Bændablaðið - 01.01.1995, Side 2

Bændablaðið - 01.01.1995, Side 2
BÆNDA 2 BLAÐIÐ BÆNDABLAÐIÐ ÚTGEFANDI: GULLTANNI HF. RITSTJÓRI: JÓN DANÍELSSON (ÁBM). SÍMI: 95 10018. PÓSTFANG: TANNASTÖÐUM - 500 BRÚ Á krossgötum Íslenskur landbúnaður stendur á krossgötum. Uppbyggingar og uppgangstímabilinu sem hófst upp úr stríðinu lauk fyrir hálfum öðrum áratug og þá stóðu bændur, forystumenn þeirra og stjórn- málamenn frammi fyrir þeim vanda að þurfa að feta sig inn á einhverja nýja braut, velja veg af krossgötunum inn í framtíðina. í rauninni hefur þetta ekki verið gert enn. Fimmtán árum síðar standa menn enn ráðvilltir á sömu krossgöt- unum og vita hreint ekki hvert skuli halda. Eina raunverulega ráðið sem gripið hefur verið til er flatur niðurskurður á framleiðslurétti. í sauð- fjárbúskap er nú svo komið að fjölmargir bændur lifa á mörkum hins mögulega. Þess munu dæmi að fjölskyldutekjur af búrekstri samsvari atvinnu- leysisbótum einstaklings. - Um þessar mundir þykjast sumir sjá Ijósið í formi vistvænnar og lífrænnar framleiðslu. Það er raunar alls ekki ólíklegt að framtíð íslensks landbúnaðar kunni að vera fólgin þar. Hitt er þó jafnljóst margir morgundagar munu líða að kveldi áður en íslenskir bændur fara að lifa í vel- lystingum á lífrænum útflutningi. Það er þess vegna alveg auðsætt að ef ein- hverjir bændur eiga að geta lifað af framleiðslu sinni á næstu árum, verður bændum að fækka. Einverjir verða að hætta. Það er hin sársauka- fulla staðreynd sem menn verða að sætta sig við. Gallinn er hins vegar sá að við núverandi að- stæður geta menn ekki hætt. Aðra vinnu er ekki að hafa. Þess vegna er ný atvinnuuppbygging í dreifbýli svo lífsnauðsynleg. Við gerð búvöru- samnings var gert ráð fyrir slíkri uppbyggingu. Efndir hafa hins vegar nánast engar orðið. Nú er komið að kosningum og í tilefni þess á að veita til nýsköpunar broti af því fé sem heitið var í búvörusamningi. Þetta er þó ekki nema eins og dropi í hafið. Bændur gera rétt í því að ganga hart á frambjóðendur fyrir kosningarnar og krefja þá úrbóta. Ekki vegna þess að líklegt sé að stjórmálamenn séu nú líklegri ‘til að efna kosningaloforð en endranær heldur vegna þess að stjórnmálamenn verða að gera sér grein fyrir því að svona getur þetta ekki gengið lengur. JD VARUÐ Á VINNUSTAÐ • STUÐUÐ að spennujöfnun f penlngshúsum með pví að hafa alla lelðandl hluta pelrra samtengda og jarð- tengda og að hafa vlrkan lekastraumsrofa fyrlr lögnlnnl. • FÁIÐ viðurkennda telkningu af raflögnum og þar með sökkulskautum utlhúsa, áður en bygglngaframkvœmdlr hefjast. • BÆNÐUR mega undlr engum krlngumstœðum fást vlð tenglngu vararafstöðvar Inn á húsveltukerfið. • FÁIB rafverktaka til aðstoðar við endurnýjun og tag- fœringar á pvf sem laga parf I rafbúnaðlnum. • SJÁM9 til pess að allar lausataugar á lömpum og hand- verkfœrum séu óskaddaðar. • KOMIÐ upp fastrl lýslngu sem vlðast I penlngshúsum. Ef lausir lampar eru I notkun, gœtið pess að slökkva á pelm og geyma á vlssum stað eftir notkun. • KYNNIÐ ykkur legu Jarðskauta og sýnlð aðgát vlð allt jarðrask. RER RAFMAGNSEFTIRLIT RIKISINS Simi 91-814133 TRAKTORSKNUNAR RAFSTOÐVAR Hagkvæmustu rafstöövarnar á markaönum, til í öllum stæröum 6,7 kVA 12,5. kVA 17,0 kVA Rafstööin tengd meö drifskafti viö traktorinn. Traustar og vandaöar rafstöðvar. CúP G.Á. Pétursson hf Nútíðinni Faxafeni 14, simi 68 55 80 i m m I •o DRmnjRVtlA KEÐJUR Smíöum keöjur samdœgurs eftir óskum hvers og eins. Eigum einnig keöjur á lager. Sendum hvert á land sem er. OAP G.Á. Pétursson hf snjókeðjumarkaðurínn Nútíöinni Faxafeni .14, sími 68 55 80 RAFSTÖÐVAR Eigum fyrirliggjandi ýmsar stærðir af rafstöðvum. - Rafstöðvar með bensínmótor - Rafstöðvar með dísilmótor - Rafstöðvar, traktorsknúnar Hagstætt verð - leitið upplýsinga Ódýru kuldagallamír komnir aftur Arctic kuldagallarnir fást í tveimur litum; dökkbláu og grænu. Gallarnir eru fáanlegir með dömusniði. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Verstun athafnamannsins frá 1916 Grandagaröi 2, Fteykjavík, sími 28855, grænt númer 800-6288.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.