Bændablaðið - 01.09.1988, Page 8

Bændablaðið - 01.09.1988, Page 8
Texti: Bjarni Harðarson SS á Laxá í Leirársveit. I’ar er slátraO núna i liaust en reiknaú mert art þart verrti í sirtasta skipti op verður þá siðasta sveitahúsirt í Borj{arfjarrtarhérarti t'arirt. SKILA UTLU SLÁTURHÚSIH BETRA KJÖTI? Eru lítil sláturhús betri en stór? Er þörf á opinberri mið- stýringu í sláturhúsamálum og ef svo er, — hver á þá stefnan að vera. Landbúnaðarráðuneytið vinnur nú að þvi að loka þeim sláturhúsum í landinu sem starfa á undanþágu og beitir svipuðum úreldingaraðferðum og notaðar hafa verið til minnk- unar á fiskiskipaflotanum. Stefnan er umdeild, — inargt bendir til að litlu húsin í iandinu framlciði betra kjöl en þau stærri, — sum þeirra eru rekin með hagnaði sem segir að þau geta boðið ódýrari slátrun held- ur en þau stóru scm dragnast flest með þungan fjárfestingar- koslnað. Menn velta því eðlilega fyrir sér livort þær reglur sem núna gilda um löggildingu scu of strangar. Þessar rcglur liafa gilt í meira en 20 ár cn meiri- hluta húsanna verið veitt und- anþága frá þeim á hverju ári. I»að er líka athugunar vert livort lokun undanþágu húsanna gagni til að mæta samdrætti í dilkakjötsframleiðslunni og lækka slátrunarkostnað sem hefur farið hækkandi undan- farin ár og menn margir sam- dóma um að sé of hár. Þessa dagana er verið slátra í 41 sláturhúsi víðsvegar um landið. 6 sláturleyfishafar sem slátruðu í fyrra hafa hætt, allir nema einn að eigin ósk. Næsta haust er reiknað með að ekki færri en 10 til viðbótar hætti og í Landbúnaðarráðuneyti hefur því verið lýst yfir að árið 1990 fái ekkert sláturhús í landinu und- anþágu frá gildandi heilbrigðis- reglugerð. í öllu landinu eru 19 lög- gilt sláturhús en öll hin á undan- þágu. Löggiltu húsin eru flest stór og staðsett í þéttbýli en litlu sveita- húsin eru nær öll á undanþágu og ekkert sem bendir til að þau hafi fjárhagslegt bolmagn til að upp- fylla þau skilyrði sem nú eru sett. í flestum þeirra er kostnaður til lög- gildingar talinn hlaupa á 5 til 10 milljónum króna, — en staða slát- urhúsa í landinu er harla bágborin enda verður ekki á móti því mælt að fjárfestingar í þessum geira eru miklu meiri en greinin þolir. Löggildu húsin í landinu geta af- kastað um 27000 fjár á dag í slátrun en öll hin sem nú starfa rétt um 13000 og þau sem hafa hætt gátu afkastað 3000 fjár. Miðað við fram- tíðarspár um innanlandsneyslu kindakjöts og nær engan útflutning á dilkakjöti gætu löggiltu húsin annað allri siátrun á innan við mán- uði. Það er á hinn bóginn Ijóst þeg- ar talað er um of mikinn slátur- kostnað vegna mikils fjárntagns- kostnaðar og of lítillar nýtingar að sá þáttur mun í litlu breytast þó svo að undanþáguhúsin hverfi. í lyrsta lagi þá eru fæst af undanþáguhús- unum með mikinn fjármagns- kostnað og í öðru lagi má allt eins búast við að fækkun sláturfjár á næstu árum verði meiri en nemur þessari fækkun húsanna. Enn má bæta hér við að full þörf virðist á að lengja sláturtíð til að svara kröfum markaðarins um ferskt kjöt lengri tíma en nú er. í þessu cfni má benda mikla söluaukningu í nautakjöti scm að stórum hluta er rakin til þess að boðið er uppá nýslátrað allan ársins hring. En það eru veigamikil rök fyrir því að leggja litlu húsin niður að þar hafa menn ekki fylgt þeim reglum sem settar eru og notið góðs af því að hundsa þær. Fylgismenn litlu húsanna hafa réttilega bent á að stóru húsin standi ntörg mjög tæpt fjárhagslega en sum litlu séu jalnvel rekin með hagnaði. Talsmenn lög- gildingar hafa tekið undir þetta og bent á að þarna komi óréttlætið hvað skýrast fram. Þeir sem leggja í fjárfestingar til að fylgja lögum fá enga umbun fyrir það heldur verða þeir að slátra á sama verði og hinir sem cngu hafa til kostað og keppa við þá um fé bænda. Páll Agnar Pálsson yfirdýralæknir kvaðst hafa Iagt það til á sínum tíma að undan- þáguhúsin yrðu skattlögð til þess að koma á jöfnuði þarna og hvetja til endurbóta, en sú hugmynd hefði ekki náð fram að ganga. „Þegar upp er staðið þá held ég að slátur- kostnaður sé minni í stóru húsun- um en það er fjármagnskostnaður- inn sem þar bætist við. Hjá honum verður seint komist, — við getum ekki bara slátrað alltaf í gömlurn húsum ekki frekar heldur en hægt er að búa alltaf í gömlum íbúðar- húsum,“ sagði Páll Agnar Pálsson í samtali við Bændablaðið. í Sláturhúsaskýrslunni sem Egill Bjarnason og fleiri tóku saman kemur fram að endurbygging allra undanþáguhúsanna kostar á verð- lagi júnímánaðar 1986 368 milljón- ir króna en síðan hefur um fjórð- ungur þessara hætt starfssemi. Á hinn bóginn þá bendir skýrslan líka á að sum löggiltu húsin þarfnast úr- bóta sem samtals muni kosta 113 milljónir og 125 milljónir kostar að byggja nýtt löggilt hús á Austur- landi. Fylgismenn litlu húsanna hafa bent á að þau séu mörg hver þannig staðsett að verði hætt þar slátrun sé hætt við að þau standi auð hér eftir og úreldingarsjóðs- greiðslur hljóta að gera ráð fyrir að svo verði. Altur á móti eru stóru húsin og þau löggiltu flest þannig í sveit sett að þar er líklegt að takast megi að finna þeim nýtt hlutverk. Með öðruni orðum það má hætta þar slátrun án þess að mikil verð- mæti tapist og með því móti mætti ganga miklu lengra í því að draga úr fjárfestingu í þessum geira og ná kostnaði niður. En þvi er ósvarað hvort slátrun í litlu húsunum sé óforsvaranleg eins og stundum er haldið fram eða hvort löggildingar- reglurnar séu beinlínis óeðlilega strangar og óraunhæfar. „Vandinn er ekki fyrst og fremst húsin sjálf heldur engu að síður að þar er ntikið af óvönum mönnum við störf,“ sagði Páll Agnar Páls- son yfirdýralæknir og fjölmargir aðrir viðmælendur blaðsins tóku i sama streng. Páll benti meðal ann- ars á að hér á landi eru ekki til menntaðir slátrarar eins og erlendis og tilraunir til að konta á slíkri menntun hafa ekki borið árangur. Talsmenn Iitlu sláturhúsanna hafa bent á að hjá þeint sé skortur á vönu starfsfólki sé alls ekki eins rnikill eins og í stóru húsunum og því komi betri vara frá þeim húsum. Þetta þýðir að undanþáguhúsin skili almennt betri verkun en þau löggiltu og blaðið bar þá skoðun undir nokkra þá menn sem þekk- ingu hafa á þessum málum. Andrés Jóhannesson yfirkjöt- matsmaður ríkisins sagði að það væri erfitt að svara þessu. Það sem kemur fyrst og fremst inn á borð hjá honum eru gallar sem verða við vinnslu en þá er kjöt fellt í mati útaf vinnslugöllum. Andrés kvaðst ekki treysta sér til þess að segja nokkuð um það hvort meira væri um slíka galla í löggiltu húsunum heldur en undanþáguhúsunum. „Þetta bygg- ist á fólkinu en ekki húsunum," sagði Andrés. Ein helsta ástæðan fyrir vinnslugöllum væru of ör mannaskipti en í flestum húsunum væri sem betur fer einhver viss kjarni frá ári til árs. Gallar eru tvenns konar, annarsvegar óhrein- indi og hinsvegar fláningsgallar. Sumir telja að þeir séu algengari þar sem er keðjufláning heldur en bekkfláning, sagði Andrés. Að- spurður hvort það væri ekki almennt svo að erfiðara væri að manna stóru húsin en þau litlu sagði Andrés að það væri vissulega oft erfitt að manna þau stóru en' það gengi líka illa að manna lítil hús í sjávarplássum þar sem samkeppni er um vinnuaflið. Best gengi að fá fólk í litlu húsin í sveitunum. „Ég er ekki talsmaður þess að fækka slát- urhúsum. Ef að það á að halda uppi lífi og starfi í sveitum landsins þá má ekki ganga of langt í þessum efnum. Sveitirnar geta staðið og fallið með þessum fyrirtækjum. En það er líka Ijóst að það verður að gera kröfur til þessara húsa og það má ekki slaka neitt á þeim kröfum sem gerðar eru í dag.“ í Afurðasölu Sambandsins við Kirkjusand í Reykjavík vinna menn sem taka við kjöti frá öllum Sam- bandshúsunum, saga það og af- greiða til kaupenda. BÆNDA- BLAÐIÐ ræddi við einn þessara manna, Lúðvík Jónasson. Hann sagði að það væri mjög merkjan- legur munur á frágangi og geymslu kjötsins eftir húsum og að tilhneig- inin væri frekar í þá veru að það kémur betra kjöt frá litlu húsunum. Frá þeim væri minna um skemmdir eða galla við fláningu og taldi hann að í stóru húsunum orsakaðist þetta einkum af því að menn binda sig þar við ákveðinn hraða. Gallarnir væru mun meira áberandi snemma á haustin þegar húsin eru að byrja en þá einmitt er nrikið af alveg óvönu fólki og hraðinn er keyrður upp. Lúðvík tilgreindi eitt hús þar sem hefði verið mjög mikið um hár- uga skrokka en það hús er löggilt útflutningshús. Þetta er þó ekki algilt með fullkomnustu húsin, því að sögn Lúðvíks skila hin útflutn- ingshúsin ntjög góðu kjöti og almennt taldi hann að í þessum efn- um færi meðferðin batnandi. Fyrir nokkrum árum var gerð könnun á gerlamagni á yfirborði kjöts og borið saman kjöt úr 6 eða 7 mismunandi húsum. Gerlamagn- ið segir til um óhreinindin á kjöt- inu. Guðjón Þorkelsson á Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins sagði í samtali við blaðið að þessar rannsóknir hefðu gefið þær vis- bendingar að vel þjálfaður og sam- hentur mannskapur væri það sem mestu máli skipti. Hann sagði að það hefði ekki verið hægt að sjá neinn mun milli húsa eftir því hvort þau eru löggilt eða undanþáguhús. „Það sem mátti lesa út úr þessu var að bekkfláning virtist koma betur út en hangandi og hús með færra starfsfólk virtust skila betri vöru heldur en stærri húsin þar sem er alltaf veriðaðskipta um mannskap. En þetta tók ekki til margra húsa þannig að það er kannski varasamt að fullyrða of mikið um þessi mál.“ Guðjón sem vinnur nú að þróun nýrra aðferða við niðurhlutun kjöts og geymslu sagði ennfremur að kostir stóru húsanna gætu einmitt verið þeir að þar er frekar pláss til þess að saga kjötið og betri aðstaða til geymslu. En segja þessar niður- stöður um gerlainnihald okkur ekki eitthvað um það hvort undanþágu- húsin séu nógu góð, — blaðið innti Pál Agnar Pálsson yfirdýralækni eftir því. „Þær segja okkur eigin- lega ekki neitt nema það, að það eru viðvaningar á báðum stöðum sem vinna við þetta,“ sagði Páll. Að- spurður kvaðst hann ekki hafa neitt i höndunum um það að það væri hlutfallslega meira af óvönu fólki í löggiltu húsunum en á liinn bóginn gæti vel verið að verkstjórum í lill- um gengi betur að hafa eftirlit með nýjum mönnum vegna þess að þar eru þeir alltaf færri, því heildar- fjöldi starfsfólks væri lægri. Embættismaður sem um þetta hefur fjallað sagði í samtali við BÆNDABLAÐIÐ. „Okkur er nauðsyn á að láta söntu reglur gilda um alla en það má spyrja sig að þvi hvort reglurnar gangi ekki alltof langt. Til dæmis er gerð sú krafa að ekki megi verka fisk i húsunum eða hafa þar aðra starfssemi milli þess sem slátrað er. Þetta er krafa sem ég er ekki viss um að eigi rétt á sér mið- að við þá tækni og þau el'ni sent nú eru til til að hreinsa húsin. Þetta hefur kannski átt rétt á sér fyrir 20 árum. Og það er fleira sem mætti endurskoða." Heimildarmenn blaðsins hafa bent á að á sinum tínra hafi yfirdýralæknisembættið rætt þá hugmynd að láta miklu nrun slakari kröfur gilda fyrir innan- landsmarkað heldur en útflutning en alþingismenn komu í veg fyrir það og sögðu þá að íslenskir neyt- endur ættu rétt á jafn öruggri vöru og útlendingar. Þetta er óumdeilan- legt en á hinn bóginn hefur margoft verið bent á það að sömu lönd og setja mjög strangar kröfur um bún- að sláturhúsa hjá viðskiptalönduin leyfa afar frumstæð og ófullkomin sláturhús á heimavelli. Tvenns kon- ar kröfur til sláturhúsa eru vel þekktar í öðrum löndum, til dæmis hefur verið þannig í Bretlandi þar sem kjöti fyrir innanlandsmarkað er slátrað við miklu ófullkomnari aðstæður en við þekkjum hér heima. Það bíður betri tíma að fjalla unr efnisinnihald þeirra reglna sem gilda til þess að sum hús skoðast sem undanþáguhús og önnur teljast löggilt. Sömuleiðis er ætlun okkar að reyna að grafast betur fyrir um það hvernig sláturhús eru í öðrum vestrænum ríkjum, allt frá Færeyj- um þar sem öllu ér slátrað á blóð- velli til þess sem fullkómnast, dýr- ast og „best“ gerist. ' (

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.