Gamanvísnablaðið - 06.10.1928, Side 3
6.
En loksins inn á »klósettið«, þar komst hann Guðmundur
ó, hvað hann varð þar »salí«, og eitthvað listugur,
eftir fjóra tíma, þaðan bárum við hann brott,
brosandi í framan, því að honum fanst þar gott.
7.
Og bekkirnir sem áður voru ómálaðir þar
en utan á þeim blasti við oss, skrípateikningar.
Á einum stendur þetta »Hér starfar konan mín«.
»Jeg stekk út,« var á öðrum og þá hló Hagalín.
8.
»Og hjer er Jónas æðstur,« á einum þeirra stóð:
»sem alþýðan um kosningar í vasa sína tróð«
Hann sem sýknar trollara, sem toga í landhelgi,
en tekur aftur þá sem drekka og dreyma áfengi.
9.
Og þarna voru líka ýmsar myndir málaðar,
sem Morgunblaðið hefði kallað eflaust listrænar,
og þar sást Tryggvi ríða, íhaldstruntu upp í sveit
og teyma Harald ritstjóra í bolsivikka leit.
10.
Og Óli Thors á þorskhaus var að þjóta um Kjósina,
með þjóðarsómann — dalamanna banka rósina,
og þar var líka mynd af Bjarna, og brúnu hryssunni
sem brauða Nonni sligaði á Mosfellsheiðinni.
11.
Felix var á flugi þar, með flösku í neiinu
og frökenar í tuga vís, í poka á bakinu.
Og þar sat doktor Alexander, einn í flugunni
að yíirvega staðhætti, og gang í síldinni.
12.
Jeg var orðinn syfjaður ei slompaður en sljór
og slagaði um gólíið — eins og Sigurþór,
en klukkan nærri fjögur, allir héldu heim til sín
og herra Jónas kysti mig og Gvendur Haglín.