garðplöntum.
Höfum einnig í huga að þetta
gæti verið skref í átt til tollalauss
innflutnings. Skoðum t.d. sölu á
limgerðisplöntum, þ.e. tegundum
sem mest eru keyptar í limgerði.
Þessar tegundir eru aðallega birki,
víðitegundir, glansmispill, blátopp-
ur, bergtoppur og alparifs. Fram-
leiðsla á glansmispli, alparifsi og
blátoppi innanlands myndi detta
alveg niður. Sala á birki og víðiteg-
undum ntyndi minnka verulega
vegna þess að verðsamanburður
yrði óhagstæður. En verðið ræður
mjög miklu um hvaða tegundir fólk
velur í limgerði.
Bergtoppur er kannski alvarleg-
asta dæmið. Bergtoppur er tegund
sem er mjög lík blátoppi en að öllu
leyti harðgerðari og hefur verið að
ná auknum vinsældum. Mjög
sennilegt er að bergtoppur hverfi af
markaðinum vegna þess að blá-
í í
I :
tMjjá
toppurinn verður mun ódýrari og
bergtoppur er ekki framleiddur
erlendis.
Þessi þróun yrði þá mjög lík því
sem gerst hefur í N-Svíþjóð. Þar
hefur tegundavalið stórminnkað og
takmarkast af þeim tegundum sem
ræktaðar eru í S-Svíþjóð og eru
nægilega harðgerðar fyrir N-Sví-
þjóð. Gróðrarstöðvar í N-Svíþjóð
eru því mestmegnis sölustöðvar sem
opnar eru u.þ.b. 3 mánuði á ári.
Ekki er nóg með að sumar teg-
undir hverfi af markaði vegna þess
að þær geta ekki keppt við aðrar
fjöldaframleiddar innfluttar teg-
undir, heldur verður erfitt að setja á
markaðinn nýjar tegundir sem selj-
ast í litlum mæli og eru ekki fjölda-
framleiddar erlendis.
Hvaða störf biða þá garðyrkju-
manna sem sérmenntaðir eru í
garðplöntuuppeldi? Það er hætt
við að atvinnutækifærum fækki.
Ekki geta allir fengið starf við að
versla með garðplöntur.
Erfitt er að segja hversu langt
þessi þróun gengur, hversu langan
tíma hún tekur. Hættan verður auð-
vitað meiri eftir því sem tollar
lækka meira. Þessi þróun á við um
allar garðplöntur þ.e. sumarblóm,
fjölærar plöntur, tré og runna.
Einnig er t.d. hætta á að einhverjir
reyni að flytja inn sumarblóm sem
smáplöntur og þar af leiðandi í 0%
tolli.
Tollabreytingar gera það að verk-
um að ódýrara verður fyrir fólk að
kaupa fjölærar plöntur sem inn-
fluttar forðarætur eða hnýði og
lauka en að kaupa þær framleiddar
í gróðrarstöð:
Þetta mál snertir ekki einungis
einkaaðila í garðplöntuframleiðslu
og þeirra starfsfólk. Þetta snertir
alla garðplöntuframleiðslú sem
rekin er eða styrkt af opinberum
aðilum og allan þann fjölda fólks
sem við hana starfa. Þessi fyrirtæki
eru: Skógrækt ríkisins með allar
sínar skógræktarstöðvar, Skóg-
ræktarfélag Reykjavíkur, Ræktun-
arstöð Reykjavíkur í Laugardal,
Ræktunarstöð Skógræktarfélags
Eyfirðinga í Kjarnaskógi og allt
garðplöntuuppeldi á vegum bæjar-
félaga.
Hvers vegna
tollabreytingar?
Hvaða öfl og hagsmunir hafa
áhrif á lækkun tolla? Ég ætla
ekkert mat að leggja á hversu mikil
áhrif eftirtalin atriði hafa á tolla-
breytingar hvert fyrir sig.
a) Innflutningsverslunin vill fá að
flytja inn sem mest af vörum
tollalaust og ráða yfir markað-
inum. Fá meira inn í sína veltu.
Ágóðasjónamið.
b) Neytendasamtökin sjá ekkert
nema lágt vöruverð. Verðlags-
stofnun er einnig með þennan
einhliða áróður.
c) Ríkisstjórnin þurfti tollalækk-
anir til að koma á móts við
álagningu söluskatts og bar
einnig fyrir sig hagræðingu í
tollamálum. Hún hefur einnig
notað tollabreytingar i kjata-
samningum og öðrum efna-
hagsaðgerðum.
d) í viðskiptasamningum okkar
við EFTA, EBE og einstök ríki
er þrýst á íslendinga að fella
niður tolla af ýmsum innflutt-
um vörum. Þessum þrýstingi
verða stjórnvöld ef til vill að láta
undan til að við getum selt okk-
ar fisk og aðrar útflutningsvör-
ur án þess að þær verði tollaðar
í öðrum löndutn.
Síðastnefnda atriðið skyldu
menn skoða mjög alvarlega með
tilliti til þess að rætt er urn inn-
göngu eða aðlögun að EBE. Mark-
mið EBE er nefnilega ekki aðeins
afnám tolla heldur allra viðskipta-
hafta. Búvörulögin eru viðskipta-
höft.
Innflutningsverslunin og kaup-
menn hugsa auðvitað ekki um neitt
annað en sína gróðahagsmuni án
tillits til þjóðarhags eða viðskipta-
halla.
Neytendasamtökin virðast ein-
blína eingöngu á lágt vöruverð í
þessu sambandi. Þau ættu að skoða
betur gæði vörunnar en ekki bara
verð hennar.
Stjórnvöld verða hins vegar að
temja sér að skoða hagsmuni allra
og skoða hlutina í samhengi.
Viöskiptahalli, lífskjör,
byggöastefna og
mannréttindi
Sú hlið málsins sem ekki er nægi-
lega skoðuð i þessu þjóðfélagi er:
Minnkandi fratnleiðsla og verð-
mætasköpun innanlands sent leiðir
til aukins innflutnings leiðir af sér
viðskiptahalla sem til lengri tíma
séð leiðir af sér verri lífskjör.
Við getum einfaldlega ekki keypt
okkur allar nauðsynjar erlendis frá
fyrir þann gjaldeyri sem fæst fyrir
fisk, sérstaklega ekki þegar orðið
nauðsynjar er alltaf að verða víð-
tækara og víðtækara í þessu landi
lífsgæðakapphlaupsins. Það geta
heldur ekki allir lifað á verslun og
þjónustu eingöngu og látið útgerð
og fiskvinnslu bera þjóðfélagið
uppi.
Þetta mættu neytendasamtökin
skoða og reyna að skilja að lágt
vöruverð, sem fengið er með því að
flytja inn vöruna í stað þess að
framleiða hana innanlands, er
kannski ekki alltaf neytandanum,
og þar með þjóðinni, í hag.
Einnig má það vera ljóst að allur
samdráttur á garðyrkjuframleiðslu
kemur dreifbýlinu mjög illa á með-
an Reykjavík hagnast á allri aukn-
ingu á innflutningi. Þetta er því
stórt atriði í byggðastefnu og í þeim
mannréttindum að fá að búa og
starfa úti á landi við arðbær störf.
Veröur gardyrkjan lögö í
rúst?
Skoðum þær breytingar sem rík-
isstjórnin ætlaði að gera án sam-
BLAÐIÐ
Tollabreytingar sl. áramót
Gel'in er upp sú álagning sem notuð er við útreikning á breytingum smá-
söluverðs. Þessi álagning er hins vegar engan veginn algild.
Vörutegund Tollabreyting Álagning Breyting smásöluverös
Garöplöntur úr 40% í 30% 24% vörugj. I'cllt nidur 30% heilds. 100% smsl. in. ssk. innfl. lækka um 25%
Pottaplömur úr 40% i 30% 24% vörugj. I'ellt niður 30% heilds. 150% smás. m. ssk innfl. lækka um 25%
Al'skoriu blóm úr 40% i 50% 30% Iteilds. 150% smás. inntl. lækkar um 7%
Græmneti úr 40% í 30% 18% hcilds. 30% smás. 25% ssk. innfl. Iiækkar um 16% m. ssk. innl. um 25% m.ssk.
Græðlingat, laukar og hnýði fótu i 0% toll. Allir þessir l'lokkar nema
garðplöntur, greinar og laukar eru háðir innllutningsleyl'um eitts og fjallað
verður um á öðrum stað. Tollar á öllum þessum vörum eru orðnir það lágir
að íslensk garðyrkja getur ekki keppt við þelta verð, þannig að við verðum
að hal'a einhverja „örugga" vernd til frambúðar.
ráðs við hagsmunaaðila og hversu
mikið þurfti að ganga á til að fá
áformum hennar breytt.
Lítum einnig á hvað gerst hefur
með marga iðnaðarframleiðslu inn-
anlands sent hel'ur bókstaflega ver-
ið lögð i rúst með afnámi tolla. Sjá-
um einnig hversu garðplöntufram-
leiðslan stendur berskjölduð vegna
þess að framleiðendur héldu enga
hættu á l'erðum og enginn gætti
hagsmuna þeirra. Einnig stafar
garðyrkjunni hætta al' verðsaman-
burði á vörum sem fluttar eru inti á
vissum árstímum mjög ódýrar og
hækka síðan í verði þegar islensk
framleiðsla kemur á markað. Þessi
vcrðsamanburður er notaður á
mjög óvæginn og ósanngjarnan
hátt af neytendasamtökunum og
kaupmönnum.
Nú kynni einhver að segja að
garðyrkjan verði aldrei lögð í rúst á
Islandi og við garðyrkjumenn verð-
um aldrei atvinnulausir. Svona ger-
ist aldrei á íslandi. ísland er svo sér-
stakt o.s.frv. En þetta sögðu Danir
líka l'yrir 25 árum. Þetta er eðli
hverrar þjóðar með venjulegan
skammt af þjóðarstolti eða þjóðar-
rembu.
Af þessu má sjá að garðyrkju-
stéttin má vara sig á að halda sig
örugga.
Þetta er barátta milli sterkra
hagsmuna og eiti aðalvopnið er
áróður. Notuð eru fögur slagorð.
Frjáls verslun, Itugra vöruverð,
frjáls milliríkjaviðskipti. Frjáls inn-
flutningur — lægra vöruverð. Allt
sem innlend frantleiðsla þarf að
gera er að „aðlagast samkeppn-
inni“. Og stjórnvöld ætla að hjálpa
til með því að „bæta samkeppnis-
aðstöðuna". En þetta að „aðlagast
santkeppninni“ þýðir og hefur þýtt
bæði hérlendis og erlendis að heilu
framleiðslugreinarnar eru lagðar í
rúst og fólkið sem við þær starfaði
situr uppi með verðlausa menntun
og starfsreynslu og fyrirtækin fara
á hausinn. Erlendis hefur þetta
einnig þýtt að fjöldi fólks er
atvinnulaus og það getur vel skeð á
íslandi líka. Þó að enginn vilji
hlusta á þá á þessum þenslutímum.
Hver verður þá bættari með lægra
vöruverð?
Þetta atriði, að stjórnvöld ætli að
„bæta samkeppnisaðstöðuna", hef-
ur oft brugðist. Það hefur íslenskur
iðnaður reynt. Þessum atriðum,
sem áttu að bæta samkeppnis-
aðstöðuna, hafa framleiðendur
hingað til þurft að berjast fyrir, þó
að viðurkennt sé að þeir eigi rétt á
þeim.
Og þar er einnig komið að spurn-
ingunni um hvernig á að dreifa
kostnaðinum, af því að það er dýrt
búa á íslandi.
Að stinga hausnum í
sandinn!?
Ætla garðyrkjumenn að taka það
sem eitthvað óumbreytanlegt að
stjórnmálamenn breyttu tollum um
síðustu áramót? Eða taka garð-
yrkjumenn þetta yfir höfuð ekki
alvarlega?
Garðyrkjumenn hafa réttan mál-
stað i þessu máli!
í villta vestrinu höfðu menn
málshátt sem hljóðaði á ensku: You
can be dead right. Þessi málsháttur
unditstrikar að það er ekki nægilegt
að hafa réttan málstað. Maður
verður að verja sig ef á mann er ráð-
ist.
Gatðyrkjumenn verða að skoða
hvar þetta stríð er háð. Þetta stríð er
háð í fjölmiðlum fyrir framan
almenning og það sem verðitr að
vinna er almenningsálitið.
Á þessum vetlvangi hal'a garð-
yrkjumenn alltal' verið útundan.
Garðyrkjumenn verða einnig að
berjast á þessum vettvangi og gera
meira en bara verjast. Skrifa og tala
í fjölmiðla.
Garðyrkjumenn þurfa að mynda
með sér sterka og virka samstöðu
og berjast fyrir hagsmunum sínum.
Til að sinna innflutningsmálum
og öðrum brýnum hagsmunamál-
unt garðyrkjustéttarinnar þarf að
stofna sterk, virk og l'jölmenn
heildarhagsmunasamlök. lnnan
þeirra heildarsamtaka þurfa að
starla saman Santband garðyrkju-
bænda og F'élag garðplönlufram-
leiðenda, Félag landslagsarkitekta,
Félag skrúðgarðyrkjumeistara og
Félag garðyrkjumanna.
Þetta samstarf þyrfti ckki að
hafa áhrif á sjálfstætt starf hinna
einstöku l'élaga.
Slík heildarsamtök yrðu sterkur
þrýstihópur sem hefði áhrif á
stjórnvöld og viðkomandi aðila til
að skapa öllum greinum garðyrkj-
unnar viðunandi starfsskilyrði, og
garðyrkjumönnum þar nteð viðun-
andi lífsskilyrði og líl'safkomu.
Eitt af verkefnum heildarsam-
takanna væri að koma á laggirnar
frétta- og fræðslublaði þar sem
meðal annars yrði fjallað um ýmis
hagsmunamál garðyrkjunnar.
Grein sem þessi hefur t.d. engan
vettvang sent tryggir að hún konti
fyrir sjónir allra garðyrkjumanna í
öllum greinum garðyrkjunnar,
jafnt launþega sem launagreið-
enda.
Þessi hugmynd um heildarsam-
tök innan garðyrkjunnar er ekki ný
og þörfin fyrir slík samtök er ekki
heldur nýtilkomin. En þörfin verð-
ur alltaf brýnni og brýnni.
Ef garðyrkjustéttin ætlar sér ein-
hverju að ráða um hvaða sess hún
skipar og hvaða starfsskilyrði hún
fær þá verður að vinna eitthvað í
þeim málum. Og við verðum að
vinna saman.
Sameinaðir stöndum viö,
sundraöir föllum við.
(Grein þessi birtist úður í frétta-
bréfinu Garðyrkjumanninum og er
tekin saman síðasta vor. Fœstir af
garðyrkjubœndum hafa fengið
Garðyrkjumanninn og ekki hafa
orðið neinar breytingar í toUamál-
um. Vonandi verður birting grein-
arinnar hér til þess að kveikja nauð-
synlega umræðu um þessi mál.
Ritstj.j