Gamanvísnablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1928næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910
Tölublað

Gamanvísnablaðið - 06.10.1928, Blaðsíða 2

Gamanvísnablaðið - 06.10.1928, Blaðsíða 2
Lag: Þá kom fröken Arason með indisbros á vör. 1. Hann Jónas hringdi til mín, og bauð mjer frían bíl, sem blaðamanni frægum, en engum götuskríl. Og Hjeðinn, Jón og Tryggva og Tímasritstjórann, sem talað geta ekki nema hreinan sannleikann. 2. Og þar var líka Hallbjörn okkar, seytján landa sýn sóma maður talin, og Gvendur Hagalín, og Valtýr fjólufaðir og fleiri með honum, við fórum alt að rannsaka, í Mentaskólanum. 3. Og Hagalín, sem minstur var, og mælskastur af oss, og meinlausastur, það veit guð, og engan hafði kross. Hann gekk á undan okkur, þar eins og fórnarlamb, sem ekki hefði viljað þekkja, þetta íhaldsdramb. 4. Þar má líta Guðjón, þennan góða teiknismið og Grímsnesinginn, núverandi skóla áhaldið. Flestir höfðu á sjer þarna vindlinga og vín, en vitaskuld var staurblankur hann Gvendur Hagalín. 5. Og Gvendur smaug sem fluga, inn í flestar skonsurnar og fylkingin á eftir, svona rjett til skemtunar. Alstaðar var þefur, og ekkert »betrekk« sást og illa lýstar stofurnar, en loftin reyndust skárst.

x

Gamanvísnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gamanvísnablaðið
https://timarit.is/publication/911

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (06.10.1928)
https://timarit.is/issue/357656

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (06.10.1928)

Aðgerðir: