Gamanvísnablaðið - 06.10.1928, Side 3

Gamanvísnablaðið - 06.10.1928, Side 3
6. En loksins inn á »klósettið«, þar komst hann Guðmundur ó, hvað hann varð þar »salí«, og eitthvað listugur, eftir fjóra tíma, þaðan bárum við hann brott, brosandi í framan, því að honum fanst þar gott. 7. Og bekkirnir sem áður voru ómálaðir þar en utan á þeim blasti við oss, skrípateikningar. Á einum stendur þetta »Hér starfar konan mín«. »Jeg stekk út,« var á öðrum og þá hló Hagalín. 8. »Og hjer er Jónas æðstur,« á einum þeirra stóð: »sem alþýðan um kosningar í vasa sína tróð« Hann sem sýknar trollara, sem toga í landhelgi, en tekur aftur þá sem drekka og dreyma áfengi. 9. Og þarna voru líka ýmsar myndir málaðar, sem Morgunblaðið hefði kallað eflaust listrænar, og þar sást Tryggvi ríða, íhaldstruntu upp í sveit og teyma Harald ritstjóra í bolsivikka leit. 10. Og Óli Thors á þorskhaus var að þjóta um Kjósina, með þjóðarsómann — dalamanna banka rósina, og þar var líka mynd af Bjarna, og brúnu hryssunni sem brauða Nonni sligaði á Mosfellsheiðinni. 11. Felix var á flugi þar, með flösku í neiinu og frökenar í tuga vís, í poka á bakinu. Og þar sat doktor Alexander, einn í flugunni að yíirvega staðhætti, og gang í síldinni. 12. Jeg var orðinn syfjaður ei slompaður en sljór og slagaði um gólíið — eins og Sigurþór, en klukkan nærri fjögur, allir héldu heim til sín og herra Jónas kysti mig og Gvendur Haglín.

x

Gamanvísnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gamanvísnablaðið
https://timarit.is/publication/911

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.