Bændablaðið - 01.01.1995, Qupperneq 3

Bændablaðið - 01.01.1995, Qupperneq 3
Nýsköpun atvinnu í sveitum Byggðastofnun hyggst á þessu ári vcita 70 milljónum króna til að stuðla að ný- sköpun atvinnutækifæra á sauðfjárræktarsvæðum. Að sögn Sigurðar Guðmunds- sonar hjá Byggðastofnun er hér um að ræða sérstakt framlag sem veitt er til að uppfylla ákvæði í búvöru- samningi. Að sögn Sigurðar er gert ráð fyrir að hluti þessa fjár- magns renni til að gera einhver sláturhús hæf til útflutnings- framleiðslu og verður sá hluti verkefnisins unninn í samvinnu við framleiðnisjóð. Þá er sérstaklega gert ráð fyrir að styrkja hugsanleg átaksverkefni á vegum sveitar- stjórna, héraðsnefnda eða bún- aðarsambanda þar sem áætlað væri að virkja sauðfjárbændur sérstaklega. í þriðja lagi sagði Sigurður Guðmundsson að reiknað væri með að styrkja einstaklinga eða fyrirtæki til að stofna til nýj- unga í atvinnulifi. Loks kvaðst Sigurður reikna með að einhver hluti þessa fjár kynni að renna á afskriftareikning til að gera mögulegar lánveitingar af al- mennum lánsheimildum stofn- unarinnar. Til viðbótar þeim 70 millj- ónum króna sem hér um ræðir hefur Byggðastofnun til um- ráða 95 milljónir króna til al- mennra styrkveitinga á þessu ári. Þar af verður um 30 millj- ónum ráðstafað til at- vinnuráðgjafa en að öðru leyti kvað Sigurður Guðmundsson vel hugsanlegt að eitthvað af því fé kynni að renna til sauðfj árræktarsvæðanna. Byggðastofnun hefur nú skilgreint sérstaklega hvaða landssvæði teljast sauðfjár- ræktarsvæði öðrum fremur. Undir þessa skilgreiningu falla þau sveitarfélög þar sem meira en fjórðungur ársverka er i sauðfjárbúskap. Meðal sauð- Qárræktarsvæða samkvæmt skilgreiningu Byggðastofnunar má nefna Dali, Reykhólasveit, Strandir, Húnavatnssýslur, Norður-Þingeyjarsýslu, Hérað og Skaftafellssýslur. „Svartur" jólamatur á fimmta hverju heimili - GALLUP KÖNNUN STAÐFESTIR GRUNSEMDIR UM VERULEGA MARKAÐSHLUTDEILD HEIMASLÁTRUNAR. Bændur SLÁ ÖLLUM RÁÐHERRUM VIÐ í NIÐURSKURÐ RÍKISÚTGJALDA. Ríflega fimmta hver fjöl- skylda á landinu hafði heimaslátrað „svart“ kinda- kjöt á borðum um jól og áramót. „Svart“ nautakjöt virðist hafa verið á borðum enn fleiri fjölskyldna en tölur um það eru þó óáreiðanlegri. Þessar upplýsingar komu „óvart“ fram í könnun sem Gallup á íslandi gerði í janúar, rétt eftir hátíðarnar. Þetta kemur ágætlega heim og saman við sögusagnir um hcimaslátrun. Bændablaðið hefur jafnvel heyrt um „vinnuflokka“ sem fari á milli bæja á haustin. Af þeim viðmælendum Í.M. Gallup sem höfðu borðað hangikjöt um jól og áramót, tilgreindu 21 af hundraði að kjötið hefði verið af heima- slátruðu. Á borðum þeirra sem neyttu annars lambakjöts var kjötið „svart“ í 23% tilvika. Þegar skipting milli lands- byggðar og höfuðborgarsvæðis er skoðuð kemur í ljós að svarta kjötið er þrisvar til fjórum sinn- um útbreiddara á landsbyggð- inni. Engu að síður virðist ljóst af þessum tölum að talsverð brögð séu að sölu heimaslátr- aðs kjöts á svörtum markaði. Að sögn Einars Einarssonar hjá Í.M. Gallup, var alls ekki ætlunin að kanna útbreiðslu heimaslátraðs kjöts á borðum landsmanna. Þvert á móti var ætlunin að kanna hlutdeild ein- stakra framleiðenda á mark- aðnum. „Við spurðum hvort fólk vissi frá hvaða framleið- anda kjötið hefði komið og ef svo var, þá var fólk beðið að tilgreina framleiðandann. Svo undarlega brá hins vegar við að heimaslátrunin varð stærsti flokkurinn bæði i lambakjöti og nautakjöti. Hins vegar höfðu nokkru fleiri keypt hangikjöt frá KEA en af heimaslátruðu.“ Eftir að skýrt var frá niður- stöðum Í.M. Gallup í sjónvarpi fyrir skömmu, hefur nokkur hiti færst í umræðuna og m.a. fullyrt í Þjóðarsál á Rás 2 að svör hafi verið rangt skráð. Um þetta sagði Einar Einarsson að spyrlar Gallup væru fullorðið fólk og vel fært í sínu starfi. „Að sjálfsögðu get ég ekki fullyrt að misskilningur geti ekki í einstaka tilfellum komið upp milli spyrlis og viðmælanda en hitt þori ég að fullyrða að það er svo sjaldgæft að það getur ekki með nokkru móti haft nein teljandi áhrif á niðurstöðumar í heild.“ Af tölum Í.M. Gallup er í sjálfu sér ekki unnt að fullyrða neitt um heildarhlutdeild heimaslátraðs kjöts í inpan- landsmarkaði. Á hinn bóginn virðist þó ljóst að hún sé veruleg og svo mikil að í sauðíjárrækt geti hún hafa haft talsverð áhrif á greiðslumark á siðiustu árum. I þessu sambandi er líka rétt að benda á að ríkissjóður hagnast á því að svarta- markaðsbraskið sé ekki upp- lýst. Beingreiðslur lækka nefnilega að sama skapi og kjöt er selt á svörtum markaði. Ef til má þannig halda því fram að heimaslátrar slái öllum ráð- herrum við í niðurskurði ríkis- útgjalda. W SIURIUVAGNAR Einnig MYKJUDREIFARAR og KASTDREIFARAR fyrirliggjandi. íslensk framleiðsla fyrir íslenskar aðstæður. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. KAUPFÉLAG ÁRNESINGA BIFREIÐASMIÐJURN©^ SELFOSSI - SÍMI 98-21000 Bæklingar um kjötmat Yfirkjötmat ríkisins hefur gefið út fjóra bæklinga um kjötmatsreglur og skýringar á þeim. í bæklingunum er fjallað um gæðamat á nauta- svína- hrossa- og lambakjöti í heilum skrokkum. Greinargóðar lýsingar er að finna í þessum bæklingum, bæði í máli og myndum. Eins og flestir vita er verulegur verðmunur milli gæðaflokka og getur sá munur haft afgerandi þýðingu fyrir afkomu bænda. Myndin hér að ofan er tekin úr nautakjötsbækling- num og sýnir ljóra mismunand fituflokka nautakjöts. Bæklingarinir eru seldir saman í pakka og kosta 500 krónur. Þeir fást hjá Yfirkjötmati ríkisins sem er til húsa í landbúnaðar- ráðuneytingu. Skipulögð beit - landvernd Hagkvæmasta lausnin er ‘ - rafgirðing Vandað efni - fjölbreytt úrval - hagstætt verð Gerum efnisáætlanir og tilboð Leiðbeinum um uppsetningu t Leitið upplýsinga og fáið sendan "VyÁ-jT bækling og vörulista yfir rafgirðingavörurnar. Byggingavörud. á Eyri, 550 Sauðárkróki. Sími 95-35200 Fax: 95-36024 Umboðsmerm um allt land

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.