Gandreiðin - 04.02.1925, Blaðsíða 2
2
GANDREIÐIN
,,Grandreiðin“.
Gamanblað með myndum,
kemur út einu sinni eða tvisvar
á viku, eftir þörfum þjóðar og
þingvilja.
Afgreiðsla á Laugaveg 67,
allra neðstu hæð. Opin frá kl.
10—1 og 2—6 flesta' daga, en
mjög sjaldan á nóttunni. í
lausasölu kostar blaðið 15 au.
eint. Auglýsingaverð eftir sam-
komulagi. Afgreiðsla og ritstj.:
sími 1477.
Innreið
„öandreiðariunar“.
(Re is u p a s s i).
Skoðið þið nú vel höfuðið á »Gand-
reiðinni«, þá sjáið þið nokkuð, sem þið
hafið aldrei séð fyr.
Hausinn er stefnuskráin. Það er ekki
margra arka bók, en hún er það sem
hún sýnist vera. »Gandreiðin« er ekki
við eina fjölina feld, og það erum við
ekki, hvort heldur við göngum á fjór-
um eða tveimur fótum. Þess vegna
munu verða miklar byltingar í höfði
Gandreiðarinnar þ. e. a. s. stefnuskrá
hennar.
Ef til vill fellur sumum það illa að
stefnan skuli vera í höfðinu en ekki í
fótunum, en ég get ómögulega farið að
jagast við menn út af sliku. Það fer
sjálfsagt alt eftir því á hvorum endan-
um mönnum er tamara að ganga. —
Um sjálfan mig er það að segja, að ég
er enginn heimskingi, upp á það megið
þið hengja ykkur i allra mestu róleg-
heitum ef þið hafið hug og lyst til. Ég
er stórgáfaður maður, eins og t. d. Þor-
bergur Lárubréfsfóstri, Gísli bú, Oddur,
Jón krukk, Ólafur og Jónas og er þá
langt jafnað. Ég get bæði lesið og skrif-
að heila bók um lággengi án þess að
sofna. Ef þið rengið mig, þá er ykkur
guðvelkomið að koma og skoða mig.
en með því skilyrði að þið étið mig
samt ekki með augunum. í*vi í trún-
aði sagt, þá er ég hreinasti hátíðamat-
ur eins og hásumarskyrið í Grafningn-
um, sauðaket frá Selalæk og síldarráð-
herra.
Ég skal fórna mér fyrir hina íslenzku
þjóð i framtíðinni eins og bolsar og
burgeisar hafa lofað í nafni sjálfstæðis,
byltingar og kvenfrelsis, því bak við
mig standa íhaldsframsóknarsjálfstæðis-
kvenfrelsiskratverjasinnaðir byltinga-
menn i herrans nafni og 40.
Platskver.
Molar úr þátíd
eða eftirmaeli.
Mikið var um dýrðir í Reykjavík ár-
ið 1809 þegar Jörundur hundadagakon-
ungur braust til valda og lét lausa alla
sökudólga.
Álíka fögnuður fylti hjörtu gullrassa
eyjanna þegar Skjaldargull hóf göngu
sína.
Þá skeði margt, sem elztu menn
höfðu eigi heyrt getið um áður.
Þá voru allir sem bræðnr, háir sem
lágir. Gullrassar sýndu mikla kurteisi.
Gengu um götur bæjarins með illa bún-
um verkamönnum og bjöluðu hljóðlega
við þá um þing, stjórn, gull, gersemar,
kjöt og brennivín. Bifreiðar þutu um
bæinn með nýkristnuðum körlum og
konum. Afbrýðisamir eiginmenn hrædd-